Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. febrúar 2017

Ferð Finnbogastaðaskóla á Drangsnes.

Í heitu pottunum á Drangsnesi.
Í heitu pottunum á Drangsnesi.
1 af 2

Frítt föruneyti lagði land undir fót frá Finnbogastaðaskóla föstudaginn 17. febrúar og var stefnan tekin til Drangsnes. Föruneytið samanstóð af fjórum börnum og þremum fullorðnum, sem öll voru að fara í heimsókn til Grunnskólans í Drangsnesi. Börnin þar voru með opið hús þar sem þau fögnuðu miðannarlokum í skólanum, sýndu afrakstur þeirra af þemavinnu og fóru með vorljóð fyrir gesti. Þau höfðu meðal annars smíðað líkan af neðri bænum og voru með hugmyndir um hvernig væri hægt að nýta betur svokallaða gámavelli. Krakkarnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. febrúar 2017

Til hamingju konur með konudaginn.

Í dag er það til siðs að karlar gefi konum blóm á konudaginn.
Í dag er það til siðs að karlar gefi konum blóm á konudaginn.

Af tilefni konudagsins í dag ætlar vefurinn Litlihjalli að fjalla um þann dag og kemur hér umfjöllun tekið af vísindavefnum, höfundur er Árni Björnsson hinn þekkti þjóðháttarfræðingur.:

Elstu bókfestu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næstseinasti mánuður vetrarmisseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali og nafnið sést í elstu handritum eða frá því um 1200. Óvíst er hvað orðið merkir upphaflega en orðsifjafræðingar hallast helst að því að það eigi eitthvað skylt við snjó.

Sú tilgáta fellur vel að stöðu hennar í ævintýralegri fornaldarsögu, þar sem faðir Góu er Þorri, afi hennar heitir Snær og langafinn Frosti en föðursystur Mjöll og Drífa. Þar er nafn hennar reyndar Gói. Eftir þeirri sögu strauk Gói brott með strák á Þorrablóti einu. Þorri lét halda blót til að leita um það frétta hvar hún væri niður komin. Það kölluðu þeir Góiblót. Seinna breyttist nafnmyndin úr Gói í Góa.

Sennilega hafa menn í heiðnum


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. febrúar 2017

Ársáætlun um heildargreiðslur til sauðfjárbænda.

Ársáætlun um heildargreiðslur í sjónmáli.
Ársáætlun um heildargreiðslur í sjónmáli.

Tilkynning frá Mast í dag:

Matvælastofnun hefur unnið að gerð ársáætlunar um heildargreiðslur til sauðfjárbænda, sem kveðið er á um í reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016. Ársáætlunina skal Matvælastofnun byggja á framleiðslu fyrra árs, fjölda vetrarfóðraðra kinda í haustskýrslu, skráðu greiðslumarki í ærgildum í upphafi árs og fjárlögum ársins. Heildargreiðslur til nýliða skal áætla út frá ærgildum og fjölda vetrarfóðraðra kinda samkvæmt haustskýrslu í Bústofni. Ef nýliði tekur við búi í fullum rekstri er Matvælastofnun heimilt að áætla greiðslur miðað við síðasta framleiðsluár fyrri eiganda. Heildargreiðslur taka til beingreiðslna, gæðastýringargreiðslna, greiðslna fyrir ullarnýtingu og greiðslna vegna svæðisbundins stuðnings. Heildargreiðslu ársins skal deila í 12 jafna hluta. Fyrstu tveir hlutar eru greiddir í febrúar og síðan mánaðarlega til og með desember. Áætlun fyrir beingreiðslur liggur fyrir og fengu bændur greiddar beingreiðslur tveggja mánaða þann 1. febrúar 2017.

Ársáætlun verður sent með rafrænu bréfi til allra í dag og geta bændur nálgast hana á Bændatorginu undir liðnum Rafræn bréf. Matvælastofnun sendir áætlunina einnig til allra í venjulegum pósti í næstu viku. Um 350 bændur eru rétthafar svæðisbundins stuðnings, sem er nýr styrkjaflokkur. Matvælastofnun byggir á lista frá Byggðastofnun og barst stofnuninni endanlegur listi í lok síðustu viku. Þá hafa um 30 bændur sent Matvælastofnun erindi þar sem farið er fram á að stofnunin nýti heimildarákvæði reglugerðar um að njóta þessa stuðnings vegna lokunar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. febrúar 2017

Kólnar í veðri.

Það snjóaði í fjöll í nótt.
Það snjóaði í fjöll í nótt.

Nú eru að verða breytingar á veðráttunni í bili allavega eftir hlýindin sem af er þessum mánuði. Nú er að kólna og það snjóaði svolítið í fjöll í nótt þótt hafi verið súld á láglendi við sjóinn. En eftir veðurspá mun kólna og hlýna á víxl næstu daga. Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra:

Norðaustlæg átt 3-8


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. febrúar 2017

Ótrúlegt veðurfar.

Séð til Norðurfjarðar og Krossness.
Séð til Norðurfjarðar og Krossness.
1 af 2

Það hefur verið ótrúlegt veðurfarið sem af er febrúar. Jörð á láglendi var rétt flekkótt fyrstu þrjá daga mánaðar og síðan auð, og lítill snjór í fjöllum. Mest hafa verið ríkjandi suðlægar vindáttir, með hvassviðri stundum. Hitinn hefur aðeins einu sinni í mánuðinum farið niður í frostmark, og mest í níu stig. Annars hefur hitinn verið þetta þrjú til sjö stig. Vegur


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. febrúar 2017

Saumaklúbbur.

Saumaklúbbur á Melum I
Saumaklúbbur á Melum I

Í gærkvöldi var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldinn á Melum hjá þeim hjónum Bjarnheiði Fossdal og Birni Torfasyni. Vel var mætt í klúbbinn miðað við fólksfjölda í sveitinni. Fólk er á faraldsfæti bæði úr hreppnum og aðrir koma í hreppinn um helgar þegar vegir eru næstum eins vel færir og á vordögum. Nú síðustu ár eru saumaklúbbunum að fækka sem eðlilegt er þegar bæjum fækkar með fasta búsetu, ef fréttamaður man rétt voru aðeins þrír klúbbar haldnir í fyrra.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá var skipt við Melabæina.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. febrúar 2017

Rafmagn fór af.

Frá Geiradal. Mynd OV.
Frá Geiradal. Mynd OV.

Rafmagn fór af um kl.12:33 í smátíma þegar Lína Landsnets á milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals fór út. Ástæðan er sögð bilun í línum Landsnets. Sjálfvirk ræsing varaaflsstöðvar – snjallnet vinnur eðlilega – rafmagn kom strax á aftur nema Þingeyri sem var úti í nokkrar mínútur. Segir í tilkynningu Orkubús Vestfjarða. Hér


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. febrúar 2017

Ofsaveður á morgun.

Vindaspá á hádegi á morgun. VÍ.
Vindaspá á hádegi á morgun. VÍ.

Veðurstofa Íslands spáir mjög hvössum vindi í kvöld og nótt, en jafnvel ofsaveðri á morgun, fyrir Strandir og Norðurland vestra.

Suðaustan 15-23 m/s, en 18-25 seint í kvöld. Skýjað og úrkomulítið. Suðaustan 23-30 undir hádegi á morgun, en lægir talsvert


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. febrúar 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. janúar til 6. febrúar 2017.

Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku.
Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku.

Nú í síðustu viku bárust lögreglu tvær tilkynningar frá íbúum í miðbæ Ísafjarðar um lausan hund. Um var að ræða sama hundinn í báðum tilvikum sem virtist ganga laus og í öðru tilvikinu fór hundurinn inn um ólæstar íbúðardyr. Enginn var heima og þegar íbúar komu heim var hundurinn búinn að éta ýmislegt matarkyns í eldhúsinu. Eigendum hundsins hefur verið gerð grein fyrir ákvæðum samþykktar Ísafjarðarbæjar um hundahald. Auk þess sem viðkomandi sviði Ísafjarðarbæjar hefur verið gerð grein fyrir þessu.

Eigendur hunda eru minntir á mikilvægi þess að tryggja að aðrir íbúar verði ekki fyrir ónæði af hálfu hunda.

Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku. En þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Hjallahálsi. Bifreiðin rann út af veginum og valt a.m.k. eina veltu. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hólmavík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. febrúar 2017

Hafísinn er út í hafsauga.

Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn virðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.Kort VÍ.
Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn virðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.Kort VÍ.
1 af 3

Hafís hefur ekki sést lítið sem ekkert frá landi síðan í lok desember 2010 þegar hinn frægi Jóli var á ferðinni. Jakinn Jóli varð frægur því það var fyrsti hafísjaki, Grænlenskur- Íslenskur sem fékk nafn af hafísathugunarmanni á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Veðurstofa Íslands fylgdist allaf vel með jakanum gegnum upplýsingar frá hafísathugunarmanni. Einnig fylgdnist MBL.ís vel með og birti fréttir bæði frá hafísdeild Veðurstofunnar og af Litlahjalla, sem er vefsíða Jóns veðurathugunarmanns, eða frá átjánda desember til tuttugusta og níunda, þegar hann hvarf sjónum hafísathugunarmanns á veðurstofunni í Litlu-Ávík.

Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur alltaf fylgst vel með hafís frá upphafi veðurathugunar í Litlu-Ávík 1995. Enn frá árinu 2000 fór hafís að láta bera á sér við landið. Frá árinu 2001 fór mikið að bera á hafís við ströndina, stakir jakar og árið 2005 fylltust víkur og firðir af hafís. Frá árinu 2001 var hafísathugunarmaður mikið til í sambandi við hafísdeild Veðurstofu Íslands, við þau Þór Jakobsson veður og hafísfræðing, og aðstoðarkonu hans Sigþrúði Ármannsdóttur ,og sendi hafísfréttir. Enn sérstaklega var mikið um hafísfregnir árið 2005, þegar allt var fullt af hafís eins og áður sagði. Þór Jakobsson telur að veðurathugunarmaðurinn


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
Vefumsjón