Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015
Prenta
Myndir af skriðum. Norðara svæði.
Mikil skriðuföll og vatnavextir hafa verið í Árneshreppi undanfarið þótt verst hafi verið í gær. Fréttamaður Litlahjalla tók nokkrar myndir fyrir hádegið í dag af norðara svæðinu, það er frá Árneskrók til Norðurfjarðar. Enn og aftur komu nýjar skriður úr gamla skriðustaðnum í Hvalvík (Árnesfjalli í júlí 2014), en litlar en talsvert vatn rennur þar yfir veginn. Ein stærsta skriðan er í svonefndum Urðum sem er fyrir norðan Mela, á veginum til Norðurfjarðar. Myndirnar tala sínu máli.
Kem með í kvöld eða á morgun myndir af Kjörvogshlíð.