Veðrið í Október 2015.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Ýmsar vindáttir voru í byrjun mánaðar, suðlægar, austlægar eða breytilegar vindáttir með frekar hægum vindi en nokkurri úrkomu fram til 13. Enn eftir það voru ákveðnar suðvestlægar vindáttir fram til 18. og síðan sunnan og suðaustan fram til 20. Þá gekk í ákveðna norðaustanátt fram til 26, og kólnandi veðri með snjóéljum, og urðu fjöll þá alhvít í fyrsta sinn og alhvítt á láglendi einnig. Eftir það voru suðlægar eða austlægar vindáttir og eða breytilegar út mánuðinn, sérlega fallegur dagur þann 31. með léttskýjuðu og eða heiðskíru veðri. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur.
Hvassviðri og eða stormur var af suðvestri 16 og 17, vindur náði 34 m/s í kviðum þann 16 og 35 m/s þann 17 í kviðum.
Mikið var um Norðurljós um kvöldið þann 6. og nutu magrir hverjir Árneshreppsbúar þess eftir vætutíð undanfarna daga, loks þegar stytti upp þann daginn og birti til seinni parts dags. Einnig var mikil Norðurljósadýrð þann 7. Norðurljós voru reyndar oftar í mánuðinum.
Mæligögn:
Meira