Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2015 Prenta

Veðrið í Júlí 2015.

Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn  einkenndist af að hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, oftast hægar. Og einnig var mánuðurinn mjög kaldur hiti náði aðeins að fara í tæp níu stig. Hver skyldi trúa því að hér sé verið að lísa hitastigi í júlí mánuði.?  Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum. Sláttur hófst seint í júlí í Árneshreppi vegna kulda, vætutíðar og sprettuleisis.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 70,0 mm.  (í júlí 2014: 124,6 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 27: +8,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9 og 25: +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,42 stig. (í júlí 2014: +7,59 stig.)

Sjóveður: Nokkuð slæmt þann 1-11-19-20 og 31, eða talsverður sjór, annars sæmilegt og jafnvel gott.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-31:Hafáttir, NV, N, NA, kul, gola, stinningsgola, en kaldi þann 20. og 31. og stinningskaldi, þann 1. og 19. súld, rigning, oftast þokuloft í mánuðinum, hiti 4 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
Vefumsjón