Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. ágúst 2015

Kaffi Norðurfjörður lokar.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
1 af 2

Nú eru þær stöllur, Lovísa og Sara að ganga frá og loka á Kaffi Norðurfirði. „ Þær sega sumarið hafa verið allsæmilegt þrátt fyrir þessa leiðindu tíð í sumar, nóg af ferðafólki bæði íslenskum sem erlendum. Sara og Lovísa hafa séð um allan mat fyrir starfsfólk Borgarverks á meðan á framkvæmdum stóð á Gjögurflugvelli. Þær tóku kaffistaðin á leigu til þriggja ára en með uppseganlegum samning. Þær reikna nú með að verða með Kaffi Norðurfjörð næsta sumar, og vonandi verði betra og hlýrra veður þá með blóm í haga. Okkur hefur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. ágúst 2015

Búið að leggja slitlagið.

Klæðning á planinu við kaupfélagið.
Klæðning á planinu við kaupfélagið.
1 af 2

Í gær tókst Borgarverki ehf að leggja seinni umferðina á þessa vegaspotta í Árneshreppi fyrir Vegagerðina nema við Hótel Djúpavík, þar er einungis komið fyrra lagið, það tókst ekki í gær vegna bleytu, enn tókst í Trékyllisvík, við Mela smá spotti, og í Norðurfirði frá botni Norðurfjarðar og út í Kaupfélag og planið á milli Kaupfélagsins og Kaffi Norðurfjarðar. Fyrst stóð til að leggja aðeins að afleggjaranum við Steinstún en Vegagerðin fékk viðbótarfé til að fara alveg út að Kaupfélagi. Það hefur gengið ílla að fá þurran dag til að leggja klæðninguna á vegina. Þannig að nú er komið bundið slitlag


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2015

Finnbogastaðskóli var settur í gær.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Skólasetning Finnbogastaðaskóla var í gær, fyrir skólaárið 2015 til 2016, en kennsla byrjaði í dag samkvæmt stundaskrá. Aðeins fimm börn eru nú við skólann í


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. ágúst 2015

FJALLSKILASEÐILL.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Fjallskil 2015:
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2015 á eftirfarandi hátt. Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 12. september  2015 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  19. september 2015. Þar sem ekki er skipulögð leit á innsta afrétti hreppsins, þ.e. innan Kleifarár er því hér með komið á framfæri, að sjáfboðaliðar eru vel þegnir til smölunar dagana áður, en réttað er í Kjósarrétt.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2015

Bryggjuball í Norðurfirði.

Kaffi Norðurfjörður verður opinn,bryggjan beint fyrir neðan.
Kaffi Norðurfjörður verður opinn,bryggjan beint fyrir neðan.

Laugardagskvöldið 22. ágúst verður haldið ball á smábátabryggjunni í Norðurfirði. Harmonikan verður í hávegum höfð og nokkrir harmonikuleikar koma til að spila. Nefna má t.d. Hilmar Hjartarson, Friðjón Jóhannsson, Valberg Kristjánsson, Lindu Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum og fleiri.

Ballið byrjar kl 22.00 og stendur til kl 02.00, nema allt verði vitlaust. Aldurstakmark er 18 ár og miðinn kostar 2.000 krónur. Það verður posi á staðnum. Sara og Lovísa verða klárar með bjórinn og kökurnar á Kaffi Norðurfirði og


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. ágúst 2015

Klénsmiðurinn á Kjörvogi.

Ný sending  af bókinni Klénsmiðurinn á Kjörvogi komin til höfundar.
Ný sending af bókinni Klénsmiðurinn á Kjörvogi komin til höfundar.

Ævisaga Þorsteins Þorleifssonar (1824-1882) kom út á síðasta ári. Á baksíðu bókarinnar er getið um helstu störf hans, en einnig var hann uppfinningamaður, annaðist veðurathuganir og stundaði nýsköpun. Hann var hagmæltur, forspár og hafði mjög fjölbreytt áhugamál. Í ævisögunni er fjallað um merkilegt lífshlaup hans, foreldra og næstu afkomendur, en einnig eru þar aldarfarslýsingar og nokkuð er ritað um staðhætti.

Bókin, sem ber nafnið Klénsmiðurinn á Kjörvogi, er til sölu hjá höfundi.

Verðið hefur verið lækkað og kostar eintakið nú kr. 3.500, auk póstkostnaðar komi hann til.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. ágúst 2015

Veðurstöðin í Litlu-Ávík 20.ára.

LitlaÁvík.
LitlaÁvík.
1 af 2

Fyrsta veðurskeytið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík var sent klukkan átján hundruð (18:00) þann 12 ágúst 1995.

Í ágúst það ár var sett upp veðurstöð í Litlu-Ávík með vindmælum fyrst stöðva í Árneshreppi á Ströndum,það er vindáttamæli og vindhraðamæli. Tæknimaður við uppsetningu var Elvar Ástráðsson ásamt strandamanninum og veðurfræðingnum Hreini Hjartarsyni,og dvöldu þeyr við uppsetningu í um tæpa fjóra daga,aðallega vegna kennslu í tölvukennslu fyrir veðursendingar,en þá var sent gegnum símalínu í þessum tölvum,og heimilissími úti á meðan. En Jón var búin að vera á námskeiði áður á Veðurstofu Íslands fyr veðurathuganir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. ágúst 2015

Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

Fyrra klæðningarlagið komið á flugbrautina.
Fyrra klæðningarlagið komið á flugbrautina.
1 af 5

Það gengur vel hjá Borgarverki ehf, með framkvæmdir á flugvellinum á Gjögri, en framkvæmdir byrjuðu 22. júní. Byrjað var á að moka gamla malarslitlaginu af brautinni, það var notað til að lengja brautina aðeins í suðvestur,og verður því lengra öryggissvæði. Þá voru grafnir skurðir meðfram brautinni fyrir ljósabrunna, en nú liggja rör á milli allra brunna til að draga kapla í seinna, einnig eru settir hitaskynjarar í flugbrautina, til að hægt sé að fylgjast með hitastigi. Einnig voru klappir við flughlað og austantil á brautinni fjarlægðar. Þá var keyrt nýju burðarlagi í brautina og styrktarlagi. Í gær var lagt fyrri klæðningin á flugbrautina, og það þjappað í nótt,en reynt verður að leggja seinni klæðninguna í dag, en það verða tvö lög,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. ágúst 2015

Rafmagn fór af í gærkvöldi.

Rafmagnslaust var á Gjögri fram á nótt.
Rafmagnslaust var á Gjögri fram á nótt.
1 af 2

Rafmagnslaust varð í Árneshreppi í um tíu mínútur í öllum hreppnum. Rafmagnið fór af rétt uppúr klukkan tíu í gærkvöldi þegar verktakar sem eru við vinnu á Gjögurflugvelli slitu jarðkapal sem liggur í flugbrautinni og í Gjögurvita, þeir létu strax vita til Orkubúsins, þannig að strax var hægt að staðsetja bilunina. Rafmagn komst á eftir tíu mínútur fyrir norðan Bæ í Trékyllisvík, en ekki fyrr enn 23:20 í


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. ágúst 2015

Íslandsmót í hrútadómum sunnudaginn 16. ágúst.

Frá hrútadómum í fyrra.
Frá hrútadómum í fyrra.

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.

Síðasta ár sigraði Björn Þormóður Björnsson, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í annað skipti, en hann sigraði áður árið 2005. Í öðru sæti var Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi en hann hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi og hafa hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein vakið mikla athygli. Í þriðja sæti urðu jöfn Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi og Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum í Strandabyggð.

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950-1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi er sögusýning sem ber yfirskriftina Brynjólfur Sæmundsson og starf héraðsráðunauta. Brynjólfur var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár og var þessi sýning opnuð á Hrútadómum í fyrra.

 

Í Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
Vefumsjón