Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. apríl 2017 Prenta

Ekki sumarlegt um að litast.

Mynd tekin um kl: 10 í morgun. Veðurathugunarhús og Reykjaneshyrna skýjahæð 200 m.
Mynd tekin um kl: 10 í morgun. Veðurathugunarhús og Reykjaneshyrna skýjahæð 200 m.
1 af 2

Það er ekki sumarlegt hér á Ströndum sumardaginn fyrsta. Suðvestan hvassviðri í gær og núna fram á morgun, með éljum, en er núna að snúa sér í norðvestan eða norðan með éljum. Þetta eru oftast dimm og mikil él og skyggnið oft um 1 til 5 km. í þeim og skýjahæð jafnvel niður í hundrað metra. Samkvæmt framtíðaspá virðist ekki að eigi að hlýna neitt að viti fyrr en á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.

Spá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi í dag og á morgun: Norðvestan 8-13 síðdegis og él, hiti nálægt frostmarki. Lægir í kvöld og nótt, léttir til og frystir. Sunnan gola á morgun með bjartviðri og hlýnar heldur, en stöku él síðdegis. Vegagerðin segir ófært norður í Árneshrepp.

Vefurinn Litlihjalli óskar lesendum sínum gleðilegs sumars, með þökk fyrir samfylgdina í vetur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
Vefumsjón