Framlög Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða 2017.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2017 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.
Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.
Alls var úthlutað 45,1 milljón króna. Framlög þessarar úthlutunar skiptast þannig að kr. 32.700.000 kr. er ráðstafað í verkefnastyrki, þar af 8.300.000 kr. til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, en 12.400.000 kr. eru merktar stofn- og rekstarstyrkjum til menningarstofnana. Ákveðið var að þessu sinni að veita samtals 53 styrki, en umsóknir voru 100. Það er því auðvelt að reikna að 53% umsókna fékk jákvætt svar, þótt upphæðir séu oft mun lægri en umbeðin upphæð. Framlögin skiptast í 49 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Styrktarupphæðir eru á bilinu 200 þúsund til 5 milljóna, en meðalupphæð framlaga er um 850.000 kr.
Auglýst
Meira