Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Myndir af skriðum. Norðara svæði.

Í Árneskrók.
Í Árneskrók.
1 af 8

Mikil skriðuföll og vatnavextir hafa verið í Árneshreppi undanfarið þótt verst hafi verið í gær. Fréttamaður Litlahjalla tók nokkrar myndir fyrir hádegið í dag af norðara svæðinu, það er frá Árneskrók til Norðurfjarðar. Enn og aftur komu nýjar skriður úr gamla skriðustaðnum í Hvalvík (Árnesfjalli í júlí 2014), en litlar en talsvert vatn rennur þar yfir veginn. Ein stærsta skriðan er í svonefndum Urðum sem er fyrir norðan Mela, á veginum til Norðurfjarðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Oddvitinn komst ekki heim.

Eva á skrifstofu hreppsins.
Eva á skrifstofu hreppsins.

Á fimmtudaginn 27.ágúst var Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti við vinnu á hreppsskrifstofunni að venju og ætlað á stað heim um nónleitið. En þegar hún kemur að Kýrvíkurnesbrekku sem er inn með Reykjarfirði á Kjörvogshlíð eru komnar skriður á veginn, og hún fer að kanna aðeins lengra innar og sér bara aurspýjur lengra og lengra. Þannig að hún varð að snúa við og fór í Trékyllisvík til vina þar og var þessa daga sem vatnsveðrið var. Eva komst svo heim núna um kaffileitið í dag


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Áin gróf niður á jarðstreng.

Kapallinn liggur núna óvarin í ánni.
Kapallinn liggur núna óvarin í ánni.

Ávíkuráin var mikil í gær í þessum miklu vatnavöxtum. Það sást undir kvöld að áin hefur grafið sig niður á jarðstreng, það er rafmagnsjarðstrengurinn sem liggur yfir Ávíkurána til Litlu- Ávíkur, en hann fór ekki í sundur sem er raunar merkilegt, áin hefur grafið sig niður í um þrjá metra þar sem mest er. Orkubúsmenn


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2015

Miklir vatnavextir. Vegir í sundur. Allt á floti.

Erfitt var að komast í úrkomu mælinn í morgun í Litlu-Ávík.
Erfitt var að komast í úrkomu mælinn í morgun í Litlu-Ávík.
1 af 8

Miklir vatnavextir hafa verið frá því í gær, en aðallega í nót og í morgun, heldur virðist vera að draga úr úrkomu nú um hádegið. Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist strax í gær vegna þessara vatnvaxta og skriðufalla. Það eru miklar vegaskemmdir víða í Árneshreppi. Lítið var hægt að komast þegar fréttamaður Litlahjalla ætlaði að komast til að taka myndir af vegaskemmdum, komst aðeins í Skarðsvík í Trékyllisvík,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. ágúst 2015

Kaffi Norðurfjörður lokar.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
1 af 2

Nú eru þær stöllur, Lovísa og Sara að ganga frá og loka á Kaffi Norðurfirði. „ Þær sega sumarið hafa verið allsæmilegt þrátt fyrir þessa leiðindu tíð í sumar, nóg af ferðafólki bæði íslenskum sem erlendum. Sara og Lovísa hafa séð um allan mat fyrir starfsfólk Borgarverks á meðan á framkvæmdum stóð á Gjögurflugvelli. Þær tóku kaffistaðin á leigu til þriggja ára en með uppseganlegum samning. Þær reikna nú með að verða með Kaffi Norðurfjörð næsta sumar, og vonandi verði betra og hlýrra veður þá með blóm í haga. Okkur hefur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. ágúst 2015

Búið að leggja slitlagið.

Klæðning á planinu við kaupfélagið.
Klæðning á planinu við kaupfélagið.
1 af 2

Í gær tókst Borgarverki ehf að leggja seinni umferðina á þessa vegaspotta í Árneshreppi fyrir Vegagerðina nema við Hótel Djúpavík, þar er einungis komið fyrra lagið, það tókst ekki í gær vegna bleytu, enn tókst í Trékyllisvík, við Mela smá spotti, og í Norðurfirði frá botni Norðurfjarðar og út í Kaupfélag og planið á milli Kaupfélagsins og Kaffi Norðurfjarðar. Fyrst stóð til að leggja aðeins að afleggjaranum við Steinstún en Vegagerðin fékk viðbótarfé til að fara alveg út að Kaupfélagi. Það hefur gengið ílla að fá þurran dag til að leggja klæðninguna á vegina. Þannig að nú er komið bundið slitlag


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2015

Finnbogastaðskóli var settur í gær.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Skólasetning Finnbogastaðaskóla var í gær, fyrir skólaárið 2015 til 2016, en kennsla byrjaði í dag samkvæmt stundaskrá. Aðeins fimm börn eru nú við skólann í


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. ágúst 2015

FJALLSKILASEÐILL.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Fjallskil 2015:
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2015 á eftirfarandi hátt. Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 12. september  2015 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  19. september 2015. Þar sem ekki er skipulögð leit á innsta afrétti hreppsins, þ.e. innan Kleifarár er því hér með komið á framfæri, að sjáfboðaliðar eru vel þegnir til smölunar dagana áður, en réttað er í Kjósarrétt.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2015

Bryggjuball í Norðurfirði.

Kaffi Norðurfjörður verður opinn,bryggjan beint fyrir neðan.
Kaffi Norðurfjörður verður opinn,bryggjan beint fyrir neðan.

Laugardagskvöldið 22. ágúst verður haldið ball á smábátabryggjunni í Norðurfirði. Harmonikan verður í hávegum höfð og nokkrir harmonikuleikar koma til að spila. Nefna má t.d. Hilmar Hjartarson, Friðjón Jóhannsson, Valberg Kristjánsson, Lindu Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum og fleiri.

Ballið byrjar kl 22.00 og stendur til kl 02.00, nema allt verði vitlaust. Aldurstakmark er 18 ár og miðinn kostar 2.000 krónur. Það verður posi á staðnum. Sara og Lovísa verða klárar með bjórinn og kökurnar á Kaffi Norðurfirði og


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. ágúst 2015

Klénsmiðurinn á Kjörvogi.

Ný sending  af bókinni Klénsmiðurinn á Kjörvogi komin til höfundar.
Ný sending af bókinni Klénsmiðurinn á Kjörvogi komin til höfundar.

Ævisaga Þorsteins Þorleifssonar (1824-1882) kom út á síðasta ári. Á baksíðu bókarinnar er getið um helstu störf hans, en einnig var hann uppfinningamaður, annaðist veðurathuganir og stundaði nýsköpun. Hann var hagmæltur, forspár og hafði mjög fjölbreytt áhugamál. Í ævisögunni er fjallað um merkilegt lífshlaup hans, foreldra og næstu afkomendur, en einnig eru þar aldarfarslýsingar og nokkuð er ritað um staðhætti.

Bókin, sem ber nafnið Klénsmiðurinn á Kjörvogi, er til sölu hjá höfundi.

Verðið hefur verið lækkað og kostar eintakið nú kr. 3.500, auk póstkostnaðar komi hann til.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
Vefumsjón