Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017
Prenta
Rafmagnslaust í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli.
Rafmagnslaust hefur verið í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli frá því aðfaranótt gamlársdags. Nú eru Orkubúsmenn að vinna í að gera við og búið er að finna bilunina um 2,7 km neðan við spennistöðina í Ávíkurdal. Orkubúið er komin með beltagröfu til að grafa niður á jarðstrenginn eftir að búið var að finna bilunina með sérstökum leitartækjum. Eini staðurinn hér í Árneshreppi sem missti net og GSM- samband var Hótel Djúpavík, en heimilissími var í lagi. Starfsmaður Orkubúsins sagði við fréttamann rétt áðan að rafmagn ætti að komast á fjarskiptastöðina með kvöldinu ef allt fer sem horfir. Uppfært kl. 18:10. Rafmagn komst á fjarskiptastöðina á Finnbogastaðafjalli kl. 18:00.