Lambadrottning og Lambakóngur.
Á Steinstúni við Norðurfjörð bar ærin Fríða tveim lömbum, gimbur og hrútlambi í fyrradag, eru þetta fyrstu lömbin þar. Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi kallar lömbin því lambadrottningu og lambakóng sem vonlegt er. Ærin Fríða hafði gengið við eyðibýlið Fell eða í svonefndum Fellsskriðum og náðist ekki í hús fyrr enn í byrjun nóvember ásamt fleira fé, hrútur var í þeim hóp. „Gulli segir að þetta hafi ekki komið sér á óvart því að þetta kom fram í ómskoðuninni í daginn þegar fósturvísar voru taldir, einnig segir Gulli
Meira