Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. mars 2017

Svalt framundan.

Hitaspá. VÍ.
Hitaspá. VÍ.

Það voru talsverð él í gær og í nótt, og snjóaði dálítið úr þessu. Spáð er norðaustlægum eða austlægum vindáttum næstu daga með nokkru frosti og úrkomu. Veðurspáin er þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun.: Austlæg átt 3-8 og víða bjart veður.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. mars 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. til 13. mars. 2017.

Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af tveimur ungum drengjum, sem óku sitt hvoru vélhjólinu.  Þetta var utan vegar í Dýrafirði.  Í ljós kom að drengirnir voru ekki með ökuréttindi til aksturs þessara farartækja auk þess sem þau voru ekki skráð né heldur tryggð.  Sama dag voru höfð afskipti af öðrum ungum ökumanni, á öðrum stað,  sem ekki hafði öðlast tilskilin ökuréttindi auk þess sem skráningarnúmer voru ekki á hjólinu.

Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.  Sá sem hraðast ók mældist á 125 km. á klst.  Þessir ökumenn voru í akstri í Önundarfirði, Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu.

Númeraplötur voru teknar af fjórum ökutækjum í vikunni.  Ástæðan var vangoldin iðgjöld vegna lögbundinna trygginga.  Eigendur ökutækja eru hvattir til að tryggja að þetta sé í lagi.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni.  Eitt þeirra varð í Arnkötludal þegar ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni með afleiðingum að hún rann út af veginum og valt.  Engin meiðsl hlutust af þessu óhappi en bifreiðin var óökufær eftir atvikið.  Snjóþekja var á yfirborði vegarins.

Annað óhappið varð í Skötufirði þegar lítil jeppabifreið rann


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. mars 2017

Snoðklipping.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við snoðklippingu í dag.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við snoðklippingu í dag.

Bændur hér í Árneshreppi hafa verið að rýja (klippa) féið seinni klippingu eða vetrarrúning,þar sem snoðið er klippt. Sumir eru búnir en aðrir eru svona við það að klára að klippa snoðklippinguna. Lítil ull kemur af hverri kind í þessari klippingu. Aðalklipping á féinu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf. Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.

Nú fer að líða að því seinna í mánuðinum


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. mars 2017

Norðlægar vindáttir framundan.

Alhvít jörð var orðin í morgun.
Alhvít jörð var orðin í morgun.

Fallegt og stillt veður var fyrstu fimm dagana í þessum mánuði og með léttskýjuðum eða heiðskýrum himni og mikilli norðurljósadýrð, en með nokkru frosti. En frá sjötta eru búnar að vera norðlægar vindáttir með stinningsgolu eða kalda og með rigningu, súld, slyddu og núna í nótt snjókomu, og er nú jörð orðin alhvít aftur, en síðustu átta daga hefur jörð verið flekkótt á lálendi.

Eftir veðurspá


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. mars 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. febrúar til 6. mars 2017.

Flestir teknir fyrir of hraðan akstur í Strandasýslu.
Flestir teknir fyrir of hraðan akstur í Strandasýslu.

Í liðinni viku voru alls 10 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir voru þeir stöðvaðir í Strandasýslu en einnig á Ísafirði og á Patreksfirði. Ökumenn eru hvattir til að haga akstri í samræmi við gildandi hámarkshraða og eins í samræmi við aðstæður.

Skráningarmerki voru tekin af einu ökutæki í vikunni. En það var vegna vangoldinna tryggingaiðgjalda.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju sem skilur að tvær akgreinar í Hnífsdal. Þetta er hættulegt athæfi og ætti ekki að eiga sér stað.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjálsbúnaðar. Sá var heldur ekki með öryggisbelti spennt. Hér skiptir engu máli hvort ökuferðin sé stutt eða löng, innanbæjar eða utanbæjar. Ökumaðurinn má búast við tveimur sektum vegna þessa.

Þá lagði lögreglan hald á talsvert magn af fíkniefnum föstudagskvöldið 3. mars sl. En við almennt eftirlit lögreglu var fólksbifreið stöðvuð í Súðavík. Ökumaður og tveir farþegar voru þá að koma af höfuðborgarsvæðinu, á leið til Ísafjarðar. Við leit í bifreiðinni


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. mars 2017

Lögreglan eignast þrjú hjartastuðtæki.

Karl, Hólmfríður, Tinna Hrund og Steinunn Guðný.
Karl, Hólmfríður, Tinna Hrund og Steinunn Guðný.

Þann 27. febrúar eignaðist lögreglan á Vestfjörðum þrjú hjartastuðtæki. Það voru þrír fulltrúar verkefnisins Stöndum saman Vestfirðir sem komu færandi hendi og afhentu tækin. Stöndum saman Vestfirðir vildu auka öryggi íbúa Vestfjarða og þeirra gesta sem um umdæmið fara með því að standa fyrir fjáröflun til að kaupa þessi þrjú tæki. Fyrir átti lögreglan á Vestfjörðum þrjú slík tæki, eitt á Patreksfirði, annað á Hólmavík og það þriðja á Ísafirði. Með tilkomu þessarar viðbótar munu hjartastuðtæki vera til staðar í öllum lögreglubifreiðum í umdæminu, sem eru tvær á hverri starfsstöð.

Það var lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Karl Ingi Vilbergsson, sem veitti þessum gjöfum viðtöku. Lögreglan


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. mars 2017

Upphafsdagur grásleppuvertíðar er 20. mars.

Grásleppa í kari.
Grásleppa í kari.

Birt hefur verið reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017.  Helsta breytingin frá í fyrra er að upphafsdagar veiðanna færast aftur til fyrra horfs. Verða þeir sömu og á vertíðinni 2015.

Heimilt verður að hefja veiðar 20. mars á eftirtöldum svæðum:

D - sem nær frá Horni að Skagatá.

E - nær frá Skagatá að Fonti á Langanesi

F - þekur hafsvæðið frá Fonti suður að Hvítingum

G - Suðurland, frá Hvítingum að Garðskagavita

Veiðitímabilið nær frá 20. mars til og með 2. Júní. Þann 1. apríl verður heimilt að hefja veiðar á svæðum:

 

A - Faxaflóa, frá Garðskagavita að Dritvíkurtanga

B - Breiðafjörður utan línu sem dregin er úr Krossnesvita  í Lambanes.  Svæðið markast að Dritvíkurtanga í suðri og Bjargtöngum í norðri. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. mars 2017

Veðrið í Febrúar 2017.

Auð jörð var á láglendi í 15 daga.
Auð jörð var á láglendi í 15 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana, en síðan austlægur og frá sjöunda voru suðlægar vindáttir með hvassviðri eða stormi ellefta og tólfta, úrkomulítið og nokkuð hlítt. Þann fimmtánda snérist til norðanáttar og síðan norðaustanáttar til nítjánda, með súld og talsverðri rigningu og súld þann sautjánda og fram á átjánda, en með snjókomu þann nítjánda á konudaginn. Þá gerði alhvíta jörð á láglendi aftur. Síðan voru breytilegar vindáttir eða NA með éljum. Þann 22 til og með 24 var suðaustlæg vindátt, með úrkomu. Enn 25 var suðvestanátt með hvassviðri í fyrstu, síðan mun hægari þegar leið á daginn. Þann 26. snérist vindur í norðaustlæga vindátt, og var hæg austlæg átt síðasta dag mánaðar.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. febrúar 2017

Úr dagbók Lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku.
Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku.

Aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar var lögreglu tilkynnt um að fólk væri inni á útisundlaugarsvæðinu í Bolungarvík. Þegar lögregluna bar að garði voru alls 8 ungmenni að fara af svæðinu eftir að hafa nýtt sér þessa aðstöðu. Vert er að minna á að stranglega bannað er að fara inn á þetta svæði utan opnunartíma, enda afmarkað með girðingu.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku. Eitt þeirra varð þann 24. febrúar þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Mikladal með þeim afleiðingum að hún rann út af veginum og niður bratta hlíð, þó án þess að velta. Töluvert tjón varð á undirvagni bifreiðarinnar og ökumaður, sem var einn í bifreiðinni þegar atvikið átti sé stað, var færður undir læknishendur, þó ekki með alvarlega áverka. Þá rann önnur bifreið út af veginum í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þann 20. febrúar. Ekkert tjón varð á ökutækinu og engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum. Þriðja óhappið varð þann sama dag, 20. febrúar í Vatnsfirði í Vesturbyggð en þá missti ökumaður stjórn á jeppabifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum og valt eina veltu. Ökumaður og farþegi hlutu ekki alvarlega áverka. Ökumenn og farþegar í þessum óhöppum voru allir með öryggisbelti


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. febrúar 2017

Fréttaveitur breytast á Litlahjalla.

Frá Reykhólum. Mynd reykholar.is
Frá Reykhólum. Mynd reykholar.is

Frá því að Litlihjalli byrjaði sem fréttavefur hefur alltaf verið á honum svona flýtileiðir ef svo má kalla á miðju vefsins, tilvísanir á aðra fréttavefi um fréttir, svona síðustu þrjár til fjórar fréttir á við komandi vefum. Þeyr miðlar sem hafa verið notaðir eru af Vestfjörðum og af vef Bændablaðsins og stóru fréttamiðlunum af vef Morgunblaðsins og af vef Ríkisútvarpsins. Eingin breyting mun verða á þessu alveg á næstunni. Enn nú hefur fréttamaður Litlahjalla fyrir víst að fréttamiðillinn Skutull sé hættur, og aðeins sé eftir að gera hann upp, og senda opinbera


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Mundi í gatinu.
Vefumsjón