Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017
Prenta
Setti jólatré við Kaffi Norðurfjörð.
Alltaf er Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður frá Ísafirði jafn hugulsamur um Árneshrepp. Nú rétt fyrir nýliðin jól kom hann færandi hendi og setti jólatré á stéttina við Kaffi Norðurfjörð og setur þetta skemmtilegan svip þar sem fólk keyrir að Kaupfélaginu. Hver man ekki eftir því þegar hann gaf hljóðkerfi í félagsheimili hreppsbúa. Kristján Andri á sumarhús í Norðurfirðinum í Steinstúnslandi rétt við svonefnt Síki, einnig gerir Kristján mikið út frá Norðurfirði. Það eru margir hreppsbúar sem hafa haft á orði hvað tréið setur mikinn svip á kaupfélagsplanið. Frétt um hljóðkerfið 2013.