Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. apríl 2017

Hvalárvirkjun – Opið bréf til hreppsnefndar.

Hilmar Vilberg Gylfason.
Hilmar Vilberg Gylfason.

Bréf þetta er skrifað til hreppsnefndar Árneshrepps þann 13. apríl 2017 í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi sem eru liður í því ferli að heimila virkjunarframkvæmdir.

Ágæta hreppsnefnd Árneshrepps

Athugasemdir mínar snúa almennt að virkjunarframkvæmdinni sem slíkri. Í dag tel ég að tvær helstu atvinnugreinarnar í Árneshreppi séu sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Sú síðarnefnda hefur heldur verið í sókn og vafalítið ónýtt tækifæri á þeim vettvangi. Í mínum huga byggir ferðaþjónustan í Árneshreppi nánast að öllu leiti á náttúruupplifun, það er ferðamenn sækja Árneshrepp heim til að sjá náttúruna. Ófeigsfjörður er þar ekki undanskilinn enda afskaplega fallegur staður með að mestu ósnortinni náttúru.

Það liggur fyrir í skriflegu svari Vesturverks að fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir neinum öðrum vegaframkvæmdum í tengslum við virkjunarframkvæmdirnar en á veginum frá Melum norður í Ófeigsfjörð. Þá liggur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. apríl 2017

Páskabingó.

Páskabingó á laugardaginn 15.kl:13:30.
Páskabingó á laugardaginn 15.kl:13:30.

Hið árlega páskabingó foreldrafélags Finnbogastaðaskóla verður haldið í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík laugadaginn 15 apríl og hefst bingóið klukkan hálf tvö (13:30.) Spjaldið kostar 500-kr. Skólastjórinn Selma Kaldalóns mun stjórna bingóinu. Góðir vinningar eru í boði. Allur ágóði af bingóinu rennur í ferðasjóð nemenda við Finnbogastaðaskóla. Foreldrafélag


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. apríl 2017

Mikil úrkoma.

Mikil úrkoma er búin að vera sem af er mánuði.
Mikil úrkoma er búin að vera sem af er mánuði.

Mikil úrkoma var í Árneshreppi fyrstu sjö dagana nú í apríl, bæði í föstu og fljótandi formi, það er úrkoman var snjór, slydda, rigning eða súld. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er úrkoman komin í 119,3 mm eftir fyrstu sjö sólarhringa mánaðarins. Í fyrra í apríl 2016 mældist heildarúrkoman aðeins 23,5 mm. sem var óvenju litil úrkoma. Það var snjókoma, slydda, rigning eða súld alla þessa daga og mjög úrkomusamt alla þessa daga. Mesta


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Lambadrottning og Lambakóngur.

Fríða með drottninguna og kónginn. Mynd Hulda Björk.
Fríða með drottninguna og kónginn. Mynd Hulda Björk.

Á Steinstúni við Norðurfjörð bar ærin Fríða tveim lömbum, gimbur og hrútlambi í fyrradag, eru þetta fyrstu lömbin þar. Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi kallar lömbin því lambadrottningu og lambakóng sem vonlegt er. Ærin Fríða hafði gengið við eyðibýlið Fell eða í svonefndum Fellsskriðum og náðist ekki í hús fyrr enn í byrjun nóvember ásamt fleira fé, hrútur var í þeim hóp. „Gulli segir að þetta hafi ekki komið sér á óvart því að þetta kom fram í ómskoðuninni í daginn þegar fósturvísar voru taldir, einnig segir Gulli


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2017

Flug tókst á Gjögur.

Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag um eitt leitið. Flug til Bíldudals og Gjögurs var sameinað, og fór vélin fyrst á Bíldudal og síðan á Gjögur. Það er óhætt að segja að þetta flug hafi rétt sloppið, því á meðan að verið var að afhlaða vélina fór að snjóa og talsverð snjókoma komin þegar flugvélin fór í loftið aftur. Og nú er bullandi snjókoma í hægum vindi, svona hundslappadrífa, aðeins snjóaði fyrir hádegið, en núna


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Hvalárvirkjun í Árneshreppi.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.

Álitsgerð Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Hvalárvirkjunar, 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi. Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum, svo sem fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og haugsetningu. Áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda er töluvert umfangsmikið og nær til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklu óbyggðu víðerni sem nær frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri norður að Hornbjargi.

Jafnframt liggur fyrir að framkvæmdin


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Snjókoma- Flugi aflýst.

Snjókoma,lítið skyggni.
Snjókoma,lítið skyggni.
1 af 2

Það er búin að vera bullandi snjókoma síðan í gærkvöld, eftir rigninguna og slydduna í gær. Fólk er að vona að þetta sé páskahretið sem er komið svona viku fyrir páska. Mikið dimmviðri er og nú hefur flugi verið aflýst til Gjögurs. Athugað verður með flug á morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. mars til 3. apríl 2017.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,allir í Strandasýslu.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,allir í Strandasýslu.

Einn ökumaður var kærður í vikunni fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sá var í akstri á Patreksfirði um miðjan dag þann 29. mars.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þeir voru allir í akstri í Strandasýslu.

Númeraplötur voru teknar af einu ökutæki á Ísafirði. En vanrækt hafði verið að færa það til reglulegrar skoðunar.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma meðan á akstri stóð, án þess að nota handfrjálsan búnað. Einn þessara ökumanna var ekki með öryggisbelti spennt. Þá voru aðrir tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Þessir ökumenn voru í akstri á Ísafirði, Bolungarvík og í Súðavík.

Lögreglan mun áfram gefa þessum öryggisþáttum


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2017

Veðrið í Mars 2017.

Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.
Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hæglætis og björtu veðri, fyrstu fimm dagana, léttskýjað eða jafnvel heiðskírt var og mikið um norðurljós, enn talsvert frost var. Síðan frá 6. voru norðaustlægar vindáttir með úrkomu fram til 10. Frá 11. til 15. voru suðlægar eða norðlægar vindáttir með einhverri úrkomu. Frá 16 til 21 voru hafáttir N, NA eða A, með snjókomu eða éljum og oft með nokkru frosti. Þá gerði suðlægar vindáttir, og hvassviðri 23 og 24 með stormkviðum. Þá gerði hægviðri í þrjá daga. Síðustu tvo dagana voru hægar hafáttir með súld.

Talsverð dægursveifla var á hitastigi í mánuðinum, það er, talsvert frost á nóttu en þegar sólin náði að skína þá hlýnaði talsvert yfir daginn, jörð er farin að taka við sér neðanfrá, hlýna. Talsvert frost var við jörð á nóttinni,(mælir er í 5 cm hæð við jörð.) eða í 23 daga, þótt lofthiti væri oft í tveggja metra hæð. Mesta frost við jörð fór niður í -10,6 stig þann 18.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. mars 2017

Flugi aflýst.

Áætlunarvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Áætlunarvél Ernis á Gjögurflugvelli.

Nú hefur Flugfélagið Ernir aflýst flugi til Gjögurs í dag. Súld er og lítil sem engin skýjahæð er í þokuloftinu hné skyggni. Engin farþegi var bókaður í dag með fluginu, en póstur sem átti að koma liggur fyrir sunnan, þar til næst að verður flogið. Enn ekkert verður athugað með flug á Gjögur fyrr enn á næsta


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
Vefumsjón