Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. ágúst 2015

Veðurstöðin í Litlu-Ávík 20.ára.

LitlaÁvík.
LitlaÁvík.
1 af 2

Fyrsta veðurskeytið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík var sent klukkan átján hundruð (18:00) þann 12 ágúst 1995.

Í ágúst það ár var sett upp veðurstöð í Litlu-Ávík með vindmælum fyrst stöðva í Árneshreppi á Ströndum,það er vindáttamæli og vindhraðamæli. Tæknimaður við uppsetningu var Elvar Ástráðsson ásamt strandamanninum og veðurfræðingnum Hreini Hjartarsyni,og dvöldu þeyr við uppsetningu í um tæpa fjóra daga,aðallega vegna kennslu í tölvukennslu fyrir veðursendingar,en þá var sent gegnum símalínu í þessum tölvum,og heimilissími úti á meðan. En Jón var búin að vera á námskeiði áður á Veðurstofu Íslands fyr veðurathuganir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. ágúst 2015

Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

Fyrra klæðningarlagið komið á flugbrautina.
Fyrra klæðningarlagið komið á flugbrautina.
1 af 5

Það gengur vel hjá Borgarverki ehf, með framkvæmdir á flugvellinum á Gjögri, en framkvæmdir byrjuðu 22. júní. Byrjað var á að moka gamla malarslitlaginu af brautinni, það var notað til að lengja brautina aðeins í suðvestur,og verður því lengra öryggissvæði. Þá voru grafnir skurðir meðfram brautinni fyrir ljósabrunna, en nú liggja rör á milli allra brunna til að draga kapla í seinna, einnig eru settir hitaskynjarar í flugbrautina, til að hægt sé að fylgjast með hitastigi. Einnig voru klappir við flughlað og austantil á brautinni fjarlægðar. Þá var keyrt nýju burðarlagi í brautina og styrktarlagi. Í gær var lagt fyrri klæðningin á flugbrautina, og það þjappað í nótt,en reynt verður að leggja seinni klæðninguna í dag, en það verða tvö lög,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. ágúst 2015

Rafmagn fór af í gærkvöldi.

Rafmagnslaust var á Gjögri fram á nótt.
Rafmagnslaust var á Gjögri fram á nótt.
1 af 2

Rafmagnslaust varð í Árneshreppi í um tíu mínútur í öllum hreppnum. Rafmagnið fór af rétt uppúr klukkan tíu í gærkvöldi þegar verktakar sem eru við vinnu á Gjögurflugvelli slitu jarðkapal sem liggur í flugbrautinni og í Gjögurvita, þeir létu strax vita til Orkubúsins, þannig að strax var hægt að staðsetja bilunina. Rafmagn komst á eftir tíu mínútur fyrir norðan Bæ í Trékyllisvík, en ekki fyrr enn 23:20 í


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. ágúst 2015

Íslandsmót í hrútadómum sunnudaginn 16. ágúst.

Frá hrútadómum í fyrra.
Frá hrútadómum í fyrra.

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.

Síðasta ár sigraði Björn Þormóður Björnsson, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í annað skipti, en hann sigraði áður árið 2005. Í öðru sæti var Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi en hann hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi og hafa hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein vakið mikla athygli. Í þriðja sæti urðu jöfn Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi og Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum í Strandabyggð.

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950-1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi er sögusýning sem ber yfirskriftina Brynjólfur Sæmundsson og starf héraðsráðunauta. Brynjólfur var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár og var þessi sýning opnuð á Hrútadómum í fyrra.

 

Í Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. ágúst 2015

Vegagerðin undirbýr kafla undir klæðningu.

Verið að keyra efni í veginn við skólann.
Verið að keyra efni í veginn við skólann.
1 af 2

Vegagerðin á Hólmavík er nú að breikka og hækka nokkra kafla í Árneshreppi, þar sem stendur til að setja klæðningu á vegi. Þar sem á að setja klæðningu á er smá kafli við Hótel Djúpavík og frá Finnbogastöðum og norður fyrir Árnes og við Mela. einnig frá króknum í Norðurfirði og að Steinstúni. Heildarvegalengdin eru tæpir tveir kílómetrar. Vegagerðin ætlar að nota


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2015

Veðrið í Júlí 2015.

Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn  einkenndist af að hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, oftast hægar. Og einnig var mánuðurinn mjög kaldur hiti náði aðeins að fara í tæp níu stig. Hver skyldi trúa því að hér sé verið að lísa hitastigi í júlí mánuði.?  Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum. Sláttur hófst seint í júlí í Árneshreppi vegna kulda, vætutíðar og sprettuleisis.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 70,0 mm.  (í júlí 2014: 124,6 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 27: +8,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9 og 25: +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,42 stig. (í júlí 2014: +7,59 stig.)

Sjóveður: Nokkuð slæmt þann 1-11-19-20 og 31, eða talsverður sjór, annars sæmilegt og jafnvel gott.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. júlí 2015

Bændur hafa getað verið við heyskap. Léleg spretta.

Rifjað.
Rifjað.
1 af 3

Bændur hér í Árneshreppi hafa getað verið við heyskap þessa viku, eða frá því um liðna helgi og mikið til af þessari viku, en í gær gerði súld á annnesjum, en Veðurstofa Íslands spáir einhverri úrkomu, eða sérstaklega á laugardaginn fyrir verslunarmannahelgina, en síðan mun lagast aftur á sunnudag eða mánudag. Bændur reyna að hafa til slegið hey ef tekst að þurrka í einn dag eða svo í þessari köldu og rakasamri veðráttu, í hita sem er frá fjórum stigum í tæp níu stig þegar best lætur. Það hefur verið þurrt veður frá 27. þar til í gær að gerði þessa súld og blotnaði talsvert í liggjandi heyji á túnum,sem næstum voru tilbúin í hirðingu (rúllun). Þetta hefur gengið nokkuð sæmilega þessa viku með heyskap, þrátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. júlí 2015

Gengur lítið sem ekkert með heyskap.

Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt 24-07-2015.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt 24-07-2015.

Heyannir er tíundi mánuður ársins og fjórði sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Heyannir hefjast alltaf á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri, eða á tímabilinu 23. til 30. Júlí.

Svo lýsir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal mánuðinum í riti sínu, Atli frá árinu 1780: Heyannir er mánuður sá, sem sól hleypur um ljónsmerki. Nafn þessa mánaðar sýnir hvað þá skal iðja. Því nú er komið að því ábatasamasta verki hér á landi, sem er að afla heys, og meta það flestir menn öðrum framar. Sláttur byrjar venjulega að miðju sumri. Vökva menn plöntur einu sinni í viku, með sjóvatni en öðru vatni annars, ef miklir þurrkar ganga. Nú má safna Burkna, hann er góður að geyma í honum vel þurrum egg, rætur og epli, sem ei mega út springa, hann ver og mokku og fúa. Líka hafa menn brúkað ösku í hans stað. Kornsúru og kúmeni má nú safna. Mitt í þessum mánuði er sölvatekjutími: Heimild Frjálsa alfræðiritið.

Já í dag er eftir almanakinu er sagt að heyannir byrji,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júlí 2015

Ferðafélag barnanna í heimsókn.

Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur.
Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur.

Ferðafélag barnanna hefur komið oft undanfarin ár í Árneshrepp og halda þá til í Ferðafélagshúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Undanfarin ár hefur Auður Elfa Kjartansdóttir landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands verið einn af fararstjórunum. Oftast eru haldnar kvöldvökur, og farið í ýmsa leiki, og fjöruferðir og oft er kveiktur varðeldur á kvöldin í fjörunni fyrir neðan Valgeirsstaði. Í dag var gengið á Reykjaneshyrnu sem er 316 metrar að hæð, þá er oftast komið við í Litlu-Ávík og veðurstöðin skoðuð og fræðst um lýsingar á veðri, rakastigi og öðrum mælingum, en þann 12. ágúst eru tuttugu ár síðan veðurathuganir í Litlu-Ávík hófust. Og þá er farið í sögunarskemmuna og rekaviður skoðaður sem kemur frá Síberíu, sem mikið er unnið úr í Litlu-Ávík. Börnin eru einnig þátttekendur í listasmiðju,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. júlí 2015

Hitinn aðeins farið í átta stig.

Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig.
Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig.

Mjög kalt hefur verið og úrkomusamt sem af er júlí. Það sem af er júlí hefur verið mest þokuloft með súld eða rigningu, það sem af er mánuði eru komnir tveir dagar þurrir, úrkoman var komin í 63,5 mm í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig, en hitinn er þetta yfirleitt á milli 6 og 7 stig yfir daginn,lægsti hitinn í júlí enn sem komið er var 4 stig þann 9.

Það er ekki von að spretti mikið í þessum kulda og lítur ílla út með grassprettu. Tveir bændur slógu


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
Vefumsjón