Skúli mennski snýr aftur á Strandirnar föstudaginn 13. nóvember.
Föstudaginn 13. nóvember mun ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli mennski snúa aftur á Strandirnar og skemmta eins og honum einum er lagið. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl. 20:00 en Skúli stígur á svið um klukkutíma síðar. Miðaverð er 2000 kr. og barinn opinn hjá vertunum á Malarkaffi sem að þessu sinni bjóða upp á færeyskan bjór á sérstöku tilboðsverði.
Með Skúla í för verður bandaríski tónlistarmaðurinn Kyle Woolard en hann er forsprakki hljómsveitarinnar The Anatomy of Frank sem hefur sótt Ísland heim síðustu ár til þess að taka þátt í Airwaves ævintýrinu. Sveitin var stofnuð árið 2011 og hefur sent frá sér plöturnar Pangaea og North America sem kom út í október síðastliðnum.
Strandamenn og aðrir einlægir aðdáendur Skúla mennska og góðrar skemmtunar látið ykkur ekki vanta föstudaginn 13. nóvember á Malarkaffi!