Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. mars 2017
Prenta
Suðvestan eða sunnan hvassviðri. Hlínar og kólnar.
Hvassviðri verður í dag af suðri og síðan suðvestri með miklum hitasveiflum, það er kólnar og hlínar á víxl. Það gæti náð því í dag að þennan litla snjó taki upp á láglendi við sjóinn í dag áður en kólnar aftur. Suðlægar áttir verða svo ríkjandi áfram.
Annars er veðurspáin svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun.: Sunnan 15-23 og rigning eða slydda með köflum, hiti 2 til 7 stig. Snýst í suðvestan 13-20 undir kvöld með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Hægari um hádegi á morgun, en sunnan 13-20 og rigning annað kvöld. Hlýnar í veðri.