Finnbogastaðskóli var settur í gær.
Skólasetning Finnbogastaðaskóla var í gær, fyrir skólaárið 2015 til 2016, en kennsla byrjaði í dag samkvæmt stundaskrá. Aðeins fimm börn eru nú við skólann í
Meira
Skólasetning Finnbogastaðaskóla var í gær, fyrir skólaárið 2015 til 2016, en kennsla byrjaði í dag samkvæmt stundaskrá. Aðeins fimm börn eru nú við skólann í
Fjallskil 2015:
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2015 á eftirfarandi hátt. Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 12. september 2015 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 19. september 2015. Þar sem ekki er skipulögð leit á innsta afrétti hreppsins, þ.e. innan Kleifarár er því hér með komið á framfæri, að sjáfboðaliðar eru vel þegnir til smölunar dagana áður, en réttað er í Kjósarrétt.
Laugardagskvöldið 22. ágúst verður haldið ball á smábátabryggjunni í Norðurfirði. Harmonikan verður í hávegum höfð og nokkrir harmonikuleikar koma til að spila. Nefna má t.d. Hilmar Hjartarson, Friðjón Jóhannsson, Valberg Kristjánsson, Lindu Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum og fleiri.
Ballið byrjar kl 22.00 og stendur til kl 02.00, nema allt verði vitlaust. Aldurstakmark er 18 ár og miðinn kostar 2.000 krónur. Það verður posi á staðnum. Sara og Lovísa verða klárar með bjórinn og kökurnar á Kaffi Norðurfirði og
Ævisaga Þorsteins Þorleifssonar (1824-1882) kom út á síðasta ári. Á baksíðu bókarinnar er getið um helstu störf hans, en einnig var hann uppfinningamaður, annaðist veðurathuganir og stundaði nýsköpun. Hann var hagmæltur, forspár og hafði mjög fjölbreytt áhugamál. Í ævisögunni er fjallað um merkilegt lífshlaup hans, foreldra og næstu afkomendur, en einnig eru þar aldarfarslýsingar og nokkuð er ritað um staðhætti.
Bókin, sem ber nafnið Klénsmiðurinn á Kjörvogi, er til sölu hjá höfundi.
Verðið hefur verið lækkað og kostar eintakið nú kr. 3.500, auk póstkostnaðar komi hann til.
Fyrsta veðurskeytið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík var sent klukkan átján hundruð (18:00) þann 12 ágúst 1995.
Í ágúst það ár var sett upp veðurstöð í Litlu-Ávík með vindmælum fyrst stöðva í Árneshreppi á Ströndum,það er vindáttamæli og vindhraðamæli. Tæknimaður við uppsetningu var Elvar Ástráðsson ásamt strandamanninum og veðurfræðingnum Hreini Hjartarsyni,og dvöldu þeyr við uppsetningu í um tæpa fjóra daga,aðallega vegna kennslu í tölvukennslu fyrir veðursendingar,en þá var sent gegnum símalínu í þessum tölvum,og heimilissími úti á meðan. En Jón var búin að vera á námskeiði áður á Veðurstofu Íslands fyr veðurathuganir.
Það gengur vel hjá Borgarverki ehf, með framkvæmdir á flugvellinum á Gjögri, en framkvæmdir byrjuðu 22. júní. Byrjað var á að moka gamla malarslitlaginu af brautinni, það var notað til að lengja brautina aðeins í suðvestur,og verður því lengra öryggissvæði. Þá voru grafnir skurðir meðfram brautinni fyrir ljósabrunna, en nú liggja rör á milli allra brunna til að draga kapla í seinna, einnig eru settir hitaskynjarar í flugbrautina, til að hægt sé að fylgjast með hitastigi. Einnig voru klappir við flughlað og austantil á brautinni fjarlægðar. Þá var keyrt nýju burðarlagi í brautina og styrktarlagi. Í gær var lagt fyrri klæðningin á flugbrautina, og það þjappað í nótt,en reynt verður að leggja seinni klæðninguna í dag, en það verða tvö lög,
Rafmagnslaust varð í Árneshreppi í um tíu mínútur í öllum hreppnum. Rafmagnið fór af rétt uppúr klukkan tíu í gærkvöldi þegar verktakar sem eru við vinnu á Gjögurflugvelli slitu jarðkapal sem liggur í flugbrautinni og í Gjögurvita, þeir létu strax vita til Orkubúsins, þannig að strax var hægt að staðsetja bilunina. Rafmagn komst á eftir tíu mínútur fyrir norðan Bæ í Trékyllisvík, en ekki fyrr enn 23:20 í
Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.
Síðasta ár sigraði Björn Þormóður Björnsson, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í annað skipti, en hann sigraði áður árið 2005. Í öðru sæti var Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi en hann hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi og hafa hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein vakið mikla athygli. Í þriðja sæti urðu jöfn Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi og Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum í Strandabyggð.
Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950-1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi er sögusýning sem ber yfirskriftina Brynjólfur Sæmundsson og starf héraðsráðunauta. Brynjólfur var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár og var þessi sýning opnuð á Hrútadómum í fyrra.
Í Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind
Vegagerðin á Hólmavík er nú að breikka og hækka nokkra kafla í Árneshreppi, þar sem stendur til að setja klæðningu á vegi. Þar sem á að setja klæðningu á er smá kafli við Hótel Djúpavík og frá Finnbogastöðum og norður fyrir Árnes og við Mela. einnig frá króknum í Norðurfirði og að Steinstúni. Heildarvegalengdin eru tæpir tveir kílómetrar. Vegagerðin ætlar að nota
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn einkenndist af að hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, oftast hægar. Og einnig var mánuðurinn mjög kaldur hiti náði aðeins að fara í tæp níu stig. Hver skyldi trúa því að hér sé verið að lísa hitastigi í júlí mánuði.? Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum. Sláttur hófst seint í júlí í Árneshreppi vegna kulda, vætutíðar og sprettuleisis.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 70,0 mm. (í júlí 2014: 124,6 mm.)
Þurrir dagar voru 5.
Mestur hiti mældist þann 27: +8,8 stig.
Minnstur hiti mældist þann 9 og 25: +4,0 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +6,2 stig.
Meðalhiti við jörð var +5,42 stig. (í júlí 2014: +7,59 stig.)
Sjóveður: Nokkuð slæmt þann 1-11-19-20 og 31, eða talsverður sjór, annars sæmilegt og jafnvel gott.
Yfirlit dagar eða vikur: