Vestfirðir í stórsókn.
Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu eru að fara af stað með stærsta markaðsátak sem sveitarfélögin hafa farið í. Vestfirðingar hafa aldrei verið þekktir fyrir að byrja smátt eða hafa hljótt og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli enda er þetta þriggja ára verkefni sem snýr að því að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna.
Átakið sem um ræðir er persónustýrt markaðsátak þar sem áhorfandinn getur sett saman sína draumaferð um Vestfirði. Langar þig að slappa af í heitu pottunum í fjörunni á Drangsnesi, horfa fram af Látrarbjargi eða heimsækja tónlistasafnið Melódíur minninganna? Nú getur þú prófað þetta allt saman og meira til.
Þeir sem setja saman og deila sinni draumaferð um Vestfirði á Facebook eru síðan
Meira