Vefurinn Litlihjalli.is hættir á áramótum.
Tilkynning frá Jóni Guðbirni Guðjónssyni vefstjóra og eiganda www.litlihjalli.is :
Vefurinn litlihjalli hefur verið rekin allt frá desember 2003, þá fyrst sem bloggsíða og síðan fréttasíða úr Árneshreppi á Ströndum. Nú um áramót verður fréttaskrifum hætt og vefnum lokað. Og einnig lokast fyrir netfangið litlihjalli@litlihjalli.is Vefurinn hefur alltaf verið vistaður hjá Snerpu ehf á Ísafirði. Jón Guðbjörn vill segja þetta um lokun vefsins: „Ég vil byrja á að þakka tölvu og netþjónustufyrirtækinu Snerpu fyrir frábæra þjónustu frá byrjun. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem hafa auglýst á vefnum og sérstaklega Hótel Djúpavík sem var fljótlega með auglýsingu á vefnum og þeim hjá Rjómabúinu Erpsstöðum sem hafa verið í nokkur ár með eina stærstu auglýsinguna. Öllum hinum vil ég þakka kærlega fyrir. Enn fremur er sveitarfélaginu Árneshreppi
Meira