Falinn Skógur.
Fréttatilkynning.
Sunnudaginn 7. júní opnar í Djúpavík á Ströndum sýningin FALINN SKÓGUR – rekaviður í hönnun. Tuttugu og sex þátttakendur sýna nýleg verk þar sem rekaviður er notaður á fjölbreytilegan hátt jafnt í skartgripi, nytjahluti, útihúsgögn sem arkitektúr. Verkin á sýningunni eru gott dæmi um það hvernig rekaviðurinn býður upp á fjölbreytilega nálgun. Ýmist má vinna úr honum ómeðhöndluðum eða að horfa á hann sem efnivið til frekari vinnslu. Sýningin er sett upp í gömlu síldarverksmiðjunni og verður opinn allt sumarið og er unnin í samvinnu við Hótel Djúpavík. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi
Meira





