Heimasmalanir byrjuðu um helgina.
Um síðustu helgi byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín. Á laugardaginn 5. september voru smalaðir Árnesdalurinn og Bæjardalurinn og Skörðin, rekið inn í Árnesi og í Bæ. Í gær var smalað á Kjörvogi og Reykjanesströndin og Hyrnan til Litlu- Ávíkur í dag. Á morgun verður smalað frá Ávikurdal og Stóra- Ávíkurland og til Finnbogastaða. Á Melum verður smalað á miðvikudag eða á fimmtudag. Norðar í hreppnum verður smalað eftir fyrri leitir sem eru á föstudaginn 11 og laugardaginn 12 september, það er Ófeigsfjarðasvæðið. Miðað
Meira