Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2015

Ferðin heim.

Sýnd í sjónvarpinu annað kvöld kl:20:20.
Sýnd í sjónvarpinu annað kvöld kl:20:20.

Heimildarmyndin Ferðin heim verður sýnd í Sjónvarpi RÚV klukkan 20.20 annað kvöld þriðjudagskvöldið 29 desember.

Íslensk heimildarmynd um mannlífið og náttúruna á einum afskekktasta stað Íslands; Árneshreppi á Ströndum. Í myndinni leiðir María Guðmundsdóttir ljósmyndari áhorfendur inn í daglegt líf fólks í hreppnum á árunum 2009-2014. Dagskrárgerð:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. desember 2015

Rafmagn fór af Ströndum í morgun.

Frá Geiradal. Mynd OV.
Frá Geiradal. Mynd OV.

Rafmagn fór af Hólmavíkurlínu í morgun um 09:30 í um klukkustund á meðan að varaafl var keyrt upp á Hólmavík hjá Orkubúi Vestfjarða. Bilun reyndist í endamúffu í Geiradal. Eitthvað gekk seinna að koma rafmagni á í Bitru og í Kollafirði. Dísilvél var stöðvuð á Hólmavík um kaffileitið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. desember 2015

Gleðileg jól.

Gleðileg jól.
Gleðileg jól.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. desember 2015

Vefurinn Litlihjalli.is hættir á áramótum.

Litlihjalli.is hættir um áramótin.
Litlihjalli.is hættir um áramótin.
1 af 2

Tilkynning frá Jóni Guðbirni Guðjónssyni vefstjóra og eiganda www.litlihjalli.is :

Vefurinn litlihjalli hefur verið rekin allt frá desember 2003, þá fyrst sem bloggsíða og síðan fréttasíða úr Árneshreppi á Ströndum. Nú um áramót verður fréttaskrifum hætt og vefnum lokað. Og einnig lokast fyrir netfangið litlihjalli@litlihjalli.is Vefurinn hefur alltaf verið vistaður hjá Snerpu ehf á Ísafirði. Jón Guðbjörn vill segja þetta um lokun vefsins: „Ég vil byrja á að þakka tölvu og netþjónustufyrirtækinu Snerpu fyrir frábæra þjónustu frá byrjun. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem hafa auglýst á vefnum og sérstaklega Hótel Djúpavík sem var fljótlega með auglýsingu á vefnum og þeim hjá Rjómabúinu Erpsstöðum sem hafa verið í nokkur ár með eina stærstu auglýsinguna. Öllum hinum vil ég þakka kærlega fyrir. Enn fremur er sveitarfélaginu Árneshreppi


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2015

Mikill póstur í dag.

Það var mikill póstur í dag í Árneshrepp.
Það var mikill póstur í dag í Árneshrepp.

Flogið var í dag í ágætisveðri á Gjögur. Þetta var næstsíðasta flug fyrir jól hjá Flugfélginu Ernum, en síðasta flug fyrir jól verður þriðjudaginn 22 desember. Mikil bréfapóstur og pakkapóstur kom að sunnan í þessari ferð og því nóg að gera á pósthúsinu 524 Árneshreppi. Þau Nanna V Harðardóttir og Jón G Guðjónsson höfðu því nóg að gera í að sortera póst og Jón G síðan að koma pósti og pökkum á heimili Árneshreppsbúa. Það verður varla


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. desember 2015

Rafmagnstruflanir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða: Geiradalslína, lína milli Glerárskóga og Geiradals leysti út. Straumlaust varð á norðanverðum vestfjörðum í skamma stund vegna þessa eða þar til dísilvélar í Bolungarvík fóru í gang. Unnið er að greiningu. Rafmagn fór af í Árneshreppi sem og annarsstaðar í tæpan klukkutíma.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2015

Nýr verslunarstjóri.

Nanna Vilborg Harðardóttir verslunarstjóri.
Nanna Vilborg Harðardóttir verslunarstjóri.

Nanna Vilborg Harðardóttir tók við sem nýr verslunarstjóri við útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði þann 3. nóvember, hún kemur að vestan. Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum sem var þar verslunarstjóri frá 22. september 2014 og fram til 31. ágúst síðastliðin hætti. Eftir það og fram til að Nanna tók við voru afleysingarfólk sem hljóp í skarðið ef svo má sega, en það voru þau Davíð Már Bjarnason og Sigrún Sverrisdóttir, en hún hefur verið í hlutastarfi á skrifstofu hreppsins. Árneshreppsbúar


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Foktjón á Steinstúni.

Þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum.
Þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum.
1 af 2

Nokkurt foktjón varð á Steinstúni hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda þar í austanóveðrinu sem var í nótt og fram á morgun. Hlið úr gömlum fjárhúsum fauk inn og þakið féll niður að miklum hluta á því. Nokkrar kindur voru þar til bráðbrigða en þær klemmdust á milli að einhverjum hluta en náðust óskaddaðar úr brakinu. Einnig fuku þrjár þakplötur af stærri fjárhúsunum og hurfu út í buskann. Um eitt og hálft ár er síðan að skipt var um þakjárn á þeim húsum. Þá einnig losnaði að hluta veggklæðning á íbúðarhúsinu þar. „Guðlaugur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 16.30. Stjórnandi: Ágota Joó Einsöngur: Þóra Einarsdóttir: Píanó: Vilberg Viggósson: Hugvekja: Ingibjörg Ágústsdóttir frá Steinstúni. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn hátíðargesta, 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð innifalið. Miðaverð í forsölu er 3.500 kr.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2015

Vond veðurspá.

Úr myndasafni. OV á von truflunum á rafmagni.
Úr myndasafni. OV á von truflunum á rafmagni.

Í ljósi vondrar veðurspár má búast við truflunum á rafmagni í kvöld og til morguns. Spáð er ofsaveðri eða jafnvel fárviðri og er vaxandi vindálag á línur á Vestfjörðum í kvöld og viðvarandi til morguns.   Hjá Orkubúi Vestfjarða hefur verið farið yfir allan viðbúnað og er hann eins góður og kostur er.

Gangi veðurspá eftir geta línur slitnað og staurar brotnað. Í þéttbýli er nægjanlegt varaafl fyrir raforkukerfið en bili rafmagnslínur í dreifbýlinu mega notendur búast við að vera án rafmagns þar til unnt er að komast til viðgerða, sem samkvæmt veðurspá verður vart fyrr en síðdegis á morgun.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón