Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2017

Flug tókst á Gjögur.

Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag um eitt leitið. Flug til Bíldudals og Gjögurs var sameinað, og fór vélin fyrst á Bíldudal og síðan á Gjögur. Það er óhætt að segja að þetta flug hafi rétt sloppið, því á meðan að verið var að afhlaða vélina fór að snjóa og talsverð snjókoma komin þegar flugvélin fór í loftið aftur. Og nú er bullandi snjókoma í hægum vindi, svona hundslappadrífa, aðeins snjóaði fyrir hádegið, en núna


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Hvalárvirkjun í Árneshreppi.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.

Álitsgerð Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Hvalárvirkjunar, 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi. Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum, svo sem fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og haugsetningu. Áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda er töluvert umfangsmikið og nær til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklu óbyggðu víðerni sem nær frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri norður að Hornbjargi.

Jafnframt liggur fyrir að framkvæmdin


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Snjókoma- Flugi aflýst.

Snjókoma,lítið skyggni.
Snjókoma,lítið skyggni.
1 af 2

Það er búin að vera bullandi snjókoma síðan í gærkvöld, eftir rigninguna og slydduna í gær. Fólk er að vona að þetta sé páskahretið sem er komið svona viku fyrir páska. Mikið dimmviðri er og nú hefur flugi verið aflýst til Gjögurs. Athugað verður með flug á morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. mars til 3. apríl 2017.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,allir í Strandasýslu.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,allir í Strandasýslu.

Einn ökumaður var kærður í vikunni fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sá var í akstri á Patreksfirði um miðjan dag þann 29. mars.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þeir voru allir í akstri í Strandasýslu.

Númeraplötur voru teknar af einu ökutæki á Ísafirði. En vanrækt hafði verið að færa það til reglulegrar skoðunar.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma meðan á akstri stóð, án þess að nota handfrjálsan búnað. Einn þessara ökumanna var ekki með öryggisbelti spennt. Þá voru aðrir tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Þessir ökumenn voru í akstri á Ísafirði, Bolungarvík og í Súðavík.

Lögreglan mun áfram gefa þessum öryggisþáttum


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2017

Veðrið í Mars 2017.

Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.
Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hæglætis og björtu veðri, fyrstu fimm dagana, léttskýjað eða jafnvel heiðskírt var og mikið um norðurljós, enn talsvert frost var. Síðan frá 6. voru norðaustlægar vindáttir með úrkomu fram til 10. Frá 11. til 15. voru suðlægar eða norðlægar vindáttir með einhverri úrkomu. Frá 16 til 21 voru hafáttir N, NA eða A, með snjókomu eða éljum og oft með nokkru frosti. Þá gerði suðlægar vindáttir, og hvassviðri 23 og 24 með stormkviðum. Þá gerði hægviðri í þrjá daga. Síðustu tvo dagana voru hægar hafáttir með súld.

Talsverð dægursveifla var á hitastigi í mánuðinum, það er, talsvert frost á nóttu en þegar sólin náði að skína þá hlýnaði talsvert yfir daginn, jörð er farin að taka við sér neðanfrá, hlýna. Talsvert frost var við jörð á nóttinni,(mælir er í 5 cm hæð við jörð.) eða í 23 daga, þótt lofthiti væri oft í tveggja metra hæð. Mesta frost við jörð fór niður í -10,6 stig þann 18.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. mars 2017

Flugi aflýst.

Áætlunarvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Áætlunarvél Ernis á Gjögurflugvelli.

Nú hefur Flugfélagið Ernir aflýst flugi til Gjögurs í dag. Súld er og lítil sem engin skýjahæð er í þokuloftinu hné skyggni. Engin farþegi var bókaður í dag með fluginu, en póstur sem átti að koma liggur fyrir sunnan, þar til næst að verður flogið. Enn ekkert verður athugað með flug á Gjögur fyrr enn á næsta


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. mars 2017

Kynning á drögum að aðalskipulagsbreytingu vegna Hvalárvirkjunar.

Vatnamælingahús við Hvalá. Mynd Vesturverk.
Vatnamælingahús við Hvalá. Mynd Vesturverk.
1 af 2

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Drög að skipulagsbreytingu verða til sýnis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði þann 6. apríl n.k. á milli kl. 20 – 21 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis í Kaupfélaginu í Norðurfirði á opnunartíma þess, frá kl. 11 til 15 fram til 18. apríl, og aðgengileg á heimasíðu hreppsins, www.arneshreppur.is.

Skipulags- og matslýsing fyrir verkefnið var auglýst í desember 2016. Þar er gert ráð fyrir að gildandi aðalskipulagi verði breytt og nýtt deiliskipulag unnið fyrir Hvalárvirkjun. Ákveðið hefur verið að fresta meginhluta breytinganna sem kynnt eru í lýsingunni og gera aðeins þær breytingar sem þarf til að hægt verði að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar. Deiliskipulag fyrir sömu þætti verður unnið samhliða gerð aðalskipulagsbreytingarinnar. Að


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. mars 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27. mars. 2017.

Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi.
Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum féll snjóflóð í botni Súgandafjarðar að kveldi 21. mars sl. Fjórir fjallaskíðamenn voru þar á ferð. Þrír þeirra urðu fyrir flóðinu en komust sjálfir út úr því og hlutu ekki alvarlega áverka, utan einn var fluttur á sjúkrahús og mun hafa meiðst á fæti. Snjóflóðahætta er ekki í byggð á Vestfjörðum en hins vegar er hún talin töluverð til fjalla, utan byggðar. Útivistarfólk er hvatt til að gæta varúðar og fylgjast með spám á heimasíðu Veðurstofu Íslands, sjá hlekkinn hér http://www.vedur.is/#syn=snjoflod

Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi, í Bolungarvíkurgöngum og á Ísafirði.

Alls hafði lögreglan afskipti af fjórum ökumönnum sem ekki voru með ökuréttindi í lagi. Einn þessara ökumanna hafði verið sviptur ökuréttindum en ók þrátt fyrir það. Þungar refsingar eru við slíku broti. Hinir voru með útrunnin ökuréttindi. Þessir ökumenn voru stöðvaðir í Strandasýslu í Ísafjarðarbæ og í Vesturbyggð.

Tilkynnt var um eitt vinnuslys í vikunni,


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. mars 2017

Verktaki úr Hrútafirði við snómokstur fyrir sunnan.

Hannes við snjómokstur. Mynd frá Hannesi.
Hannes við snjómokstur. Mynd frá Hannesi.
1 af 3

Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði á Ströndum í snjómokstur sökum mikilla snjóalaga eftir miklu snjókomuna seint í febrúar fyrir sunnan. Það var Hannes Hilmarsson bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði sem kallaður var til, til að hreinsa vegi og vegkanta. Eftir að Hannes var komin með tækin suður yfir heiðar fór hann að hreinsa, og blása með traktor með snjóblásara við suðurenda Hvalfjarðaganga við vegkanta beggja vegna og til Reykjavíkur og út frá Reykjavík, mest allt var unnið á nóttinni í um vikutíma.

Hannes er með miklar og góðar vinnuvélar, traktor, snjóblásara, beltagröfu og margt fleyra og er vinsæll hjá Vegagerðinni sem verktaki fyrir vönduð vinnubrögð. Hann vinnur oft mikið fyrir Vegagerðina á Hólmavík


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. mars 2017

Loksins gráð á sjónum.

Loksins er gráð á sjónum.
Loksins er gráð á sjónum.
1 af 2

Loksins er nú gráð á sjónum eftir suðvestan storminn í gærkvöldi og í nótt. Fuglarnir fá að njóta sín vel núna á sjónum, en fljótt verður sjólítið aftur þegar hvessir. Rigning var fyrst í morgun, núna á ellefta tímanum er komin slydda og sem mun síðan breytast í snjókomu, þegar kólnar meira.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands.: Suðvestan 8-13 m/s og lítilsháttar snjókoma,


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Húsið fellt.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón