Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2015

Úthlutun styrkja Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.

Styrkir komu í hlut:Falinn skógur sýning Djúpavík,og Steypa Djúpavík,og Gunna fótalausa,minnisvarði og sýning Kört Trékyllisvík.
Styrkir komu í hlut:Falinn skógur sýning Djúpavík,og Steypa Djúpavík,og Gunna fótalausa,minnisvarði og sýning Kört Trékyllisvík.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2015 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 60 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Fjórðungssamband Vestfirðinga vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

Listi um framlög er birtur hér að neðan, en næst verður auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í desember næstkomandi vegna ársins 2016.

Ákveðið var að þessu sinni að styrkja 20 verkefni og stofnanir í flokki hærri styrkja (framlag hærra en milljón), en 40 milljónir voru samtals til ráðstöfunar í þeim flokki. Alls voru 9 þessara verkefna á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar, en 11 verkefni voru annaðhvort viðameiri menningarverkefni eða að um var að ræða stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Upphæðir þeirra voru á bilinu 1,2 milljónir til 5 milljónir sem var hæsti styrkur á árinu 2015. Í flokknum minni styrkir (milljón eða minna), þar sem 20 milljónir voru til ráðstöfunar, fengu alls 36 verkefni styrkvilyrði á bilinu 110 þúsund til 1 milljón. Heildarfjöldi styrktra verkefna var því 56 og eru viðtakendur styrkjanna 49. Meðalupphæð styrkvilyrða í heildina er tæp 1,1 milljón.

Varðandi kynjahlutföll þá skiptast styrkvilyrði þannig að varðandi stærri verkefnin 20 eru í 11 tilvikum konur í forsvari verkefna eða stofnana, en í 9 tilvikum karlar. Varðandi minni


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2015

Árneshreppur búin að opna vefsíðu.

Skrifstofa Árneshrepps er í einu herbergi í Kaupfélagshúsunum,en hreppurinn á þær eignir.
Skrifstofa Árneshrepps er í einu herbergi í Kaupfélagshúsunum,en hreppurinn á þær eignir.

Sveitarfélagið Árneshreppur er nú búið að opna vefsíðu www.arneshreppur.is  og nýtt netfang er arneshreppur@arneshreppur.is 

Á forsíðu segir tildæmis:

Auk hefðbundins land- búnaðar má nefna rekasæld, fuglatekju, selveiði og fiskveiðar, þar á meðal hákarlaveiði. Og á fyrri hluta þessarar aldar voru reistar tvær síldarverksmiðjur í hreppnum, í Ingólfsfirði og Djúpavík, sem ennþá standa miklar leifar af. Enn lifir og starfar í sveitinni fólk, sem man og tók þátt í vinnubrgöðum sem lítt höfðu breyst um aldir. Í Árneshreppi hefur því þróast í aldanna rás merkilegt samfélag og íbúar þar voru á fimmta hundrað árið 1940. Nú eru þeir aðeins um áttatíu og vegna grisjunar byggðar á þess- um slóðum er nú orðin nærri 100 km fjarlægð til næsta byggðarlags og leiðin þangað á landi getur lokast marga mánuði á veturna vegna snjóa.

 

Á heimasíðunni


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. júlí 2015

Matsáætlun Hvalárvirkjunar auglýst.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Það er Vesturverk ehf. á Ísafirði sem áformar að reisa virkjunina. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði. Árnar Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará verða leiddar í aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi sem byggt verður neðanjarðar. Frárennslisgöng virkjunarinnar opnast rétt ofan ósa Hvalár. Heildarfall verður um 315 metrar og heildarorkugeta Hvalárvirkjunar er áætluð um 320 GWh/a og afl hennar er áætlað 55 MW.

Helstu mannvirki eru stöðvarhús, lón, stíflur, jarðgöng, gangamunnar og skurðir. Þá verða gerðir aðkomuvegir og eldri vegir styrktir auk þess sem gerð verður hafnaraðstaða. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum og er stefnt að því að ljúka mati á umhverfisáhrifum snemma árs 2016, þannig að verkhönnun og síðan útboðsgagnagerð geti hafist í framhaldi.



Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2015

Veðrið í Júní 2015.

Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og köldu veðri, snjóéljum og slyddu fram til fimmta. Þann sjöunda snerist í suðvestanáttir og veður talsvert hlýnandi fram til níunda, en kólnaði talsvert aftur fram til fjórtánda, slydduél voru síðast þann ellefta. Síðan voru hægar hafáttir út mánuðinn, en NA stinningskaldi þann 30. Frekar svalt var í þokuloftinu frá tuttugusta og út mánuðinn. Úrkomulítið var í mánuðinum og lítil sem engin úrkoma eftir miðjan mánuð, enda þurrir dagar taldir 15. Mánuðurinn var kaldur í heild.

Fjöll urðu hvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3. og vegur þungfær norður og Vegagerðin þurfti að moka talsverðan snjó.

Suðvestan hvassviðri og stormur var frá 7 og fram á morgun þann 9. Kviður fóru í 39 m/s, þetta var eins og hinn versti hauststormur.

Bændur voru að mestu búnir að bera tilbúin áburð á tún uppúr 20. Eru öll vorverk um hálfum mánuði til þrem vikum seinni enn í venjulegu árferði.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  15,4 mm. (í júní 2014: 32,4 mm.)

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 19: +13,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: +0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig. (í júní 2014: +7,10 stig.)

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 1-2-3 og 30, annars gott eða sæmilegt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júní 2015

Bílar keyrðu á rollu og lömb.

Það var ljót sjón að sjá á vettfangi.Mynd Þorsteinn Guðmundsson.
Það var ljót sjón að sjá á vettfangi.Mynd Þorsteinn Guðmundsson.

Það getur alltaf ske að bílstjórar lendi í því að keyra á fé, og stundum ekkert hægt að ráða við það,en að tveir bílar keyri á sömu rolluna og lömbin hennar tvö er nú svolítið sérstakt. Þetta byrjaði með því að bístjóri lenti í því að keyra á rollu á veginum við svonefnda Kolgrafavík sem er á milli eyðibýlisins Sróru-Ávík og Finnbogastaða í Árneshreppi. Sá bílstjóri fór að Finnbogastöðum að láta vita af óhappinu og fá hjálp við að aflífa rolluna, því hann taldi hana ekki alveg dauða. Þorsteinn Guðmundsson bóndi fer með honum að athuga málið, enn þegar þeyr koma á vettfang er annar bíll búin að keyra á rolluna og rollan hefur dregist með þeim bíl um 20 til 30 metra, og einnig hafði sá bíll keyrt á lömbin hennar tvö, og var annað lambið dautt en það þurfti að aflífa hitt. Lömbin tvö


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. júní 2015

Pósturinn kemur með Strandafrakt.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.

Nú eftir að Gjögurflugvelli var lokað og ekkert flug langt fram í ágúst mun pósturinn koma með flutningabílum Strandafraktar til Norðurfjarðar. Pósturinn kemur með bílnum á mánudögum svo framarlega að bílar þurfi að sækja fisk, annars næsta dag þegar þarf að sækja fisk. Og eins og venjulega á sumrin á miðvikudögum en þá er föst áætlunarferð hjá Strandfrakt til Norðurfjarðar. Það getur komið fyrir ef bíll kemur seint að pósti sé ekki dreift fyrr en daginn eftir að bíll kemur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júní 2015

Bændur loks búnir að bera á tún.

Loks er búið að bera á tún.
Loks er búið að bera á tún.
1 af 2

Bændur hér í Árneshreppi fóru ekki að bera tilbúin áburð á tún fyrr en uppúr miðjum mánuði enda var þá verið að sleppa fé úr túnum,þetta er um hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði. Tún er nú farin að taka vel við sér, enda hefur verið smá rekja undanfarna daga í þokuloftinu þótt mjög kalt sé í þokunni við sjóinn. Úthagi er farin að grænka svolítið en ekki orðin góður enn. Útilokað er að segja til um hvernig grasspretta verður á þessu sumri ennþá. Yfirleitt


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. júní 2015

Strandasól fær peningagjöf.

Jón Bjarni-Ingvar og Jón Ingimarsson.
Jón Bjarni-Ingvar og Jón Ingimarsson.

Björgunarsveitin Strandasól fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar afkomendur Jóns Magnússonar og Bjarnveigar Friðriksdóttur í Fögrubrekku á Gjögri komu í heimsókn, skoðuðu nýja og glæsilega aðstöðu björgunarsveitarinnar og færðu henni myndarlega gjöf. Gjöfin var vegleg peningaupphæð og fylgdi henni góðar óskir til sveitarinnar.

Á myndinni


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2015

Þjófnaður á Ströndum – dómur.

Þjófaparið var handtekið í gær í Árneshreppi.
Þjófaparið var handtekið í gær í Árneshreppi.

Úr dagbók lögreglunnar:
Erlenda parið sem lögreglan á Vestfjörðum handtók um hádegisbilið í gær á Ströndum, grunað um þjófnað, var fært til yfirheyrslu á Ísafirði.  Nú í morgun gaf lögreglustjórinn á Vestfjörðum út ákæru vegna þeirra brota sem parið er talið hafa framið á Ströndum undanfarna daga.  Þau voru leidd fyrir Héraðsdóm Vestfjarða í framhaldinu.  Parið gekkst við þjófnuðum á tveimur stöðum, annars vegar þjófnað á matvælum úr reykkofa á Drangsnesi og hins vegar á ýmsum varningi úr verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Nú rétt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2015

Síðasta flug á Gjögur í bili.

TF-ORB Cessna 207  7 sæta, eins hreyfils flugvél Ernis.
TF-ORB Cessna 207 7 sæta, eins hreyfils flugvél Ernis.

Í gær var síðasta áætlunarflug Ernis á Gjögur, því flugbrautinni verður lokað klukkan sex að morgni næsta mánudag 22. júní. Áætlun lokunarinnar á Gjögurflugvelli er fram til 16 ágúst næstkomandi. Auðvitað getur þessi áætlun breyst en það verður að koma í ljós síðar, þegar framkvæmdir eru vel á veg komnar. Ekki gat nú flugfélagið Ernir flogið þessa síðustu áætlun á réttum tíma í gær. Áætlunin var í fyrstu í gær klukkan 12:30 úr Reykjavík, á einni af 19 sæta vélum þeirra, sem er rétt áætlun, en um tvöleytið var því breytt í litlu einshreyfils vélina og þá úr Reykjavík um 15:45, en því seinkaði stöðugt og loks kom sú litla einna hreyfla um 17:40. Við erum að vona hér íbúar í Árneshreppi að við þurfum ekki að vera í þriðja til fjórða sæti eftir að flugbrautin er orðin malbikuð og


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Allt sett í stóra holu.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Dregið upp.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón