Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2015
Prenta
Foktjón á Steinstúni.
Nokkurt foktjón varð á Steinstúni hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda þar í austanóveðrinu sem var í nótt og fram á morgun. Hlið úr gömlum fjárhúsum fauk inn og þakið féll niður að miklum hluta á því. Nokkrar kindur voru þar til bráðbrigða en þær klemmdust á milli að einhverjum hluta en náðust óskaddaðar úr brakinu. Einnig fuku þrjár þakplötur af stærri fjárhúsunum og hurfu út í buskann. Um eitt og hálft ár er síðan að skipt var um þakjárn á þeim húsum. Þá einnig losnaði að hluta veggklæðning á íbúðarhúsinu þar. „Guðlaugur sagði að það hefði verið rosalegar kviður frá því í gærkvöld og síðastliðna nótt sem og reindar víðar hér í Árneshreppi;.