Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. september 2015

19. Vitavörðum sagt upp - 7 eftir.

Gjögurviti er ennþá með eftirlitsmann.
Gjögurviti er ennþá með eftirlitsmann.

Í mars síðastliðinn voru nítján vitvörðum sagt upp sem voru með tímavinnusamninga og tóku þær uppsagnir gildi fyrsta júlí síðastliðin. Nú eru tveir vitaverðir eftir í hlutastarfi hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar, það er á Bjargtöngum og í Dyrhólaey. Við vitana í Grímsey, Vestmannaeyjum, Sauðnesvita, Dalatanga og Gjögurvita eru vitaverðir með tímavinnusamninga. Þannig að Gjögurviti er með mannað eftirlit áfram. Góð frétt


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. september 2015

Jarðstrengur lagaður í Ávíkurá.

Grafa brýtur niður í klöppina.
Grafa brýtur niður í klöppina.
1 af 2

Orkubúið á Hólmavík byrjaði á föstudaginn var að grafa niður rafmagnsjarðstrenginn í Ávíkurá, þar sem áin ruddi ofan af  honum í miklu vatnsflóðunum 28. ágúst síðastliðinn. Jarðstrengurinn slitnaði ekki en áin ruddi langt undir hann, þannig að strengurinn var sumstaðar á lofti. Nú voru brotnar klappir til að koma strengnum lengra niður. Klárað var í dag að koma jarðstrengum niður og moka yfir hann.

Þeir hjá Orkubúinu voru búnir fyrir helgi að taka loftlínuna og gömlu rafmagnsstaurana niður á Gjögursvæðinu.

Nú í vikunni verður lagt rafmagn


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. september 2015

Rafmagn lagt í jörð á Gjögursvæðinu.

Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
1 af 4

Orkubú Vestfjarða hefur nú undanfarna daga verið að leggja rafmagnsstreng í jörð til Gjögurs út á Gjögurflugvöll og Gjögurvita, einnig að Grænhóli og sumarhúsið Nátthaga við Víganes og á Víganes. Áður var búið að leggja jarðstreng til Kjörvogs.  Allt er lagt með þriggja fasa strengjum. Nú verður allt rafmagn í jörðu frá Kjörvogi um Gjögursvæðið og norður til Norðurfjarðar.

Það sem eftir er að leggja í jörð, það er frá Norðurfirði og til Krossness og að sundlauginni og að Felli, einnig að Munaðarnesi, þar er allt loftlínur. Einnig eru loftlínur frá Trékyllisvík yfir Skörð um Reykjarfjörð og til Djúpavíkur, síðan er hluti Trékyllisheiðar en með loftlínu. Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. september 2015

Harmonikku og gítarleikur í Melarétt.

Hilmar Hjartarson.
Hilmar Hjartarson.
1 af 3

Hilmar Hjartarson frá Steinstúni er duglegur að koma í réttir í sinni gömlu heimasveit. Alltaf er Harmonikkan með í för og Hilmar mætti í dag í Melarétt sem svo oft áður og þandi harmonikkuna í réttunum. Einnig kom Ágúst Guðmundsson sem ættaður er frá Kjós við Reykjarfjörð og spilaði á gítar. Margir góðir söngmenn eru í Árneshreppi og var vel tekið undir við harmonikku og gítar leik þeirra félaga Hilmars og Gústa,  og ekki var verra að leitarpelinn var tekin upp, söngvatnið farið að renna um æðar manna.

Hér kemur smá vísa sem ber nafnið:  Ég nestispoka á baki ber.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. september 2015

Heimasmalanir byrjuðu um helgina.

Fé rekið heim í Litlu-Ávík.
Fé rekið heim í Litlu-Ávík.
1 af 2

Um síðustu helgi byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín. Á laugardaginn 5. september voru smalaðir Árnesdalurinn og Bæjardalurinn og Skörðin, rekið inn í Árnesi og í Bæ. Í gær var smalað á Kjörvogi og Reykjanesströndin og Hyrnan til Litlu- Ávíkur í dag. Á morgun verður smalað frá Ávikurdal og Stóra- Ávíkurland og til Finnbogastaða.  Á Melum verður smalað á miðvikudag eða á fimmtudag. Norðar í hreppnum verður smalað eftir fyrri leitir sem eru á föstudaginn 11 og laugardaginn 12 september, það er Ófeigsfjarðasvæðið. Miðað


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. september 2015

Seinni bifreiðaskoðun á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja.

Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni bifreiðaskoðun á Hólmavík dagana 7. og  8. september 2015. Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga. Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð. Tekið er á móti öllum helstu greiðslukortum (kredit og debet). Símar í skoðunarbílnum eru 570-9214 og 8933900. Einnig er minnt á skoðunarstöð Frumherja í Búðardal.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. september 2015

Veðrið í Ágúst 2015.

Miklar skriður féllu á vegi í þessum hamförum 28 ágúst. Frá Kjörvogshlíð.
Miklar skriður féllu á vegi í þessum hamförum 28 ágúst. Frá Kjörvogshlíð.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með þessum hefðbundnu hafáttum eins og hafa verið í sumar, fram til tíunda. Þá loks þann 11 gerði suðlæga vindátt loks með sæmilegum hita, sem varði aðeins þann dag, þá gerði norðaustan aftur með kaldara veðri. Eftir það voru suðlægar vindáttir eða breytilegar fram til nítjánda. Frá 20. og fram til 29. voru norðlægar vindáttir með rigningu. Enn gífurleg rigning var þ.21 og 22, og síðan úrhelli þ.27 og 28. Síðustu tvo dagana voru suðlægar vindáttir með hlýindum og mikið til þurru veðri.

Gífurlegar vegaskemmdir urðu í mánuðinum, eftir úrhellisrigningar aðallega frá fimmtudeginum 27. og á föstudaginn 28. Miklar skriður féllu á vegi í Árneshreppi í miklum vatnavöxtum, mest á Kjörvogshlíð inn með Reykjarfirði, á veginn til Norðurfjarðar, á Munaðarneshlíð og Fellshlíð, og reindar allstaðar í hreppnum, þar sem skriður gátu fallið. Óvenju úrkomusamt var í þessum mánuði í Árneshreppi.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2015

Fyrsta áætlunarflug eftir framkvæmdir á Gjögurflugvelli.

Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
1 af 5

Í dag 1 september var fyrsta áætlunarflug  Ernis á Gjögurflugvöll eftir að klæðning var sett á flugbrautina. Engin ljós eru komin á brautina en búið að merkja hana. Nú í september mun Flugfélagið Ernir fljúga einungis einu sinni í viku og það á þriðjudögum, (takið eftir breytt áætlun frá því í vor.) En í október verður flogið tvisvar í viku þá á þriðjudögum og á föstudögum. Póstur mun nú koma aftur með áætlunarvélinni á þriðjudögum og með Strandafrakt á miðvikudögum eins og verið hefur út september.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. ágúst 2015

Jarðföll.

Jarðföll í Reykjaneshyrnu.
Jarðföll í Reykjaneshyrnu.
1 af 2

Nokkuð var um að féllu spildur víða úr fjöllum í þessum miklu vatnavöxtum þann 28. Ágúst, enn ullu ekki tjóni á mannvirkjum aðeins gróðri. Myndatökumaður Litlahjalla hefur aðeins tekið myndir af þessum jarðföllum, í Reykjaneshyrnu vestanmegin, Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík segist ekki muna eftir að svona spildur hafi fallið fyrr þarna, en það hefur skeð norðaustar í Hyrnunni fyrir ofan svonefnt Lambanes. Einnig hefur fallið úr Örkinni að norðanverðu á nokkrum stöðum, sem er ekki vanalegt á svo mörgum stöðum en hefur náð að bænum Gíslabala


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Skriður á Kjörvogshlíð.

Rétt innan við Kjörvog.
Rétt innan við Kjörvog.
1 af 11

Það er engu líkara enn Kjörvogshlíðin hafi hlaupið fram meira og minna. Það er skriða við skriðu, sumar litlar aðrar mjög stórar og eða þá spýjur á milli. Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir. Nú um hálf tvö í dag tókst Vegagerðinni að komast í gegn um þessar skriður, en mikil vinna er fyrir höndum næsu daga að hreinsa þetta allt saman. Þetta eru miklar skriður miðað við það sem er norður frá, enda Kjörvogshlíðin þekkt fyrir skriðföll og snjóflóð, en þvílíkt og annað eins.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
Vefumsjón