Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. ágúst 2015
Prenta
Vegagerðin undirbýr kafla undir klæðningu.
Vegagerðin á Hólmavík er nú að breikka og hækka nokkra kafla í Árneshreppi, þar sem stendur til að setja klæðningu á vegi. Þar sem á að setja klæðningu á er smá kafli við Hótel Djúpavík og frá Finnbogastöðum og norður fyrir Árnes og við Mela, einnig frá króknum í Norðurfirði og að Steinstúni. Heildarvegalengdin eru tæpir tveir kílómetrar. Vegagerðin ætlar að nota tækifærið þegar Borgarverk sem sér um framvæmdir og klæðningu á Gjögurflugvelli, og fá þá í að setja klæðninguna á þessa kafla.