Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. október 2015

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Frá aðalfundi í fyrra. Mynd Ívar B.
Frá aðalfundi í fyrra. Mynd Ívar B.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldinn á morgun sunnudaginn 1 nóvember klukkan tvö (14:00) 2015 í Akóges salnum í Lágmúla 4 í Reykjavík. Dagskráin er þessi. 1-Aðalfundarstörf og 2-Önnur mál. Að loknum fundarstörfum verða glæsilegar kaffiveitingar og


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. október 2015

Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi.

Verður sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.október kl:18:00.
Verður sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.október kl:18:00.
1 af 2

Ferðin heim smásögur úr Árneshreppi á Ströndum verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22. október klukkan 18:00.

María Guðmundsdóttir ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta hefur verið við myndatökur í Árneshreppi síðastliðin fjögur ár að kvikmynd sem hún nefnir Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum. En María Guðmundsdóttir var alin upp í Djúpavík hjá fósturmóður sinni og fósturföður. María vann myndina ásamt Vígdísi Grímsdóttur rithöfundi, en Vígdís sá um að taka flest viðtölin í myndinni ásamt Önnu Dís Ólafsdóttur sem er handritshöfundur myndarinnar. Myndin er samansett úr stuttum aðskildum smásögum. Viðfangsefni


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. október 2015

Steypt gólfplatan í Björgunarsveitarhúsinu.

Platan slípuð og fín.
Platan slípuð og fín.
1 af 3

Á fimmtudaginn áttunda október var steypt gólfplatan í björgunarsveitarhúsinu hjá Strandasól. Margir komu að verkinu Ágúst Guðjónsson kom með steypubíl frá Hólmavík, síðan voru verktakar sem slípuðu plötuna, liðna nótt. Margir heimamenn komu að undirbúningi fyrir steypuna, setja steypustyrktarjárnið í gólfið og plastið. Nú er komið rafmagn í húsið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. október 2015

Ofsafalleg Norðurljós.

Reykjaneshyrnan og Norðurljósin. Mynd tekin frá Krossnesi. Mynd Davíð.
Reykjaneshyrnan og Norðurljósin. Mynd tekin frá Krossnesi. Mynd Davíð.
1 af 2

Ofsalega fallegt veður gerði í kvöld hér í Árneshreppi eftir mikla rigningu frá í gær, enn loks stytti upp í dag, og gerði léttskýjað veður í kvöld. Ekki stóð á fallegum Norðurljósum í kvöld um níu leitið og núna langt fram eftir kvöldi og kannski enn. Hér koma myndir sem Davíð Már Bjarnason tók nú áðan og sendi vefnum frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. október 2015

Norðurfjarðarhöfn stækkuð.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Til stendur að stækka höfnina á Norðurfirði og var verkið boðið út fyrir nokkru og hefur verið samið við Verktakafyrirtækið Tígur í Súðavík, enn Tígur var með lægsta tilboðið. Áætlaður kosnaður er um 23 milljónir króna. Sveitarfélagið Árneshreppur mun fjármagna verkefnið að hluta. Áætlað er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. október 2015

Veðrið í September 2015.

Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.
Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði að þessu sinni með suðlægum vindáttum og að mestu hlýju veðri fram til 10. ,en suðlægar eða breytilegar vindáttir frá 11.  fram til 12, en þá fór að kólna aðeins. Frá 13 og fram til 17 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og fremur svölu veðri. Eftir það voru breytilegar vindáttir eða auslægar fram til 22. Frá 23 og fram til 26 voru hafáttir. Frá 27 voru suðlægar eða austlægar vindáttir, enn mánuðurinn endaði með suðvestan stormi með miklum stormkviðum. Úrkomulítið var fyrri hluta mánaðar, talsverð úrkoma frá miðjum mánuði.

Vindur náði tólf vindstigum gömlum þann 9. eða 34 m/s í kviðum. Og einnig þann 30. náði vindur 38 m/s í kviðum í suðvestanátt.

Mæligögn:

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. september 2015

19. Vitavörðum sagt upp - 7 eftir.

Gjögurviti er ennþá með eftirlitsmann.
Gjögurviti er ennþá með eftirlitsmann.

Í mars síðastliðinn voru nítján vitvörðum sagt upp sem voru með tímavinnusamninga og tóku þær uppsagnir gildi fyrsta júlí síðastliðin. Nú eru tveir vitaverðir eftir í hlutastarfi hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar, það er á Bjargtöngum og í Dyrhólaey. Við vitana í Grímsey, Vestmannaeyjum, Sauðnesvita, Dalatanga og Gjögurvita eru vitaverðir með tímavinnusamninga. Þannig að Gjögurviti er með mannað eftirlit áfram. Góð frétt


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. september 2015

Jarðstrengur lagaður í Ávíkurá.

Grafa brýtur niður í klöppina.
Grafa brýtur niður í klöppina.
1 af 2

Orkubúið á Hólmavík byrjaði á föstudaginn var að grafa niður rafmagnsjarðstrenginn í Ávíkurá, þar sem áin ruddi ofan af  honum í miklu vatnsflóðunum 28. ágúst síðastliðinn. Jarðstrengurinn slitnaði ekki en áin ruddi langt undir hann, þannig að strengurinn var sumstaðar á lofti. Nú voru brotnar klappir til að koma strengnum lengra niður. Klárað var í dag að koma jarðstrengum niður og moka yfir hann.

Þeir hjá Orkubúinu voru búnir fyrir helgi að taka loftlínuna og gömlu rafmagnsstaurana niður á Gjögursvæðinu.

Nú í vikunni verður lagt rafmagn


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. september 2015

Rafmagn lagt í jörð á Gjögursvæðinu.

Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
1 af 4

Orkubú Vestfjarða hefur nú undanfarna daga verið að leggja rafmagnsstreng í jörð til Gjögurs út á Gjögurflugvöll og Gjögurvita, einnig að Grænhóli og sumarhúsið Nátthaga við Víganes og á Víganes. Áður var búið að leggja jarðstreng til Kjörvogs.  Allt er lagt með þriggja fasa strengjum. Nú verður allt rafmagn í jörðu frá Kjörvogi um Gjögursvæðið og norður til Norðurfjarðar.

Það sem eftir er að leggja í jörð, það er frá Norðurfirði og til Krossness og að sundlauginni og að Felli, einnig að Munaðarnesi, þar er allt loftlínur. Einnig eru loftlínur frá Trékyllisvík yfir Skörð um Reykjarfjörð og til Djúpavíkur, síðan er hluti Trékyllisheiðar en með loftlínu. Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. september 2015

Harmonikku og gítarleikur í Melarétt.

Hilmar Hjartarson.
Hilmar Hjartarson.
1 af 3

Hilmar Hjartarson frá Steinstúni er duglegur að koma í réttir í sinni gömlu heimasveit. Alltaf er Harmonikkan með í för og Hilmar mætti í dag í Melarétt sem svo oft áður og þandi harmonikkuna í réttunum. Einnig kom Ágúst Guðmundsson sem ættaður er frá Kjós við Reykjarfjörð og spilaði á gítar. Margir góðir söngmenn eru í Árneshreppi og var vel tekið undir við harmonikku og gítar leik þeirra félaga Hilmars og Gústa,  og ekki var verra að leitarpelinn var tekin upp, söngvatnið farið að renna um æðar manna.

Hér kemur smá vísa sem ber nafnið:  Ég nestispoka á baki ber.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
Vefumsjón