Ferð Finnbogastaðaskóla á Drangsnes.
Frítt föruneyti lagði land undir fót frá Finnbogastaðaskóla föstudaginn 17. febrúar og var stefnan tekin til Drangsnes. Föruneytið samanstóð af fjórum börnum og þremum fullorðnum, sem öll voru að fara í heimsókn til Grunnskólans í Drangsnesi. Börnin þar voru með opið hús þar sem þau fögnuðu miðannarlokum í skólanum, sýndu afrakstur þeirra af þemavinnu og fóru með vorljóð fyrir gesti. Þau höfðu meðal annars smíðað líkan af neðri bænum og voru með hugmyndir um hvernig væri hægt að nýta betur svokallaða gámavelli. Krakkarnir
Meira