Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. september 2015
Prenta
19. Vitavörðum sagt upp - 7 eftir.
Í mars síðastliðinn voru nítján vitvörðum sagt upp sem voru með tímavinnusamninga og tóku þær uppsagnir gildi fyrsta júlí síðastliðin. Nú eru tveir vitaverðir eftir í hlutastarfi hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar, það er á Bjargtöngum og í Dyrhólaey. Við vitana í Grímsey, Vestmannaeyjum, Sauðnesvita, Dalatanga og Gjögurvita eru vitaverðir með tímavinnusamninga. Þannig að Gjögurviti er með mannað eftirlit áfram. Góð frétt er um Vita og Vitamálin í Morgunblaðinu í dag.