Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. ágúst 2015

Vegagerðin undirbýr kafla undir klæðningu.

Verið að keyra efni í veginn við skólann.
Verið að keyra efni í veginn við skólann.
1 af 2

Vegagerðin á Hólmavík er nú að breikka og hækka nokkra kafla í Árneshreppi, þar sem stendur til að setja klæðningu á vegi. Þar sem á að setja klæðningu á er smá kafli við Hótel Djúpavík og frá Finnbogastöðum og norður fyrir Árnes og við Mela. einnig frá króknum í Norðurfirði og að Steinstúni. Heildarvegalengdin eru tæpir tveir kílómetrar. Vegagerðin ætlar að nota


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2015

Veðrið í Júlí 2015.

Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn  einkenndist af að hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, oftast hægar. Og einnig var mánuðurinn mjög kaldur hiti náði aðeins að fara í tæp níu stig. Hver skyldi trúa því að hér sé verið að lísa hitastigi í júlí mánuði.?  Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum. Sláttur hófst seint í júlí í Árneshreppi vegna kulda, vætutíðar og sprettuleisis.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 70,0 mm.  (í júlí 2014: 124,6 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 27: +8,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9 og 25: +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,42 stig. (í júlí 2014: +7,59 stig.)

Sjóveður: Nokkuð slæmt þann 1-11-19-20 og 31, eða talsverður sjór, annars sæmilegt og jafnvel gott.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. júlí 2015

Bændur hafa getað verið við heyskap. Léleg spretta.

Rifjað.
Rifjað.
1 af 3

Bændur hér í Árneshreppi hafa getað verið við heyskap þessa viku, eða frá því um liðna helgi og mikið til af þessari viku, en í gær gerði súld á annnesjum, en Veðurstofa Íslands spáir einhverri úrkomu, eða sérstaklega á laugardaginn fyrir verslunarmannahelgina, en síðan mun lagast aftur á sunnudag eða mánudag. Bændur reyna að hafa til slegið hey ef tekst að þurrka í einn dag eða svo í þessari köldu og rakasamri veðráttu, í hita sem er frá fjórum stigum í tæp níu stig þegar best lætur. Það hefur verið þurrt veður frá 27. þar til í gær að gerði þessa súld og blotnaði talsvert í liggjandi heyji á túnum,sem næstum voru tilbúin í hirðingu (rúllun). Þetta hefur gengið nokkuð sæmilega þessa viku með heyskap, þrátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. júlí 2015

Gengur lítið sem ekkert með heyskap.

Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt 24-07-2015.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt 24-07-2015.

Heyannir er tíundi mánuður ársins og fjórði sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Heyannir hefjast alltaf á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri, eða á tímabilinu 23. til 30. Júlí.

Svo lýsir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal mánuðinum í riti sínu, Atli frá árinu 1780: Heyannir er mánuður sá, sem sól hleypur um ljónsmerki. Nafn þessa mánaðar sýnir hvað þá skal iðja. Því nú er komið að því ábatasamasta verki hér á landi, sem er að afla heys, og meta það flestir menn öðrum framar. Sláttur byrjar venjulega að miðju sumri. Vökva menn plöntur einu sinni í viku, með sjóvatni en öðru vatni annars, ef miklir þurrkar ganga. Nú má safna Burkna, hann er góður að geyma í honum vel þurrum egg, rætur og epli, sem ei mega út springa, hann ver og mokku og fúa. Líka hafa menn brúkað ösku í hans stað. Kornsúru og kúmeni má nú safna. Mitt í þessum mánuði er sölvatekjutími: Heimild Frjálsa alfræðiritið.

Já í dag er eftir almanakinu er sagt að heyannir byrji,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júlí 2015

Ferðafélag barnanna í heimsókn.

Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur.
Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur.

Ferðafélag barnanna hefur komið oft undanfarin ár í Árneshrepp og halda þá til í Ferðafélagshúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Undanfarin ár hefur Auður Elfa Kjartansdóttir landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands verið einn af fararstjórunum. Oftast eru haldnar kvöldvökur, og farið í ýmsa leiki, og fjöruferðir og oft er kveiktur varðeldur á kvöldin í fjörunni fyrir neðan Valgeirsstaði. Í dag var gengið á Reykjaneshyrnu sem er 316 metrar að hæð, þá er oftast komið við í Litlu-Ávík og veðurstöðin skoðuð og fræðst um lýsingar á veðri, rakastigi og öðrum mælingum, en þann 12. ágúst eru tuttugu ár síðan veðurathuganir í Litlu-Ávík hófust. Og þá er farið í sögunarskemmuna og rekaviður skoðaður sem kemur frá Síberíu, sem mikið er unnið úr í Litlu-Ávík. Börnin eru einnig þátttekendur í listasmiðju,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. júlí 2015

Hitinn aðeins farið í átta stig.

Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig.
Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig.

Mjög kalt hefur verið og úrkomusamt sem af er júlí. Það sem af er júlí hefur verið mest þokuloft með súld eða rigningu, það sem af er mánuði eru komnir tveir dagar þurrir, úrkoman var komin í 63,5 mm í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig, en hitinn er þetta yfirleitt á milli 6 og 7 stig yfir daginn,lægsti hitinn í júlí enn sem komið er var 4 stig þann 9.

Það er ekki von að spretti mikið í þessum kulda og lítur ílla út með grassprettu. Tveir bændur slógu


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2015

Úthlutun styrkja Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.

Styrkir komu í hlut:Falinn skógur sýning Djúpavík,og Steypa Djúpavík,og Gunna fótalausa,minnisvarði og sýning Kört Trékyllisvík.
Styrkir komu í hlut:Falinn skógur sýning Djúpavík,og Steypa Djúpavík,og Gunna fótalausa,minnisvarði og sýning Kört Trékyllisvík.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2015 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 60 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Fjórðungssamband Vestfirðinga vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

Listi um framlög er birtur hér að neðan, en næst verður auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í desember næstkomandi vegna ársins 2016.

Ákveðið var að þessu sinni að styrkja 20 verkefni og stofnanir í flokki hærri styrkja (framlag hærra en milljón), en 40 milljónir voru samtals til ráðstöfunar í þeim flokki. Alls voru 9 þessara verkefna á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar, en 11 verkefni voru annaðhvort viðameiri menningarverkefni eða að um var að ræða stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Upphæðir þeirra voru á bilinu 1,2 milljónir til 5 milljónir sem var hæsti styrkur á árinu 2015. Í flokknum minni styrkir (milljón eða minna), þar sem 20 milljónir voru til ráðstöfunar, fengu alls 36 verkefni styrkvilyrði á bilinu 110 þúsund til 1 milljón. Heildarfjöldi styrktra verkefna var því 56 og eru viðtakendur styrkjanna 49. Meðalupphæð styrkvilyrða í heildina er tæp 1,1 milljón.

Varðandi kynjahlutföll þá skiptast styrkvilyrði þannig að varðandi stærri verkefnin 20 eru í 11 tilvikum konur í forsvari verkefna eða stofnana, en í 9 tilvikum karlar. Varðandi minni


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2015

Árneshreppur búin að opna vefsíðu.

Skrifstofa Árneshrepps er í einu herbergi í Kaupfélagshúsunum,en hreppurinn á þær eignir.
Skrifstofa Árneshrepps er í einu herbergi í Kaupfélagshúsunum,en hreppurinn á þær eignir.

Sveitarfélagið Árneshreppur er nú búið að opna vefsíðu www.arneshreppur.is  og nýtt netfang er arneshreppur@arneshreppur.is 

Á forsíðu segir tildæmis:

Auk hefðbundins land- búnaðar má nefna rekasæld, fuglatekju, selveiði og fiskveiðar, þar á meðal hákarlaveiði. Og á fyrri hluta þessarar aldar voru reistar tvær síldarverksmiðjur í hreppnum, í Ingólfsfirði og Djúpavík, sem ennþá standa miklar leifar af. Enn lifir og starfar í sveitinni fólk, sem man og tók þátt í vinnubrgöðum sem lítt höfðu breyst um aldir. Í Árneshreppi hefur því þróast í aldanna rás merkilegt samfélag og íbúar þar voru á fimmta hundrað árið 1940. Nú eru þeir aðeins um áttatíu og vegna grisjunar byggðar á þess- um slóðum er nú orðin nærri 100 km fjarlægð til næsta byggðarlags og leiðin þangað á landi getur lokast marga mánuði á veturna vegna snjóa.

 

Á heimasíðunni


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. júlí 2015

Matsáætlun Hvalárvirkjunar auglýst.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Það er Vesturverk ehf. á Ísafirði sem áformar að reisa virkjunina. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði. Árnar Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará verða leiddar í aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi sem byggt verður neðanjarðar. Frárennslisgöng virkjunarinnar opnast rétt ofan ósa Hvalár. Heildarfall verður um 315 metrar og heildarorkugeta Hvalárvirkjunar er áætluð um 320 GWh/a og afl hennar er áætlað 55 MW.

Helstu mannvirki eru stöðvarhús, lón, stíflur, jarðgöng, gangamunnar og skurðir. Þá verða gerðir aðkomuvegir og eldri vegir styrktir auk þess sem gerð verður hafnaraðstaða. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum og er stefnt að því að ljúka mati á umhverfisáhrifum snemma árs 2016, þannig að verkhönnun og síðan útboðsgagnagerð geti hafist í framhaldi.



Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2015

Veðrið í Júní 2015.

Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og köldu veðri, snjóéljum og slyddu fram til fimmta. Þann sjöunda snerist í suðvestanáttir og veður talsvert hlýnandi fram til níunda, en kólnaði talsvert aftur fram til fjórtánda, slydduél voru síðast þann ellefta. Síðan voru hægar hafáttir út mánuðinn, en NA stinningskaldi þann 30. Frekar svalt var í þokuloftinu frá tuttugusta og út mánuðinn. Úrkomulítið var í mánuðinum og lítil sem engin úrkoma eftir miðjan mánuð, enda þurrir dagar taldir 15. Mánuðurinn var kaldur í heild.

Fjöll urðu hvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3. og vegur þungfær norður og Vegagerðin þurfti að moka talsverðan snjó.

Suðvestan hvassviðri og stormur var frá 7 og fram á morgun þann 9. Kviður fóru í 39 m/s, þetta var eins og hinn versti hauststormur.

Bændur voru að mestu búnir að bera tilbúin áburð á tún uppúr 20. Eru öll vorverk um hálfum mánuði til þrem vikum seinni enn í venjulegu árferði.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  15,4 mm. (í júní 2014: 32,4 mm.)

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 19: +13,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: +0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig. (í júní 2014: +7,10 stig.)

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 1-2-3 og 30, annars gott eða sæmilegt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
Vefumsjón