Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júní 2015

Sumarmölin 2015.

Drangsnes. Mynd Mats.
Drangsnes. Mynd Mats.

Tónlistarhátíðin Sumarmölin fer fram í þriðja sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi þann 13. júní næstkomandi. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og nýtur frábærrar tónlistar í einstöku umhverfi.

 

Fyrir Sumarmölina í ár var rjóminn fleyttur ofan af íslensku tónlistarlífi og sett saman ómótstæðileg dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Á hátíðinni í ár koma fram:

 

Sóley, Retro Stefson, Tilbury, Ylja, Borko, Kveld-Úlfur og Berndsen

 

16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri tónleikagestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd með fullorðnum.

 

Tónleikarnir hefjast klukkan 19:30 en húsið opnar um hálftíma fyrr.

 

Að tónleikum loknum munu FM Belfast DJar halda upp stuði og stemningu fyrir dansþyrsta tónleikagesti á Malarkaffi fram á nótt.

 

Miðaverð er 4500 kr. í forsölu

Hægt er að kaupa 2 miða og gistingu fyrir 2 á Malarhorni á aðeins 25.000 kr.

Aðgangur er ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

 

Forsala aðgöngumiða fer fram á tix.is.

 

Nánari upplýsingar veitir Björn Kristjánsson í s. 8645854

 

Nokkur orð um hljómsveitirnar:

 

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. maí 2015

Mikið af fé sett út á tún í gær.

Mikið af lambám var sett út á tún í gær.
Mikið af lambám var sett út á tún í gær.
1 af 5

Í gær var hið besta veður norðvestlæg vindátt með hægum vindi og skýjuðu veðri og hita upp í átta stig. Þannig að bændur gripu tækifærið og settu mikið af lambfé út, sjálfsagt á þetta við á öllum bæjum í Árneshreppi þótt fréttamaður L-H þekki best til í Litlu-Ávík þar sem hann vinnur við sauðburðinn hjá hálfbróðir sínum Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda. Þetta mun vera tuttugusta árið í röð sem Jón G Guðjónsson vinnur við sauðburð í Litlu-Ávík, en áður en hann flutti norður aftur 1995 kom Jón oftast norður til að vera við sauðburð þótt hann byggi og inni á höfuðborgarsvæðinu, en Jón er fæddur og uppalin í Litlu-Ávík.

Lambfé sem var komið út á tún fyrir síðasta hret (byl) stóð allt vel af sér þessi ósköp, ær og lömb lágu í skjóli þar sem það var að fá, mikið af lömbum leituðu sér skjóls inn í hey rúllum sem var búið að setja út á tún, þar sem geil myndaðist þar sem fé var búið að éta úr, enda er bölvuð bleytan verst fyrir lömbin.  Í Litlu-Ávík er víða gott skjól á túnum vegna kletta og góðra og hjalla sem eru víða á jörðinni. Það voru sjötíu og fjórar lambær úti á túnum í Litlu-Ávík í snjókomunni og óveðrinu 27. og 28 maí.  Í gær


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. maí 2015

Tókst að fljúga í dag.

19 sæta vél Ernis kom með vörur í dag og tók farþega suður. Myndasafn.
19 sæta vél Ernis kom með vörur í dag og tók farþega suður. Myndasafn.

Eins og fram kom hér á vefnum var ekki hægt að fljúga til Gjögurs í gær vegna snjókomu, en í dag var flogið fyrir hádegið. Þetta var síðasta ferðin sem vörur koma í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði með flugi, en eftir mánaðarmótin tekur Strandafrakt við á flutningabíl. Í næsta mánuði verður aðeins flogið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. maí 2015

Mikill snjór í Norðurfirði.

Séð inn Norðurfjörð.
Séð inn Norðurfjörð.
1 af 3

Þegar fréttamaður Litlahjalla skrapp í Kaupfélagið eftir hádegið til að versla og fleira brá Jóni við hvað mikill snjór væri þarna norður frá, 15 til 18 cm snjódýpt og mjög sleipt að keyra í þessu, og Vegagerðin segir græna línu norður eða greiðfært, það er gott að taka mark á vef Vegagerðarinnar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. maí 2015

Flugi aflýst vegna snjókomu.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs vegna snjókomu og dimmviðris í dag. Hefur nokkur heyrt þetta fyrr að það þurfi að aflýsa flugi vegna snjókomu 28. maí ?, hinsvegar er vant að þurfa að aflýsa flugi vegna þoku á þessum árstíma, sem hefur oft skeð á vorin.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. maí 2015

Allt að verða hvítt.

Snjóinn festir á mælaskýlið.
Snjóinn festir á mælaskýlið.
1 af 2

Það blæs ekki vel á menn og skepnur þessa dagana. Í morgun klukkan sex var norðan 14 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og hitinn 0,6 stig og snjókoma. Allt er nú að verða hvítt í sjó fram og en kólnar. Búið var að setja nokkuð af lambfé út á tún og það fé liggur í skjóli þar sem það er að fá,verst er


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. maí 2015

Áburðurinn kominn til bænda.

Áburðarbíll.
Áburðarbíll.

Nú er áburðurinn kominn heim til bænda, en verið var að keyra honum um helgina frá Hólmavík á tveim bílum með tengivagna. Það voru þeyr Björn (Bylli) og Þórður (Ninni) Sverrissynir sem fluttu áburðinn. Þetta er óvenju seint sem áburðurinn er fluttur, en það var vegna ástands vega norður og þungtakmarkana. Í fyrra var áburðurinn fluttur í fyrstu viku maí. En árið 2013 var ekki hægt að flytja áburðinn norður fyrr en í lok maí vegna ástands vega norður.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. maí 2015

Vestfirðir í stórsókn.

Grímsey á Steingrímsfirði.
Grímsey á Steingrímsfirði.
1 af 2

Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu eru að fara af stað með stærsta markaðsátak sem sveitarfélögin hafa farið í. Vestfirðingar hafa aldrei verið þekktir fyrir að byrja smátt eða hafa hljótt og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli enda er þetta þriggja ára verkefni sem snýr að því að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna.

Átakið sem um ræðir er persónustýrt markaðsátak þar sem áhorfandinn getur sett saman sína draumaferð um Vestfirði. Langar þig að slappa af í heitu pottunum í fjörunni á Drangsnesi, horfa fram af Látrarbjargi eða heimsækja tónlistasafnið Melódíur minninganna? Nú getur þú prófað þetta allt saman og meira til.

Þeir sem setja saman og deila sinni draumaferð um Vestfirði á Facebook eru síðan


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. maí 2015

Drög að matsáætlun vegna Hválár.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)

Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði:
Vesturverk ehf. áformar að reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði.  Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar er að hefjast með matsáætlun og er það unnið af Verkís fyrir Vesturverk ehf.  Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst.  Gerð verða 3 miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði og Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará leiddar í aðrennslisgöngum í stöðvarhús sem byggt verður neðanjarðar.
Áhugasamir aðilar og almenningur er hvött til að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og og gera athugasemdir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. maí 2015

Flotbryggjan fest niður.

Kafarinn Arnoddur Erlendsson. Mynd Ægir.
Kafarinn Arnoddur Erlendsson. Mynd Ægir.
1 af 2

Flotbryggjan í höfninni í Norðurfirði sem slitnaði upp í norðaustan óveðri annan nóvember í haust,er nú kominn á sinn stað,en í haust var henni fest niður til bráðabrigða. Í gær kom kafari til verksins og kafaði niður til að festa keðjum niður í festingar í sjávarbotni. Kafarinn Arnoddur Erlingsson og Guðlaugur Ágústson á Steinstúni hafa verið að vinna við þetta í gær og í dag. Settar voru sterkari keðjukrókar til að festa keðjurnar niður. Nú


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Platan steypt.01-10-08.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
Vefumsjón