Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 6. desember 2015

Ofsaveðri er spáð á morgun.

Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti annað kvöld.
Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti annað kvöld.

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun, en á Ströndum byrjar ekki að hvessa fyrr en eftir miðjan dag að einhverju ráði. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra frá Veðurstofu Íslands:

Minnkandi norðanátt og léttir til, en sunnan 3-8 síðdegis. Frost 2 til 10 stig. Suðaustan 8-13 og skýjað á morgun. Vaxandi


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. desember 2015

Strandafrakt í ullarferð.

Bíll frá Strandafrakt. Myndasafn.
Bíll frá Strandafrakt. Myndasafn.
1 af 2

Vegagerðin opnaði veginn norður í Árneshrepp í gærdag. Þá notaði Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt tækifærið og sótti fyrri ferðina af ull til bænda. Seinni ferðin verður sótt þegar allir bændur eru búnir að klippa (ría) sitt fé, og þá þegar færi gefur. Strandafrakt sér um að sækja ull frá öllum bæjum í Strandasýslu. Ullin fer


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. desember 2015

Tókst að fljúga í dag.

Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugvél Ernis á Gjögri.

Það tókst að fljúga á Gjögur í dag, en í fyrra dag aflýsti Flugfélagið Ernir öllu flugi á alla áfangastaði sína vegna veðurs á landinu. Síðan átti að fljúga í gær á Gjögur, enn flugbrautin var hál og þurfti að sandbera og gekk það ílla og gekk það ekki upp í gær. Síðast var flogið á Gjögur á þriðjudaginn 24.nóvember eða fyrir viku síðan, því ekki tókst að fljúga heldur á föstudaginn 27. nóvember. Því er rúmlega vika síðan að var flogið til Gjögurs. Vörur komu með vélinni í útibú


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2015

Veðrið í Nóvember 2015.

Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar.
Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsti dagur mánaðar var með hægri breytilegri vindátt, síðan skiptust á austlægar eða suðlægar vindáttir fram til 12 með skúrum eða rigningu. Frá 13 til 19 voru norðaustlægar vindáttir með kólnandi veðri og éljum. Eftir það voru suðlægar vindáttir aftur með hlýnandi veðri í bili, en kólnaði aftur með umhleypingum. Um miðjan dag þann 26 gekk í ákveðna norðaustanátt yfirleitt með hvassviðri og með nokkru frosti og snjókomu eða éljum það sem eftir lifði mánaðar. Talsverður snjór er nú komin á láglendi.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Jólatrésskemmtun.

Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa á laugardag.
Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa á laugardag.

Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa verðu haldin laugardaginn 28. nóvember 2015 kl. 14:00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjulundi 3, Garðabæ, á sama stað og í fyrra. Á boðstólum verða veitingar fyrir bæði börn og fullorðna. Aðgangseyrir er 2.000,- kr., frítt fyrir börn undir fermingu.
Það verður góð


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Vindstefnumælir bilaður.

Vindmælirinn er á mastri á flugstöðvarbyggingunni.
Vindmælirinn er á mastri á flugstöðvarbyggingunni.

Á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli  hjá Veðurstofu Íslands er vindstefnan biluð, mælirinn sýnir alltaf Norðanátt. Vindhraði virðist í lagi og hitastig og einnig rakastigið. Veðurstofan sendir mann til að skipta út mælinum við fyrsta tækifæri, en það þarf að vera hægur vindur til að fara upp í mælinn. Mælrinn bilaði þriðjudaginn 24 nóvember. Fólk er beðið að taka ekki mark á vindstefnunni á


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Flugi aflýst á Gjögur.

Ein áætlunarvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein áætlunarvéla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs, enda er Norðaustan 17 m/s til 22 m/s og snjókoma og lítið sem ekkert skyggni hné skýjahæð. Áfram er spáð hvössum vindi með snjókomu eða éljum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þarf að aflýsa flugi sem af er vetri. Næst


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. nóvember 2015

Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna 2015.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur enn á ný ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum.
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur enn á ný ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur enn á ný ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 3.000.000.- krónur.

Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 12. desember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í byrjun janúar 2016.

Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur"


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2015

Á hjara veraldar komin út hjá Vestfirska forlaginu.

Á hjara veraldar eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
Á hjara veraldar eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
1 af 2

Á hjara veraldar Heimildasögur nefnist bók sem er nýkomin út hjá Vestfirska forlaginu.

Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni tók saman:

Það var enginn barnaleikur að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Þar voru Hornstrandir  og nágrenni líklega sér á báti. Eitt var það sem ekki varð undan vikist, og það var að flytja lík til greftrunar. Það var líka þung kvöð sem lá á fólki að sækja kirkju og taka þátt í helgihaldi safnaðarins, en fjarlægðin og óblíð náttúra bönnuðu.

   Í Þjóðskjalasafni Íslands hafa nýlega komið í leitirnar meira en tveggja alda gömul skjöl, sem hafa legið þar óhreyfð öll þessi ár. Bréfin greina frá viðskiptum og kærumálum á hendur Jóni Árnasyni bónda í Skjaldabjarnarvík á Ströndum við kirkjunnar þjóna vegna „kirkjuforsómunar,“ sem prestarnir nefndu svo, og gengu alla leið til Skálholtsbiskups. Þar fundust líka bréf frá sama tíma, vegna eftirmála, sem urðu útaf greftrun Hallvarðs Hallssonar, þá húsmanns í Skjaldabjarnarvík,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. nóvember 2015

Kór Átthagafélags Strandamanna með bingó.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur bingó laugardaginn 14. nóvember kl. 14.30 í Húsnæði Ístaks, Bugðufljóti 19, Mosfellsbæ. Spjaldið kostar 500 kr. Veglegir vinningar í boði. Einnig verður tombóla, basar og kaffisala. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kór félagar


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
Vefumsjón