Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. maí 2017 Prenta

Sjónvarp í fjárhúsunum.

Loftnetið á hlöðuþakinu.
Loftnetið á hlöðuþakinu.
1 af 2

Í Litlu-Ávík í Árneshreppi var sett upp sjónvarp í fjárhúsin þar nú rétt fyrir sauðburð. Jón Guðbjörn sem er vaktmaður í fjárhúsunum í sauðburðinum hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda, hafði hugsað sér að gera þetta í nokkur ár, og nú varð loksins af þessu. Jón keypti 32 tommu tæki og fékk Þórólf Guðfinnsson til að smiða loftnetsfestingu á hlöðuþakið. Síðan setti Þórólfur loftnet upp, og lagði kapal niður í fóðurganginn í fjárhúsin, þar sem sjónvarpið er upp á gömlum skáp, og sá um að tengja þetta allt.

Nú er hægt að horfa á sjónvarp þegar tími er til á vaktinni og rólegt er, einnig að hlusta á útvarp eða hvað sem fólk á vaktinni vill hlusta á. „Þetta er gott að geta fylgst með fréttum og veðri, veðurspá og fleiru ef tími er til segir Jón.“

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Síðasti veggurinn feldur.
Vefumsjón