Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. september 2015

Veðrið í Ágúst 2015.

Miklar skriður féllu á vegi í þessum hamförum 28 ágúst. Frá Kjörvogshlíð.
Miklar skriður féllu á vegi í þessum hamförum 28 ágúst. Frá Kjörvogshlíð.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með þessum hefðbundnu hafáttum eins og hafa verið í sumar, fram til tíunda. Þá loks þann 11 gerði suðlæga vindátt loks með sæmilegum hita, sem varði aðeins þann dag, þá gerði norðaustan aftur með kaldara veðri. Eftir það voru suðlægar vindáttir eða breytilegar fram til nítjánda. Frá 20. og fram til 29. voru norðlægar vindáttir með rigningu. Enn gífurleg rigning var þ.21 og 22, og síðan úrhelli þ.27 og 28. Síðustu tvo dagana voru suðlægar vindáttir með hlýindum og mikið til þurru veðri.

Gífurlegar vegaskemmdir urðu í mánuðinum, eftir úrhellisrigningar aðallega frá fimmtudeginum 27. og á föstudaginn 28. Miklar skriður féllu á vegi í Árneshreppi í miklum vatnavöxtum, mest á Kjörvogshlíð inn með Reykjarfirði, á veginn til Norðurfjarðar, á Munaðarneshlíð og Fellshlíð, og reindar allstaðar í hreppnum, þar sem skriður gátu fallið. Óvenju úrkomusamt var í þessum mánuði í Árneshreppi.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2015

Fyrsta áætlunarflug eftir framkvæmdir á Gjögurflugvelli.

Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
1 af 5

Í dag 1 september var fyrsta áætlunarflug  Ernis á Gjögurflugvöll eftir að klæðning var sett á flugbrautina. Engin ljós eru komin á brautina en búið að merkja hana. Nú í september mun Flugfélagið Ernir fljúga einungis einu sinni í viku og það á þriðjudögum, (takið eftir breytt áætlun frá því í vor.) En í október verður flogið tvisvar í viku þá á þriðjudögum og á föstudögum. Póstur mun nú koma aftur með áætlunarvélinni á þriðjudögum og með Strandafrakt á miðvikudögum eins og verið hefur út september.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. ágúst 2015

Jarðföll.

Jarðföll í Reykjaneshyrnu.
Jarðföll í Reykjaneshyrnu.
1 af 2

Nokkuð var um að féllu spildur víða úr fjöllum í þessum miklu vatnavöxtum þann 28. Ágúst, enn ullu ekki tjóni á mannvirkjum aðeins gróðri. Myndatökumaður Litlahjalla hefur aðeins tekið myndir af þessum jarðföllum, í Reykjaneshyrnu vestanmegin, Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík segist ekki muna eftir að svona spildur hafi fallið fyrr þarna, en það hefur skeð norðaustar í Hyrnunni fyrir ofan svonefnt Lambanes. Einnig hefur fallið úr Örkinni að norðanverðu á nokkrum stöðum, sem er ekki vanalegt á svo mörgum stöðum en hefur náð að bænum Gíslabala


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Skriður á Kjörvogshlíð.

Rétt innan við Kjörvog.
Rétt innan við Kjörvog.
1 af 11

Það er engu líkara enn Kjörvogshlíðin hafi hlaupið fram meira og minna. Það er skriða við skriðu, sumar litlar aðrar mjög stórar og eða þá spýjur á milli. Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir. Nú um hálf tvö í dag tókst Vegagerðinni að komast í gegn um þessar skriður, en mikil vinna er fyrir höndum næsu daga að hreinsa þetta allt saman. Þetta eru miklar skriður miðað við það sem er norður frá, enda Kjörvogshlíðin þekkt fyrir skriðföll og snjóflóð, en þvílíkt og annað eins.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Myndir af skriðum. Norðara svæði.

Í Árneskrók.
Í Árneskrók.
1 af 8

Mikil skriðuföll og vatnavextir hafa verið í Árneshreppi undanfarið þótt verst hafi verið í gær. Fréttamaður Litlahjalla tók nokkrar myndir fyrir hádegið í dag af norðara svæðinu, það er frá Árneskrók til Norðurfjarðar. Enn og aftur komu nýjar skriður úr gamla skriðustaðnum í Hvalvík (Árnesfjalli í júlí 2014), en litlar en talsvert vatn rennur þar yfir veginn. Ein stærsta skriðan er í svonefndum Urðum sem er fyrir norðan Mela, á veginum til Norðurfjarðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Oddvitinn komst ekki heim.

Eva á skrifstofu hreppsins.
Eva á skrifstofu hreppsins.

Á fimmtudaginn 27.ágúst var Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti við vinnu á hreppsskrifstofunni að venju og ætlað á stað heim um nónleitið. En þegar hún kemur að Kýrvíkurnesbrekku sem er inn með Reykjarfirði á Kjörvogshlíð eru komnar skriður á veginn, og hún fer að kanna aðeins lengra innar og sér bara aurspýjur lengra og lengra. Þannig að hún varð að snúa við og fór í Trékyllisvík til vina þar og var þessa daga sem vatnsveðrið var. Eva komst svo heim núna um kaffileitið í dag


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015

Áin gróf niður á jarðstreng.

Kapallinn liggur núna óvarin í ánni.
Kapallinn liggur núna óvarin í ánni.

Ávíkuráin var mikil í gær í þessum miklu vatnavöxtum. Það sást undir kvöld að áin hefur grafið sig niður á jarðstreng, það er rafmagnsjarðstrengurinn sem liggur yfir Ávíkurána til Litlu- Ávíkur, en hann fór ekki í sundur sem er raunar merkilegt, áin hefur grafið sig niður í um þrjá metra þar sem mest er. Orkubúsmenn


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2015

Miklir vatnavextir. Vegir í sundur. Allt á floti.

Erfitt var að komast í úrkomu mælinn í morgun í Litlu-Ávík.
Erfitt var að komast í úrkomu mælinn í morgun í Litlu-Ávík.
1 af 8

Miklir vatnavextir hafa verið frá því í gær, en aðallega í nót og í morgun, heldur virðist vera að draga úr úrkomu nú um hádegið. Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist strax í gær vegna þessara vatnvaxta og skriðufalla. Það eru miklar vegaskemmdir víða í Árneshreppi. Lítið var hægt að komast þegar fréttamaður Litlahjalla ætlaði að komast til að taka myndir af vegaskemmdum, komst aðeins í Skarðsvík í Trékyllisvík,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. ágúst 2015

Kaffi Norðurfjörður lokar.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
1 af 2

Nú eru þær stöllur, Lovísa og Sara að ganga frá og loka á Kaffi Norðurfirði. „ Þær sega sumarið hafa verið allsæmilegt þrátt fyrir þessa leiðindu tíð í sumar, nóg af ferðafólki bæði íslenskum sem erlendum. Sara og Lovísa hafa séð um allan mat fyrir starfsfólk Borgarverks á meðan á framkvæmdum stóð á Gjögurflugvelli. Þær tóku kaffistaðin á leigu til þriggja ára en með uppseganlegum samning. Þær reikna nú með að verða með Kaffi Norðurfjörð næsta sumar, og vonandi verði betra og hlýrra veður þá með blóm í haga. Okkur hefur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. ágúst 2015

Búið að leggja slitlagið.

Klæðning á planinu við kaupfélagið.
Klæðning á planinu við kaupfélagið.
1 af 2

Í gær tókst Borgarverki ehf að leggja seinni umferðina á þessa vegaspotta í Árneshreppi fyrir Vegagerðina nema við Hótel Djúpavík, þar er einungis komið fyrra lagið, það tókst ekki í gær vegna bleytu, enn tókst í Trékyllisvík, við Mela smá spotti, og í Norðurfirði frá botni Norðurfjarðar og út í Kaupfélag og planið á milli Kaupfélagsins og Kaffi Norðurfjarðar. Fyrst stóð til að leggja aðeins að afleggjaranum við Steinstún en Vegagerðin fékk viðbótarfé til að fara alveg út að Kaupfélagi. Það hefur gengið ílla að fá þurran dag til að leggja klæðninguna á vegina. Þannig að nú er komið bundið slitlag


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðurfjörður I -2002.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
Vefumsjón