Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. mars 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. febrúar til 6. mars 2017.

Flestir teknir fyrir of hraðan akstur í Strandasýslu.
Flestir teknir fyrir of hraðan akstur í Strandasýslu.

Í liðinni viku voru alls 10 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir voru þeir stöðvaðir í Strandasýslu en einnig á Ísafirði og á Patreksfirði. Ökumenn eru hvattir til að haga akstri í samræmi við gildandi hámarkshraða og eins í samræmi við aðstæður.

Skráningarmerki voru tekin af einu ökutæki í vikunni. En það var vegna vangoldinna tryggingaiðgjalda.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju sem skilur að tvær akgreinar í Hnífsdal. Þetta er hættulegt athæfi og ætti ekki að eiga sér stað.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjálsbúnaðar. Sá var heldur ekki með öryggisbelti spennt. Hér skiptir engu máli hvort ökuferðin sé stutt eða löng, innanbæjar eða utanbæjar. Ökumaðurinn má búast við tveimur sektum vegna þessa.

Þá lagði lögreglan hald á talsvert magn af fíkniefnum föstudagskvöldið 3. mars sl. En við almennt eftirlit lögreglu var fólksbifreið stöðvuð í Súðavík. Ökumaður og tveir farþegar voru þá að koma af höfuðborgarsvæðinu, á leið til Ísafjarðar. Við leit í bifreiðinni fundust um 150 grömm af kannabisefnum um 10 grömm af ætluðu kókaíni og 50 stk. ætlaðar E-töflur. Ökumaður og farþegar voru handteknir og voru til yfirheyrslu fram á nótt uns þeim var sleppt lausum er málið var talið upplýst. Í ljósi efnismagnsins má ætla að efnið hafið verið ætlað til dreifingar á norðanverðum Vestfjörðum.

Hvatt er til þess að lögreglu sé gert viðvart ef grunur vaknar um hvers konar fíkniefnameðhöndlun í umdæminu. Þessum upplýsingum er hægt að koma á framfæri með ýmsum hætti. Má þar nefna að hringja beint til lögreglunnar á Vestfjörðum, í síma 444 0400 eða í landstengdan upplýsingasíma lögreglu og tollgæslunnar, sem er 800 5005. Einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Fullri nafnleynd er heitið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
Vefumsjón