Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2015

Veðrið í Apríl 2015.

Alhvít jörð var orðin aftur þann 24.
Alhvít jörð var orðin aftur þann 24.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með nokkru frosti og éljum og snjókomu,en fór síðan að hlýna þann þriðja og var lofthiti yfir frostmarki yfir daginn. Þann 11. var komin norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu og nokkru frosti. Síðan voru suðlægar eða austlægar vindáttir og frostlaust yfir daginn. Þann 15.fór að hlína með suðlægum vindáttum sem stóð til 21. En þann 22. fór að kólna með éljum. Þann 23. gekk í norðanátt, með allhvössum vindi með snjókomu, og talsverðu frosti, en mun hægari síðustu tvo daga mánaðar. Þann 7 og 8 gerði suðvestan hvassviðri með storméljum. Og þann 11 gerði norðan hvassviðri og storm með snjókomu og nokkru frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 46,3 mm. (í apríl 2014: 41.2 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 20: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 12: -5,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,26 stig.  (í apríl 2014: -0,23 stig.)

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 3. 22 cm.

Sjóveður: Slæmt dagana 1-11-12 og frá 24 til 28, annars sæmilegt í sjóinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. maí 2015

Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi sýnd í kvöld.

María Guðmundsdóttir við myndatöku.
María Guðmundsdóttir við myndatöku.

María Guðmundsdóttir ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta hefur verið við myndatökur í Árneshreppi síðastliðin fjögur ár að kvikmynd sem hún nefnir Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum. En María Guðmundsdóttir var alin upp í Djúpavík hjá móður sinni og fósturföður. María vann myndina ásamt Vígdísi Grímsdóttur rithöfundi, en Vígdís sá um að taka flest viðtölin í myndinni ásamt Önnu Dís Ólafsdóttur sem er handritshöfundur myndarinnar. Myndin er samansett úr stuttum aðskildum smásögum. Viðfangsefni


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. apríl 2015

Bifreiðaskoðun 4 - 8 maí.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 4. maí til föstudagsins 8. maí 2015. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet), hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi. Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem ekki er búið að ákveða,með endastafi 8,9,eða 0.
Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar sem skoðað er 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. apríl 2015

Flugi aflýst.

19 sæta vél Ernis á Gjögurflugvelli.
19 sæta vél Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs. Það gengur á með mjög dimmum éljum og vindur er norðan allhvass og upp í hvassviðri. Athugað verður með flug á morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. apríl 2015

Seinkar mikið að vinna á túnum.

Öllum vorverkum mun seinka vegna vetrarveðurs.
Öllum vorverkum mun seinka vegna vetrarveðurs.

Það er óhætt að segja að það muni seinka mikið að vinna á túnum i vor,það er að slóðadraga eins og við köllum það hér í Árneshreppi,  vegna snjóa. Í firravor var byrjað að slóðadraga hér í Litlu-Ávík síðasta vetrar dag sem bar þá upp á 23. apríl, og  dagana á eftir var hægt að klára það. Nú virðist ekki vera hægt að vinna á túnum fyrr enn eftir svo sem tíu eða tólf daga miðað við veðurspá og veðurfar. Snjór þarf að bráðna af jörð og jörð að þiðna og jafna sig. Fyrir þetta norðan hret og kulda var þetta allt komið í góðan gír og jörð þíð og orðin auð


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. apríl 2015

Gleðilegt sumar- Harpa byrjar.

Vetur og sumar frusu saman og flekkótt jörð er.
Vetur og sumar frusu saman og flekkótt jörð er.

Sumardagurinn fyrsti  einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur  Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag, á tímabilinu frá 19. til 25 apríl  (það er að segja fyrsta fimmtudag eftir 18. Apríl.)

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Hér


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. apríl 2015

Opnun tilboða vegna Gjögurflugvallur.

Gjögurflugvöllur.
Gjögurflugvöllur.

Opnun tilboða vegna endurbóta flugbrautar á Gjögurflugvelli 2015. Var opnað í gær hjá Ríkiskaupum.

1. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir
kr. 103.020.000.-  2. Borgarverk ehf.
kr. 95.824.000.-  3. Jarðlist ehf.
kr. 77.762.940.-

Fleiri tilboð bárust ekki.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. apríl 2015

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 26. apríl klukkan: 16:00. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg. Má þar t.d. nefna lög eins og Þannig týnist tíminn, Ég er komin heim, Bjartar vonir vakna, og Ríðum sem fjandinn.
Einnig hefur Vilberg Viggósson útsett sérstaklega fyrir kórinn nokkur lög eins og Vegir liggja til allra átta, Bláu augun þín, Tunglið, tunglið taktu mig, Um þig, Vor í Vaglaskógi og syrpu með nokkrum lögum frá síðustu öld.
Fleiri góð lög eru á efnisskránni

Stjórnandi er Ágota Joó, á píanó leikur Vilberg Viggósson.
Miðaverð við innganginn er 3.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. apríl 2015

Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.

Hópurinn ásamt Einari og Össuri. Mynd af feisbóksíðu Einars K.
Hópurinn ásamt Einari og Össuri. Mynd af feisbóksíðu Einars K.

Í liðinni viku fóru börn Finnbogastaðaskóla í sitt árlega skólaferðalag ásamt starfsfólki. Farið var til Reykjavíkur á bílum. Farið var víða í Reykjavík og ýmsir staðir skoðaðir, eins og Hvalasafnið og Grillhúsið, Þjóðminjasafnið, Norrænahúsið, Skautahöllin og Húsdýragarðurinn. Síðast og ekki síst var Alþingi Íslendinga heimsótt þar sem Einar K Guðfinnsson forseti alþingis


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2015

Útboð:Gjögurflugvöllur Endurbætur flugbrautar 2015.

Flugbrautin Gjögurflugvelli.
Flugbrautin Gjögurflugvelli.

Verkið felst í að fjarlægja núverandi slitlag, rétta af þversnið, leggja burðarlag og tvöfalda klæðingu á flugbraut, akbraut og snúningsplön við enda flugbrautar, samtals um 25.000 m2 á flugvellinum að Gjögri. Einnig að leggja styrktarlag í flughlað og snúningshausa og sem afréttingarlag á flugbraut og malarslitlag á öryggissvæði við enda flugbrautar. Verkkaupi leggur til steinefni í styrktarlag, burðarlag, klæðingu og malarslitlag.
Leggja skal allar lagnir, vegna ídráttarrörakerfis fyrir flugbrautarlýsingu. Helstu hlutar þess eru röralagnir í skurðum meðfram flugbrautum, flughlöðum að flugstöð. Í því fellst m.a. skurðgröftur, ídráttarbrunnar, undirstöður ljósa (kollur) og annað tengt því.

Helstu verkþættir og magntölur:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Úr sal Gestir.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón