Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. ágúst 2015
Prenta
Rafmagn fór af í gærkvöldi.
Rafmagnslaust varð í Árneshreppi í um tíu mínútur í öllum hreppnum. Rafmagnið fór af rétt uppúr klukkan tíu í gærkvöldi þegar verktakar sem eru við vinnu á Gjögurflugvelli slitu jarðkapal sem liggur í flugbrautinni og í Gjögurvita, þeir létu strax vita til Orkubúsins, þannig að strax var hægt að staðsetja bilunina. Rafmagn komst á eftir tíu mínútur fyrir norðan Bæ í Trékyllisvík, en ekki fyrr enn 23:20 í Litlu-Ávík og á Kjörvogi þegar Gjögurlínunni var kúplað út. Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík komu strax norður og gerðu við kapalinn og komst rafmagn á Gjögursvæðið í nótt.