Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2015 Prenta

Foktjón á Steinstúni.

Þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum.
Þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum.
1 af 2

Nokkurt foktjón varð á Steinstúni hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda þar í austanóveðrinu sem var í nótt og fram á morgun. Hlið úr gömlum fjárhúsum fauk inn og þakið féll niður að miklum hluta á því. Nokkrar kindur voru þar til bráðbrigða en þær klemmdust á milli að einhverjum hluta en náðust óskaddaðar úr brakinu. Einnig fuku þrjár þakplötur af stærri fjárhúsunum og hurfu út í buskann. Um eitt og hálft ár er síðan að skipt var um þakjárn á þeim húsum. Þá einnig losnaði að hluta veggklæðning á íbúðarhúsinu þar. „Guðlaugur sagði að það hefði verið rosalegar kviður frá því í gærkvöld og síðastliðna nótt sem og reindar víðar hér í Árneshreppi;.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón