Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Jólatrésskemmtun.

Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa á laugardag.
Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa á laugardag.

Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa verðu haldin laugardaginn 28. nóvember 2015 kl. 14:00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjulundi 3, Garðabæ, á sama stað og í fyrra. Á boðstólum verða veitingar fyrir bæði börn og fullorðna. Aðgangseyrir er 2.000,- kr., frítt fyrir börn undir fermingu.
Það verður góð


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Vindstefnumælir bilaður.

Vindmælirinn er á mastri á flugstöðvarbyggingunni.
Vindmælirinn er á mastri á flugstöðvarbyggingunni.

Á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli  hjá Veðurstofu Íslands er vindstefnan biluð, mælirinn sýnir alltaf Norðanátt. Vindhraði virðist í lagi og hitastig og einnig rakastigið. Veðurstofan sendir mann til að skipta út mælinum við fyrsta tækifæri, en það þarf að vera hægur vindur til að fara upp í mælinn. Mælrinn bilaði þriðjudaginn 24 nóvember. Fólk er beðið að taka ekki mark á vindstefnunni á


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Flugi aflýst á Gjögur.

Ein áætlunarvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein áætlunarvéla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs, enda er Norðaustan 17 m/s til 22 m/s og snjókoma og lítið sem ekkert skyggni hné skýjahæð. Áfram er spáð hvössum vindi með snjókomu eða éljum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þarf að aflýsa flugi sem af er vetri. Næst


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. nóvember 2015

Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna 2015.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur enn á ný ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum.
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur enn á ný ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur enn á ný ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 3.000.000.- krónur.

Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 12. desember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í byrjun janúar 2016.

Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur"


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2015

Á hjara veraldar komin út hjá Vestfirska forlaginu.

Á hjara veraldar eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
Á hjara veraldar eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
1 af 2

Á hjara veraldar Heimildasögur nefnist bók sem er nýkomin út hjá Vestfirska forlaginu.

Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni tók saman:

Það var enginn barnaleikur að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Þar voru Hornstrandir  og nágrenni líklega sér á báti. Eitt var það sem ekki varð undan vikist, og það var að flytja lík til greftrunar. Það var líka þung kvöð sem lá á fólki að sækja kirkju og taka þátt í helgihaldi safnaðarins, en fjarlægðin og óblíð náttúra bönnuðu.

   Í Þjóðskjalasafni Íslands hafa nýlega komið í leitirnar meira en tveggja alda gömul skjöl, sem hafa legið þar óhreyfð öll þessi ár. Bréfin greina frá viðskiptum og kærumálum á hendur Jóni Árnasyni bónda í Skjaldabjarnarvík á Ströndum við kirkjunnar þjóna vegna „kirkjuforsómunar,“ sem prestarnir nefndu svo, og gengu alla leið til Skálholtsbiskups. Þar fundust líka bréf frá sama tíma, vegna eftirmála, sem urðu útaf greftrun Hallvarðs Hallssonar, þá húsmanns í Skjaldabjarnarvík,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. nóvember 2015

Kór Átthagafélags Strandamanna með bingó.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur bingó laugardaginn 14. nóvember kl. 14.30 í Húsnæði Ístaks, Bugðufljóti 19, Mosfellsbæ. Spjaldið kostar 500 kr. Veglegir vinningar í boði. Einnig verður tombóla, basar og kaffisala. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kór félagar


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2015

Skúli mennski snýr aftur á Strandirnar föstudaginn 13. nóvember.

Skúli mennski.
Skúli mennski.

Föstudaginn 13. nóvember mun ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli mennski snúa aftur á Strandirnar og skemmta eins og honum einum er lagið. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl. 20:00 en Skúli stígur á svið um klukkutíma síðar. Miðaverð er 2000 kr. og barinn opinn hjá vertunum á Malarkaffi sem að þessu sinni bjóða upp á færeyskan bjór á sérstöku tilboðsverði.

Með Skúla í för verður bandaríski tónlistarmaðurinn Kyle Woolard en hann  er forsprakki hljómsveitarinnar The Anatomy of Frank sem hefur sótt Ísland heim síðustu ár til þess að taka þátt í Airwaves ævintýrinu. Sveitin var stofnuð árið 2011 og hefur sent


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2015

Tara góður leiðsöguhundur.

Tara við hellismunnan. Mynd Árni B S.
Tara við hellismunnan. Mynd Árni B S.
1 af 5

Það hefur sínt sig að hundurinn Tara heimilishundurinn í Litlu-Ávík hefur staðið sig vel sem leiðsöguhundur út í Dugguholu og í Þórðarhelli. Þaulvant ferðafólk sem fór út í Þórðarhellir í sumar, sagðist aldrei hafa vitað um hund sem leiðbeinir svona vel. Gengið er frá Litlu-Ávík í Norðaustur út á svonefnd Nes og síðan út á Lambanes þar sem Dugguhola er, en Dugguhola er sjávarhellir þar sem myndast mikið skvamp og drunur í vissum sjógangi, og einnig segir sagan það að gat eigi að vera þaðan upp í svonefndan Mýrarhnjúk sem er sérstakur hnjúkur við Mýrarhnjúksvatn, en upp á hnjúknum er þúfa og maður hafi átt að stinga staf sínum niður í þúfuna og stafurinn fundist við Dugguholu. Tara hafi gengið með fólkið fyrst út á Lambanestangann og lagst niður þar sem hægt er að horfa inn í sjávarhellismunnan. Síðan hélt Tara áfram sem leið liggur út í Þórðarhellir og leit oft við til að athuga hvort fólkið fylgdi ekki á efir, og síðan að hellismunnanum. Þórðarhellir er austarlega í Rykjaneshyrnu


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2015

Sex veðurathugunarmönnum sagt upp á Veðurstofunni.

Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfréttir á RÚV Rás 1. Frá VÍ.
Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfréttir á RÚV Rás 1. Frá VÍ.

Eins og segir í frétt á vef Veðurstofu Íslands 03-11-2015. Tölvarar kvaddir sem eru, og voru veðurathugunarmenn í Reykjavík einnig, eins og við veðurathugunarmenn út á landi, en höfðu svo meira starf, eins og að lesa veðurfréttir í útvarpi og svara fyrirspurnum um ýmislegt, og tala nú ekki um ísárin sem þetta góða fólk var á vaktinni þá var sko nóg að gera,að taka á móti ísfréttum og slíku bara í gegnum síma, því þá var engin tölvupóstur til, varð bara að taka á móti hafísfréttum frá veðurathugunarmönnum í gegnum síma og skrifa allt niður og lesa í útvarp ísfréttir með veðurfréttum á eftir þeim eða á undan ef þær voru mjög áreiðanlegar (forskot) .

Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður til tuttugu ára í Litlu-Ávík segir þetta alveg svakalegt að sjá svona fólki með mikla starfsreynslu sagt upp fyrir einhverjar breytingar. Veðurstofa Íslands getur ekki annað en misst svakalega reynslu af störfum þessa fólks. Sumt af þessum sex voru


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. nóvember 2015

Veðrið í Október 2015.

Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Ýmsar vindáttir voru í byrjun mánaðar, suðlægar, austlægar eða breytilegar vindáttir með frekar hægum vindi en nokkurri úrkomu fram til 13. Enn eftir það voru ákveðnar suðvestlægar vindáttir fram til 18. og síðan sunnan og suðaustan fram til 20. Þá gekk í ákveðna norðaustanátt fram til 26, og kólnandi veðri með snjóéljum, og urðu fjöll þá alhvít í fyrsta sinn og alhvítt á láglendi einnig. Eftir það voru suðlægar eða austlægar vindáttir og eða breytilegar út mánuðinn, sérlega fallegur dagur þann 31. með léttskýjuðu og eða heiðskíru veðri. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur.

Hvassviðri og eða stormur var af suðvestri 16 og 17, vindur náði 34 m/s í kviðum þann 16 og 35 m/s þann 17 í kviðum.

Mikið var um Norðurljós um kvöldið þann 6. og nutu magrir hverjir Árneshreppsbúar þess eftir vætutíð undanfarna daga, loks þegar stytti upp þann daginn og birti til seinni parts dags. Einnig var mikil Norðurljósadýrð þann 7. Norðurljós voru reyndar oftar í mánuðinum.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
Vefumsjón