Sjónvarp í fjárhúsunum.
Í Litlu-Ávík í Árneshreppi var sett upp sjónvarp í fjárhúsin þar nú rétt fyrir sauðburð. Jón Guðbjörn sem er vaktmaður í fjárhúsunum í sauðburðinum hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda, hafði hugsað sér að gera þetta í nokkur ár, og nú varð loksins af þessu. Jón keypti 32 tommu tæki og fékk Þórólf Guðfinnsson til að smiða loftnetsfestingu á hlöðuþakið. Síðan setti Þórólfur loftnet upp, og lagði kapal niður í fóðurganginn í fjárhúsin, þar sem sjónvarpið er upp á gömlum skáp, og sá um að tengja þetta allt.
Nú er hægt að horfa á sjónvarp
Meira