Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
Orkubúsmenn tengja í kassa.
Jarðstrengur lagður út í Gjögurvita.
Rafstrengur komin að Gjögurflugvelli.
Orkubú Vestfjarða hefur nú undanfarna daga verið að leggja rafmagnsstreng í jörð til Gjögurs út á Gjögurflugvöll og Gjögurvita, einnig að Grænhóli og sumarhúsið Nátthaga við Víganes og á Víganes. Áður var búið að leggja jarðstreng til Kjörvogs. Allt er lagt með þriggja fasa strengjum. Nú verður allt rafmagn í jörðu frá Kjörvogi um Gjögursvæðið og norður til Norðurfjarðar.
Það sem eftir er að leggja í jörð, það er frá Norðurfirði og til Krossness og að sundlauginni og að Felli, einnig að Munaðarnesi, þar er allt loftlínur. Einnig eru loftlínur frá Trékyllisvík yfir Skörð um Reykjarfjörð og til Djúpavíkur, síðan er hluti Trékyllisheiðar en með loftlínu. Þetta
Meira