Úthlutun styrkja Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2015 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 60 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Fjórðungssamband Vestfirðinga vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.
Listi um framlög er birtur hér að neðan, en næst verður auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í desember næstkomandi vegna ársins 2016.
Ákveðið var að þessu sinni að styrkja 20 verkefni og stofnanir í flokki hærri styrkja (framlag hærra en milljón), en 40 milljónir voru samtals til ráðstöfunar í þeim flokki. Alls voru 9 þessara verkefna á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar, en 11 verkefni voru annaðhvort viðameiri menningarverkefni eða að um var að ræða stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Upphæðir þeirra voru á bilinu 1,2 milljónir til 5 milljónir sem var hæsti styrkur á árinu 2015. Í flokknum minni styrkir (milljón eða minna), þar sem 20 milljónir voru til ráðstöfunar, fengu alls 36 verkefni styrkvilyrði á bilinu 110 þúsund til 1 milljón. Heildarfjöldi styrktra verkefna var því 56 og eru viðtakendur styrkjanna 49. Meðalupphæð styrkvilyrða í heildina er tæp 1,1 milljón.
Varðandi kynjahlutföll þá skiptast styrkvilyrði þannig að varðandi stærri verkefnin 20 eru í 11 tilvikum konur í forsvari verkefna eða stofnana, en í 9 tilvikum karlar. Varðandi minni
Meira