Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. mars 2017
Prenta
Svalt framundan.
Það voru talsverð él í gær og í nótt, og snjóaði dálítið úr þessu. Spáð er norðaustlægum eða austlægum vindáttum næstu daga með nokkru frosti og úrkomu. Veðurspáin er þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun.: Austlæg átt 3-8 og víða bjart veður. Þykknar upp í kvöld. Austan og norðaustan 5-10 á morgun og snjókoma með köflum. Frost 0 til 8 stig.