Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júní 2015

Bændur loks búnir að bera á tún.

Loks er búið að bera á tún.
Loks er búið að bera á tún.
1 af 2

Bændur hér í Árneshreppi fóru ekki að bera tilbúin áburð á tún fyrr en uppúr miðjum mánuði enda var þá verið að sleppa fé úr túnum,þetta er um hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði. Tún er nú farin að taka vel við sér, enda hefur verið smá rekja undanfarna daga í þokuloftinu þótt mjög kalt sé í þokunni við sjóinn. Úthagi er farin að grænka svolítið en ekki orðin góður enn. Útilokað er að segja til um hvernig grasspretta verður á þessu sumri ennþá. Yfirleitt


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. júní 2015

Strandasól fær peningagjöf.

Jón Bjarni-Ingvar og Jón Ingimarsson.
Jón Bjarni-Ingvar og Jón Ingimarsson.

Björgunarsveitin Strandasól fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar afkomendur Jóns Magnússonar og Bjarnveigar Friðriksdóttur í Fögrubrekku á Gjögri komu í heimsókn, skoðuðu nýja og glæsilega aðstöðu björgunarsveitarinnar og færðu henni myndarlega gjöf. Gjöfin var vegleg peningaupphæð og fylgdi henni góðar óskir til sveitarinnar.

Á myndinni


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2015

Þjófnaður á Ströndum – dómur.

Þjófaparið var handtekið í gær í Árneshreppi.
Þjófaparið var handtekið í gær í Árneshreppi.

Úr dagbók lögreglunnar:
Erlenda parið sem lögreglan á Vestfjörðum handtók um hádegisbilið í gær á Ströndum, grunað um þjófnað, var fært til yfirheyrslu á Ísafirði.  Nú í morgun gaf lögreglustjórinn á Vestfjörðum út ákæru vegna þeirra brota sem parið er talið hafa framið á Ströndum undanfarna daga.  Þau voru leidd fyrir Héraðsdóm Vestfjarða í framhaldinu.  Parið gekkst við þjófnuðum á tveimur stöðum, annars vegar þjófnað á matvælum úr reykkofa á Drangsnesi og hins vegar á ýmsum varningi úr verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Nú rétt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2015

Síðasta flug á Gjögur í bili.

TF-ORB Cessna 207  7 sæta, eins hreyfils flugvél Ernis.
TF-ORB Cessna 207 7 sæta, eins hreyfils flugvél Ernis.

Í gær var síðasta áætlunarflug Ernis á Gjögur, því flugbrautinni verður lokað klukkan sex að morgni næsta mánudag 22. júní. Áætlun lokunarinnar á Gjögurflugvelli er fram til 16 ágúst næstkomandi. Auðvitað getur þessi áætlun breyst en það verður að koma í ljós síðar, þegar framkvæmdir eru vel á veg komnar. Ekki gat nú flugfélagið Ernir flogið þessa síðustu áætlun á réttum tíma í gær. Áætlunin var í fyrstu í gær klukkan 12:30 úr Reykjavík, á einni af 19 sæta vélum þeirra, sem er rétt áætlun, en um tvöleytið var því breytt í litlu einshreyfils vélina og þá úr Reykjavík um 15:45, en því seinkaði stöðugt og loks kom sú litla einna hreyfla um 17:40. Við erum að vona hér íbúar í Árneshreppi að við þurfum ekki að vera í þriðja til fjórða sæti eftir að flugbrautin er orðin malbikuð og


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. júní 2015

Einn fermist frá Árneskirkju.

Fermingarbarnið Kári Ingvarsson.
Fermingarbarnið Kári Ingvarsson.

Aðeins einn drengur fermist frá Árneskirkju í Árneshreppi nú í vor. Það er Kári Ingvarsson í Árnesi, elsti sonur hjónanna Elísu Valgeirsdóttur og Ingvars Bjarnasonar. Fermingin fer fram í Árneskirkju hinni eldri laugardaginn 13. júní klukkan 16:00 og fermingarveislan hefst í félagsheimilinu klukkan 17:30.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. júní 2015

Gjögurflugvelli lokað frá 22. júní 2015.

Gjögurflugvelli lokað 22. júní.
Gjögurflugvelli lokað 22. júní.

Samið var við Borgarverk ehf í Borgarnesi vegna útboðs við framkvæmdirnar á Gjögurflugvelli, það er að setja bundið slitlag yfir brautina ásamt nýjum ljósabúnaði. En rafvirkjar Isavia setja upp og tengja ljósabúnaðinn. Flugvellinum á Gjögri verður lokað fyrir allri flugumferð mánudaginn 22. júní


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júní 2015

Falinn Skógur.

Sýningarstjórar eru Dóra Hansen húsgagna- og innanhússarkitekt og Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarfræðingur.
Sýningarstjórar eru Dóra Hansen húsgagna- og innanhússarkitekt og Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarfræðingur.
1 af 4

Fréttatilkynning.

Sunnudaginn 7. júní opnar í Djúpavík á Ströndum sýningin FALINN SKÓGUR – rekaviður í hönnun. Tuttugu og sex þátttakendur sýna nýleg verk  þar sem rekaviður er notaður á fjölbreytilegan hátt jafnt í skartgripi, nytjahluti, útihúsgögn sem arkitektúr. Verkin á sýningunni eru gott dæmi um það hvernig rekaviðurinn býður upp á fjölbreytilega nálgun. Ýmist má vinna úr honum ómeðhöndluðum eða að horfa á hann sem efnivið til frekari vinnslu. Sýningin er sett upp í gömlu síldarverksmiðjunni og verður opinn allt sumarið og er unnin í samvinnu við Hótel Djúpavík. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júní 2015

Strandafrakt byrjuð í áætlun.

Einn af bílum Strandafraktar.
Einn af bílum Strandafraktar.
1 af 2

Í gær miðvikudaginn 3. júní var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar með flutningabíl til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Einnig hefur Strandafrakt verið að flytja fisk á markað eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveiðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar, en þær veiðar hafa gengið ílla undanfarna daga vegna ótíðar. Eins


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júní 2015

Náttúrubarnaskóli á Ströndum.

Fjöruferð.
Fjöruferð.
1 af 2

Náttúran er ævintýraheimur. Þar gerast alls konar ævintýri og þar er margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Náttúrubarnaskólinn er nýtt verkefni á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma. Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar er talað um fjöruna og leyndardóma hennar, rekadrumba og þöngulhausa, einnig fugla, seli og plöntur. Eins er sagt frá þjóðsagnapersónum og sögunni sem tengist svæðinu. Veðrið verður líka skoðað, skráð og skeggrætt um það með hjálp frá lítilli heimatilbúinni veðurstöð sem verður í Sævangi. Þá verður farið í gönguferðir og leiki. Eins stendur til að föndra og skapa listaverk, búa til jurtaseyði, rannsaka lífríkið, búa til fuglahræður, senda flöskuskeyti og margt fleira. Kennslan fer að miklu leyti fram utandyra og er verkleg, þó auðvitað verði að haga eftir seglum eftir vindum og veðri.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2015

Veðrið í Maí 2015.

Mikill snjór var í Norðurfirði þann 28. Um 15 til 18 cm snjódýpt um hádegi.
Mikill snjór var í Norðurfirði þann 28. Um 15 til 18 cm snjódýpt um hádegi.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðan og norðaustanáttum með éljum og köldu veðri sem stóð til og með tólfta þessa mánaðar. Þá snerist til suðlægrar vindáttar í tvo daga með hlýnandi veðri í bili. Síðan voru hafáttir næstu fjóra daga með svölu veðri að mestu. Þann nítjánda snerist til suðlægra vindátta með aðeins hlýnandi veðri til tuttugusta og fyrsta. En aðfaranótt 22. gerði skammvinna norðanátt með kalsa rigningu og slyddu. Þá voru breytilegar vindáttir í tvo daga með rigningu. Þann 25 snerist til norðlægrar vindáttar með hægum vindi í fyrstu, en þann 27. var allhvasst með snjókomu og síðan slyddu fram á 28. Norðlægar vindáttir voru svo  út mánuðinn með svölu veðri.

Mánuðurinn var mjög kaldur í heild, og úrkomusamur eftir miðjan mánuð. Ræktuð tún eru farin að grænka enn ekki stingandi strá eða komin (nál eins og sagt var í gamla daga). Enda étur lambfé úr hey rúllum sem settar eru út á tún sem þær inni væru, og fé gefin fóðurbætir úti þegar þurrt er í veðri. Úthagi er ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, ljósgrár enn.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón