Drög að matsáætlun vegna Hválár.
Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði:
Vesturverk ehf. áformar að reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar er að hefjast með matsáætlun og er það unnið af Verkís fyrir Vesturverk ehf. Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Gerð verða 3 miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði og Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará leiddar í aðrennslisgöngum í stöðvarhús sem byggt verður neðanjarðar.
Áhugasamir aðilar og almenningur er hvött til að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og og gera athugasemdir
Meira