Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015
Prenta
Vindstefnumælir bilaður.
Á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofu Íslands er vindstefnan biluð, mælirinn sýnir alltaf Norðanátt. Vindhraði virðist í lagi og hitastig og einnig rakastigið. Veðurstofan sendir mann til að skipta út mælinum við fyrsta tækifæri, en það þarf að vera hægur vindur til að fara upp í mælinn. Mælirinn bilaði þriðjudaginn 24 nóvember. Fólk er beðið að taka ekki mark á vindstefnunni á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli. Hér má fara inn á veðurlýsingar frá Litlu-Ávík.