Náttúrubarnaskóli á Ströndum.
Náttúran er ævintýraheimur. Þar gerast alls konar ævintýri og þar er margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Náttúrubarnaskólinn er nýtt verkefni á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma. Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar er talað um fjöruna og leyndardóma hennar, rekadrumba og þöngulhausa, einnig fugla, seli og plöntur. Eins er sagt frá þjóðsagnapersónum og sögunni sem tengist svæðinu. Veðrið verður líka skoðað, skráð og skeggrætt um það með hjálp frá lítilli heimatilbúinni veðurstöð sem verður í Sævangi. Þá verður farið í gönguferðir og leiki. Eins stendur til að föndra og skapa listaverk, búa til jurtaseyði, rannsaka lífríkið, búa til fuglahræður, senda flöskuskeyti og margt fleira. Kennslan fer að miklu leyti fram utandyra og er verkleg, þó auðvitað verði að haga eftir seglum eftir vindum og veðri.
Meira