Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hæglætis og björtu veðri, fyrstu fimm dagana, léttskýjað eða jafnvel heiðskírt var og mikið um norðurljós, enn talsvert frost var. Síðan frá 6. voru norðaustlægar vindáttir með úrkomu fram til 10. Frá 11. til 15. voru suðlægar eða norðlægar vindáttir með einhverri úrkomu. Frá 16 til 21 voru hafáttir N, NA eða A, með snjókomu eða éljum og oft með nokkru frosti. Þá gerði suðlægar vindáttir, og hvassviðri 23 og 24 með stormkviðum. Þá gerði hægviðri í þrjá daga. Síðustu tvo dagana voru hægar hafáttir með súld.
Talsverð dægursveifla var á hitastigi í mánuðinum, það er, talsvert frost á nóttu en þegar sólin náði að skína þá hlýnaði talsvert yfir daginn, jörð er farin að taka við sér neðanfrá, hlýna. Talsvert frost var við jörð á nóttinni,(mælir er í 5 cm hæð við jörð.) eða í 23 daga, þótt lofthiti væri oft í tveggja metra hæð. Mesta frost við jörð fór niður í -10,6 stig þann 18.
Mæligögn:
Meira