Veðrið í Janúar 2017.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn og árið byrjaði með suðlægum vindáttum oft hvössum og frekar lítilli úrkomu. En um kvöldið þann áttunda gekk til norðaustanáttar með lítilsáttar snjókomu, og síðan norðlægari vindátt sem stóð fram til og með tólfta. Þá gekk vindur til suðlægra vindátta þann þrettánda með hægum vindi í fyrstu og hlýnandi veðri, og gerði talsverðan blota þann fimmtánda, en um kvöldið fór að kólna aftur, vindur var oft stífur og jafnvel hvassviðri. Frá tuttugusta til tuttugusta og fimmta var vindur meira austlægur, og á rólegu nótunum. Skammvinn SV átt var þann 26. Þann 27 snerist til áveðinnar NA og N, áttar með snjókomu eða éljum í tvo daga. Eftir það var auslægari vindáttir með frosti í fyrstu, en hlýnaði talsvert síðasta dag mánaðar. Snjólétt var í mánuðinum.
Mæligögn:
Meira