Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2015 Prenta

Veðrið í Nóvember 2015.

Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar.
Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsti dagur mánaðar var með hægri breytilegri vindátt, síðan skiptust á austlægar eða suðlægar vindáttir fram til 12 með skúrum eða rigningu. Frá 13 til 19 voru norðaustlægar vindáttir með kólnandi veðri og éljum. Eftir það voru suðlægar vindáttir aftur með hlýnandi veðri í bili, en kólnaði aftur með umhleypingum. Um miðjan dag þann 26 gekk í ákveðna norðaustanátt yfirleitt með hvassviðri og með nokkru frosti og snjókomu eða éljum það sem eftir lifði mánaðar. Talsverður snjór er nú komin á láglendi.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 83,5 mm. (í nóvember 2014: 54,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart enn mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 22: +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 20: -8,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,47 stig. (í nóvember 2014: +0,85 stig.)

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 20 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 25 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:
Nánar á yfirlit yfir veðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón