Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2015 Prenta

Sex veðurathugunarmönnum sagt upp á Veðurstofunni.

Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfréttir á RÚV Rás 1. Frá VÍ.
Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfréttir á RÚV Rás 1. Frá VÍ.

Eins og segir í frétt á vef Veðurstofu Íslands 03-11-2015. Tölvarar kvaddir sem eru, og voru veðurathugunarmenn í Reykjavík einnig, eins og við veðurathugunarmenn út á landi, en höfðu svo meira starf, eins og að lesa veðurfréttir í útvarpi og svara fyrirspurnum um ýmislegt, og tala nú ekki um ísárin sem þetta góða fólk var á vaktinni þá var sko nóg að gera,að taka á móti ísfréttum og slíku bara í gegnum síma, því þá var engin tölvupóstur til, varð bara að taka á móti hafísfréttum frá veðurathugunarmönnum í gegnum síma og skrifa allt niður og lesa í útvarp ísfréttir með veðurfréttum á eftir þeim eða á undan ef þær voru mjög áreiðanlegar (forskot) .

Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður til tuttugu ára í Litlu-Ávík segir þetta alveg svakalegt að sjá svona fólki með mikla starfsreynslu sagt upp fyrir einhverjar breytingar. Veðurstofa Íslands getur ekki annað en misst svakalega reynslu af störfum þessa fólks. Sumt af þessum sex voru komnir á aldur eins og kallað er 67 ára eða eldri, en aðrir vildu halda áfram fram á réttan aldur til að hætta sem eru 67 árin eins og fyrr segir. Hefði nú ekki verið í lagi, segir Jón enn fremur, að leyfa þessu góða og frábæru starfskröftum Veðurstofunnar að halda áfram út aldurstímabilið eða eins lengi og þessir góðu starfskraftar Veðurstofu Íslands vildu. Að lokum vill Jón G Guðjónsson þakka þeim  Önnu Ólöfu Bjarnadóttir, Friðjóni Magnússyni, Grétari Jóni Einarssyni, Hrafni Karlssyni, Jenný Olga Pétursdóttir og Jófríðu Guðjónsdóttir, fyrir frábært samstarf og jákveðni í vinnunni, ég faðma ykkur öll að mér í huganum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Norðurfjörður I -2002.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón