Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. ágúst 2015
Prenta
Jarðföll.
Nokkuð var um að féllu spildur víða úr fjöllum í þessum miklu vatnavöxtum þann 28. Ágúst, enn ullu ekki tjóni á mannvirkjum aðeins gróðri. Myndatökumaður Litlahjalla hefur aðeins tekið myndir af þessum jarðföllum, í Reykjaneshyrnu vestanmegin, Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík segist ekki muna eftir að svona spildur hafi fallið fyrr þarna, en það hefur skeð norðaustar í Hyrnunni fyrir ofan svonefnt Lambanes. Einnig hefur fallið úr Örkinni að norðanverðu á nokkrum stöðum, sem er ekki vanalegt á svo mörgum stöðum en hefur náð að bænum Gíslabala sem var þarna upp undir fjalli. Þetta er svona víða í fjöllum hér í Árneshreppi.