Jarðarstund.
Á morgun þann 25. mars. nk. á milli kl. 20:30-21:30 er stund sem kallast Jarðarstund. Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund og sýna þannig fram á vitundarvakningu.
Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007 með því að ljósin voru slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Jarðarstundin á því 10 ára afmæli árið 2017. Í dag erum 7,000 borgir í 178 löndum sem hafa látið vita um þátttöku og er því um að ræða eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsátak á sviði umhverfisvakningar í heiminum að. Flest sveitarfélög á Vestfjörðum ætla að taka þátt í Jarðarstund í ár en bæði einstaklingar, félög borgir og bæir geta tekið þátt og skráð viðburð á earhhour.org.
Allir eru hvattir til að taka þátt í Jarðarstundinni og kveikja ekki á rafmagnsljósum
Meira