Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. desember 2015
Prenta
Strandafrakt í ullarferð.
Vegagerðin opnaði veginn norður í Árneshrepp í gærdag. Þá notaði Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt tækifærið og sótti fyrri ferðina af ull til bænda. Seinni ferðin verður sótt þegar allir bændur eru búnir að klippa (ría) sitt fé, og þá þegar færi gefur. Strandafrakt sér um að sækja ull frá öllum bæjum í Strandasýslu. Ullin fer í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi.