Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015
Prenta
Oddvitinn komst ekki heim.
Á fimmtudaginn 27.ágúst var Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti við vinnu á hreppsskrifstofunni að venju og ætlað á stað heim um nónleitið. En þegar hún kemur að Kýrvíkurnesbrekku sem er inn með Reykjarfirði á Kjörvogshlíð eru komnar skriður á veginn, og hún fer að kanna aðeins lengra innar og sér bara aurspýjur lengra og lengra. Þannig að hún varð að snúa við og fór í Trékyllisvík til vina þar og var þessa daga sem vatnsveðrið var. Eva komst svo heim núna um kaffileitið í dag eftir að Vegagerðin var búin að moka í gegn nú bara rétt áðan. Þannig að Eva komst ekki til síns heima í tvo sólarhringa.