Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. maí 2015

Flugi aflýst vegna snjókomu.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs vegna snjókomu og dimmviðris í dag. Hefur nokkur heyrt þetta fyrr að það þurfi að aflýsa flugi vegna snjókomu 28. maí ?, hinsvegar er vant að þurfa að aflýsa flugi vegna þoku á þessum árstíma, sem hefur oft skeð á vorin.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. maí 2015

Allt að verða hvítt.

Snjóinn festir á mælaskýlið.
Snjóinn festir á mælaskýlið.
1 af 2

Það blæs ekki vel á menn og skepnur þessa dagana. Í morgun klukkan sex var norðan 14 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og hitinn 0,6 stig og snjókoma. Allt er nú að verða hvítt í sjó fram og en kólnar. Búið var að setja nokkuð af lambfé út á tún og það fé liggur í skjóli þar sem það er að fá,verst er


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. maí 2015

Áburðurinn kominn til bænda.

Áburðarbíll.
Áburðarbíll.

Nú er áburðurinn kominn heim til bænda, en verið var að keyra honum um helgina frá Hólmavík á tveim bílum með tengivagna. Það voru þeyr Björn (Bylli) og Þórður (Ninni) Sverrissynir sem fluttu áburðinn. Þetta er óvenju seint sem áburðurinn er fluttur, en það var vegna ástands vega norður og þungtakmarkana. Í fyrra var áburðurinn fluttur í fyrstu viku maí. En árið 2013 var ekki hægt að flytja áburðinn norður fyrr en í lok maí vegna ástands vega norður.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. maí 2015

Vestfirðir í stórsókn.

Grímsey á Steingrímsfirði.
Grímsey á Steingrímsfirði.
1 af 2

Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu eru að fara af stað með stærsta markaðsátak sem sveitarfélögin hafa farið í. Vestfirðingar hafa aldrei verið þekktir fyrir að byrja smátt eða hafa hljótt og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli enda er þetta þriggja ára verkefni sem snýr að því að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna.

Átakið sem um ræðir er persónustýrt markaðsátak þar sem áhorfandinn getur sett saman sína draumaferð um Vestfirði. Langar þig að slappa af í heitu pottunum í fjörunni á Drangsnesi, horfa fram af Látrarbjargi eða heimsækja tónlistasafnið Melódíur minninganna? Nú getur þú prófað þetta allt saman og meira til.

Þeir sem setja saman og deila sinni draumaferð um Vestfirði á Facebook eru síðan


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. maí 2015

Drög að matsáætlun vegna Hválár.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)

Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði:
Vesturverk ehf. áformar að reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði.  Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar er að hefjast með matsáætlun og er það unnið af Verkís fyrir Vesturverk ehf.  Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst.  Gerð verða 3 miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði og Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará leiddar í aðrennslisgöngum í stöðvarhús sem byggt verður neðanjarðar.
Áhugasamir aðilar og almenningur er hvött til að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og og gera athugasemdir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. maí 2015

Flotbryggjan fest niður.

Kafarinn Arnoddur Erlendsson. Mynd Ægir.
Kafarinn Arnoddur Erlendsson. Mynd Ægir.
1 af 2

Flotbryggjan í höfninni í Norðurfirði sem slitnaði upp í norðaustan óveðri annan nóvember í haust,er nú kominn á sinn stað,en í haust var henni fest niður til bráðabrigða. Í gær kom kafari til verksins og kafaði niður til að festa keðjum niður í festingar í sjávarbotni. Kafarinn Arnoddur Erlingsson og Guðlaugur Ágústson á Steinstúni hafa verið að vinna við þetta í gær og í dag. Settar voru sterkari keðjukrókar til að festa keðjurnar niður. Nú


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2015

Veðrið í Apríl 2015.

Alhvít jörð var orðin aftur þann 24.
Alhvít jörð var orðin aftur þann 24.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með nokkru frosti og éljum og snjókomu,en fór síðan að hlýna þann þriðja og var lofthiti yfir frostmarki yfir daginn. Þann 11. var komin norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu og nokkru frosti. Síðan voru suðlægar eða austlægar vindáttir og frostlaust yfir daginn. Þann 15.fór að hlína með suðlægum vindáttum sem stóð til 21. En þann 22. fór að kólna með éljum. Þann 23. gekk í norðanátt, með allhvössum vindi með snjókomu, og talsverðu frosti, en mun hægari síðustu tvo daga mánaðar. Þann 7 og 8 gerði suðvestan hvassviðri með storméljum. Og þann 11 gerði norðan hvassviðri og storm með snjókomu og nokkru frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 46,3 mm. (í apríl 2014: 41.2 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 20: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 12: -5,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,26 stig.  (í apríl 2014: -0,23 stig.)

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 3. 22 cm.

Sjóveður: Slæmt dagana 1-11-12 og frá 24 til 28, annars sæmilegt í sjóinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. maí 2015

Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi sýnd í kvöld.

María Guðmundsdóttir við myndatöku.
María Guðmundsdóttir við myndatöku.

María Guðmundsdóttir ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta hefur verið við myndatökur í Árneshreppi síðastliðin fjögur ár að kvikmynd sem hún nefnir Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum. En María Guðmundsdóttir var alin upp í Djúpavík hjá móður sinni og fósturföður. María vann myndina ásamt Vígdísi Grímsdóttur rithöfundi, en Vígdís sá um að taka flest viðtölin í myndinni ásamt Önnu Dís Ólafsdóttur sem er handritshöfundur myndarinnar. Myndin er samansett úr stuttum aðskildum smásögum. Viðfangsefni


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. apríl 2015

Bifreiðaskoðun 4 - 8 maí.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 4. maí til föstudagsins 8. maí 2015. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet), hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi. Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem ekki er búið að ákveða,með endastafi 8,9,eða 0.
Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar sem skoðað er 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. apríl 2015

Flugi aflýst.

19 sæta vél Ernis á Gjögurflugvelli.
19 sæta vél Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs. Það gengur á með mjög dimmum éljum og vindur er norðan allhvass og upp í hvassviðri. Athugað verður með flug á morgun


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Seljanes-06-08-2008.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Veggir feldir.
Vefumsjón