Mynd Rúv. Karl Sigtryggsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Hólmavíkur rétt eftir hádegi til að sækja mann sem slasaðist á vélhjóli. Ekki er vitað um ástand hins slasaða að svo stöddu.
Tilkynning barst klukkan 12:25 um slys á Sléttuvík, norðan við Drangsnes, á Vestfjörðum, þegar karlmaður á vélhjóli hafnaði utan vegar. Líklegt er talið að viðkomandi hafi lent í lausamöl.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var þyrla Landhelgisgæslunnar send til að ná í manninn og var hann sóttur til Hólmavíkur.
Þyrlan lenti í Reykjavík rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ekki vitað um ástand mannsins að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Rúv.