Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. mars 2017
Prenta
Loksins gráð á sjónum.
Loksins er nú gráð á sjónum eftir suðvestan storminn í gærkvöldi og í nótt. Fuglarnir fá að njóta sín vel núna á sjónum, en fljótt verður sjólítið aftur þegar hvessir. Rigning var fyrst í morgun, núna á ellefta tímanum er komin slydda og sem mun síðan breytast í snjókomu, þegar kólnar meira.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands.: Suðvestan 8-13 m/s og lítilsháttar snjókoma, en styttir upp síðdegis. Hiti 0 til 5 stig, en frystir í kvöld. Vestan 3-8 og skýjað með köflum á morgun og frost 0 til 5 stig. Síðan eru austlægar vindáttir framundan.