Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2015 Prenta

Þjófnaður á Ströndum – dómur.

Þjófaparið var handtekið í gær í Árneshreppi.
Þjófaparið var handtekið í gær í Árneshreppi.

Úr dagbók lögreglunnar:
Erlenda parið sem lögreglan á Vestfjörðum handtók um hádegisbilið í gær á Ströndum, grunað um þjófnað, var fært til yfirheyrslu á Ísafirði.  Nú í morgun gaf lögreglustjórinn á Vestfjörðum út ákæru vegna þeirra brota sem parið er talið hafa framið á Ströndum undanfarna daga.  Þau voru leidd fyrir Héraðsdóm Vestfjarða í framhaldinu.  Parið gekkst við þjófnuðum á tveimur stöðum, annars vegar þjófnað á matvælum úr reykkofa á Drangsnesi og hins vegar á ýmsum varningi úr verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Nú rétt fyrir hádegið kvað héraðsdómur upp dóm.  Þau hlutu bæði 60 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár. 

 Parinu hefur verið sleppt lausu og hefur Útlendingastofnun verið gert viðvart um dóminn. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gjögur-05-07-2004.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón