Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2015

Skúli mennski snýr aftur á Strandirnar föstudaginn 13. nóvember.

Skúli mennski.
Skúli mennski.

Föstudaginn 13. nóvember mun ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli mennski snúa aftur á Strandirnar og skemmta eins og honum einum er lagið. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl. 20:00 en Skúli stígur á svið um klukkutíma síðar. Miðaverð er 2000 kr. og barinn opinn hjá vertunum á Malarkaffi sem að þessu sinni bjóða upp á færeyskan bjór á sérstöku tilboðsverði.

Með Skúla í för verður bandaríski tónlistarmaðurinn Kyle Woolard en hann  er forsprakki hljómsveitarinnar The Anatomy of Frank sem hefur sótt Ísland heim síðustu ár til þess að taka þátt í Airwaves ævintýrinu. Sveitin var stofnuð árið 2011 og hefur sent


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2015

Tara góður leiðsöguhundur.

Tara við hellismunnan. Mynd Árni B S.
Tara við hellismunnan. Mynd Árni B S.
1 af 5

Það hefur sínt sig að hundurinn Tara heimilishundurinn í Litlu-Ávík hefur staðið sig vel sem leiðsöguhundur út í Dugguholu og í Þórðarhelli. Þaulvant ferðafólk sem fór út í Þórðarhellir í sumar, sagðist aldrei hafa vitað um hund sem leiðbeinir svona vel. Gengið er frá Litlu-Ávík í Norðaustur út á svonefnd Nes og síðan út á Lambanes þar sem Dugguhola er, en Dugguhola er sjávarhellir þar sem myndast mikið skvamp og drunur í vissum sjógangi, og einnig segir sagan það að gat eigi að vera þaðan upp í svonefndan Mýrarhnjúk sem er sérstakur hnjúkur við Mýrarhnjúksvatn, en upp á hnjúknum er þúfa og maður hafi átt að stinga staf sínum niður í þúfuna og stafurinn fundist við Dugguholu. Tara hafi gengið með fólkið fyrst út á Lambanestangann og lagst niður þar sem hægt er að horfa inn í sjávarhellismunnan. Síðan hélt Tara áfram sem leið liggur út í Þórðarhellir og leit oft við til að athuga hvort fólkið fylgdi ekki á efir, og síðan að hellismunnanum. Þórðarhellir er austarlega í Rykjaneshyrnu


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2015

Sex veðurathugunarmönnum sagt upp á Veðurstofunni.

Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfréttir á RÚV Rás 1. Frá VÍ.
Anna Ólöf Bjarnadóttir les veðurfréttir á RÚV Rás 1. Frá VÍ.

Eins og segir í frétt á vef Veðurstofu Íslands 03-11-2015. Tölvarar kvaddir sem eru, og voru veðurathugunarmenn í Reykjavík einnig, eins og við veðurathugunarmenn út á landi, en höfðu svo meira starf, eins og að lesa veðurfréttir í útvarpi og svara fyrirspurnum um ýmislegt, og tala nú ekki um ísárin sem þetta góða fólk var á vaktinni þá var sko nóg að gera,að taka á móti ísfréttum og slíku bara í gegnum síma, því þá var engin tölvupóstur til, varð bara að taka á móti hafísfréttum frá veðurathugunarmönnum í gegnum síma og skrifa allt niður og lesa í útvarp ísfréttir með veðurfréttum á eftir þeim eða á undan ef þær voru mjög áreiðanlegar (forskot) .

Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður til tuttugu ára í Litlu-Ávík segir þetta alveg svakalegt að sjá svona fólki með mikla starfsreynslu sagt upp fyrir einhverjar breytingar. Veðurstofa Íslands getur ekki annað en misst svakalega reynslu af störfum þessa fólks. Sumt af þessum sex voru


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. nóvember 2015

Veðrið í Október 2015.

Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Ýmsar vindáttir voru í byrjun mánaðar, suðlægar, austlægar eða breytilegar vindáttir með frekar hægum vindi en nokkurri úrkomu fram til 13. Enn eftir það voru ákveðnar suðvestlægar vindáttir fram til 18. og síðan sunnan og suðaustan fram til 20. Þá gekk í ákveðna norðaustanátt fram til 26, og kólnandi veðri með snjóéljum, og urðu fjöll þá alhvít í fyrsta sinn og alhvítt á láglendi einnig. Eftir það voru suðlægar eða austlægar vindáttir og eða breytilegar út mánuðinn, sérlega fallegur dagur þann 31. með léttskýjuðu og eða heiðskíru veðri. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur.

Hvassviðri og eða stormur var af suðvestri 16 og 17, vindur náði 34 m/s í kviðum þann 16 og 35 m/s þann 17 í kviðum.

Mikið var um Norðurljós um kvöldið þann 6. og nutu magrir hverjir Árneshreppsbúar þess eftir vætutíð undanfarna daga, loks þegar stytti upp þann daginn og birti til seinni parts dags. Einnig var mikil Norðurljósadýrð þann 7. Norðurljós voru reyndar oftar í mánuðinum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. október 2015

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Frá aðalfundi í fyrra. Mynd Ívar B.
Frá aðalfundi í fyrra. Mynd Ívar B.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldinn á morgun sunnudaginn 1 nóvember klukkan tvö (14:00) 2015 í Akóges salnum í Lágmúla 4 í Reykjavík. Dagskráin er þessi. 1-Aðalfundarstörf og 2-Önnur mál. Að loknum fundarstörfum verða glæsilegar kaffiveitingar og


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. október 2015

Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi.

Verður sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.október kl:18:00.
Verður sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.október kl:18:00.
1 af 2

Ferðin heim smásögur úr Árneshreppi á Ströndum verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22. október klukkan 18:00.

María Guðmundsdóttir ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta hefur verið við myndatökur í Árneshreppi síðastliðin fjögur ár að kvikmynd sem hún nefnir Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum. En María Guðmundsdóttir var alin upp í Djúpavík hjá fósturmóður sinni og fósturföður. María vann myndina ásamt Vígdísi Grímsdóttur rithöfundi, en Vígdís sá um að taka flest viðtölin í myndinni ásamt Önnu Dís Ólafsdóttur sem er handritshöfundur myndarinnar. Myndin er samansett úr stuttum aðskildum smásögum. Viðfangsefni


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. október 2015

Steypt gólfplatan í Björgunarsveitarhúsinu.

Platan slípuð og fín.
Platan slípuð og fín.
1 af 3

Á fimmtudaginn áttunda október var steypt gólfplatan í björgunarsveitarhúsinu hjá Strandasól. Margir komu að verkinu Ágúst Guðjónsson kom með steypubíl frá Hólmavík, síðan voru verktakar sem slípuðu plötuna, liðna nótt. Margir heimamenn komu að undirbúningi fyrir steypuna, setja steypustyrktarjárnið í gólfið og plastið. Nú er komið rafmagn í húsið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. október 2015

Ofsafalleg Norðurljós.

Reykjaneshyrnan og Norðurljósin. Mynd tekin frá Krossnesi. Mynd Davíð.
Reykjaneshyrnan og Norðurljósin. Mynd tekin frá Krossnesi. Mynd Davíð.
1 af 2

Ofsalega fallegt veður gerði í kvöld hér í Árneshreppi eftir mikla rigningu frá í gær, enn loks stytti upp í dag, og gerði léttskýjað veður í kvöld. Ekki stóð á fallegum Norðurljósum í kvöld um níu leitið og núna langt fram eftir kvöldi og kannski enn. Hér koma myndir sem Davíð Már Bjarnason tók nú áðan og sendi vefnum frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. október 2015

Norðurfjarðarhöfn stækkuð.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Til stendur að stækka höfnina á Norðurfirði og var verkið boðið út fyrir nokkru og hefur verið samið við Verktakafyrirtækið Tígur í Súðavík, enn Tígur var með lægsta tilboðið. Áætlaður kosnaður er um 23 milljónir króna. Sveitarfélagið Árneshreppur mun fjármagna verkefnið að hluta. Áætlað er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. október 2015

Veðrið í September 2015.

Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.
Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði að þessu sinni með suðlægum vindáttum og að mestu hlýju veðri fram til 10. ,en suðlægar eða breytilegar vindáttir frá 11.  fram til 12, en þá fór að kólna aðeins. Frá 13 og fram til 17 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og fremur svölu veðri. Eftir það voru breytilegar vindáttir eða auslægar fram til 22. Frá 23 og fram til 26 voru hafáttir. Frá 27 voru suðlægar eða austlægar vindáttir, enn mánuðurinn endaði með suðvestan stormi með miklum stormkviðum. Úrkomulítið var fyrri hluta mánaðar, talsverð úrkoma frá miðjum mánuði.

Vindur náði tólf vindstigum gömlum þann 9. eða 34 m/s í kviðum. Og einnig þann 30. náði vindur 38 m/s í kviðum í suðvestanátt.

Mæligögn:

 


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Úr sal.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón