Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. apríl 2015

Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.

Hópurinn ásamt Einari og Össuri. Mynd af feisbóksíðu Einars K.
Hópurinn ásamt Einari og Össuri. Mynd af feisbóksíðu Einars K.

Í liðinni viku fóru börn Finnbogastaðaskóla í sitt árlega skólaferðalag ásamt starfsfólki. Farið var til Reykjavíkur á bílum. Farið var víða í Reykjavík og ýmsir staðir skoðaðir, eins og Hvalasafnið og Grillhúsið, Þjóðminjasafnið, Norrænahúsið, Skautahöllin og Húsdýragarðurinn. Síðast og ekki síst var Alþingi Íslendinga heimsótt þar sem Einar K Guðfinnsson forseti alþingis


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2015

Útboð:Gjögurflugvöllur Endurbætur flugbrautar 2015.

Flugbrautin Gjögurflugvelli.
Flugbrautin Gjögurflugvelli.

Verkið felst í að fjarlægja núverandi slitlag, rétta af þversnið, leggja burðarlag og tvöfalda klæðingu á flugbraut, akbraut og snúningsplön við enda flugbrautar, samtals um 25.000 m2 á flugvellinum að Gjögri. Einnig að leggja styrktarlag í flughlað og snúningshausa og sem afréttingarlag á flugbraut og malarslitlag á öryggissvæði við enda flugbrautar. Verkkaupi leggur til steinefni í styrktarlag, burðarlag, klæðingu og malarslitlag.
Leggja skal allar lagnir, vegna ídráttarrörakerfis fyrir flugbrautarlýsingu. Helstu hlutar þess eru röralagnir í skurðum meðfram flugbrautum, flughlöðum að flugstöð. Í því fellst m.a. skurðgröftur, ídráttarbrunnar, undirstöður ljósa (kollur) og annað tengt því.

Helstu verkþættir og magntölur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. apríl 2015

Fyrirhuguð flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2011.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2011.
1 af 2

Fyrirhugað er að halda flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 17. til 18 apríl næstkomandi. Síðast var flugslysaæfing vegna Gjögurs fyrir fjórum árum eða 2011. Eins og fyrir fjórum árum verður æfingin sett í félagsheimilinu í Trékyllisvík,og þar verður æfð skyndihjálp og umönnun slasaðra æfð. Einnig verður bráðaflokkun og búið um sjúklinga og frágangur slasaðra á börur og ýmislegt annað. Síðan þann 18, verður haldið á Gjögurflugvöll og komið að slysi og verklegar æfingar hefjast. Einnig verður æfing í því að slökkva elda.

Bjarni Sighvatsson verkefnastjóri flugvallastoðþjónustu hjá Isavia


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. apríl 2015

Hvassviðri eða stormur á morgun.

Vindaspáin á hádegi á morgun,norðan 18 til 23 m/s.
Vindaspáin á hádegi á morgun,norðan 18 til 23 m/s.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi frá Veðurstofu Íslands: Vaxandi norðaustanátt, 10-15 m/s og dálítil él í kvöld, en Norðan 18-23 og talsverð snjókoma á morgun. Hægara og úrkomuminna V- til annað kvöld. Frostlaust um tíma í dag,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2015

Svavar Knútur á Mölinni.

Svavar Knútur í Djúpavík.
Svavar Knútur í Djúpavík.

Laugardagskvöldið 11. apríl rúllar tónleikaröðin Mölin á Drangsnesi enn af stað. Nú eftir hlé síðan í janúar og verður að þessu sinni gerð önnur tilraun til að koma Svavari Knúti á Drangsnes. Veðurguðirnir eru farnir að hegða sér ögn skikkanlegar en í desember en við krossleggjum engu að síður fingur og vonum að allt gangi upp í þetta skiptið.
Flateyringinn Svavar Knút þarf varla að kynna fyrir fólki. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna með einlægri og glaðhlakkalegri framkomu, einstakri söngrödd og vel smíðaðri tónlist. Svavar Knútur hefur vanið komur sínar á Strandir um nokkurt skeið og m.a. haldið tónleika á Hólmavík og í Djúpavík en heldur á laugardaginn sína fyrstu tónleika á Drangsnesi

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2015

Grásleppuveiðidögum fjölgað úr 20 í 32.

Grásleppa.
Grásleppa.

Mars- rall Hafrannsóknastofnunar gaf hæstu mælingu á grásleppustofninum í 9 ár og í samræmi við jákvæða ráðgjöf stofnunarinnar hefur verið ákveðið að fjölga veiðidögum úr 20 í 32. Samkvæmt ráðgjöfinni er miðað við að heildarveiði á grásleppu á þessari vertíð verði ekki meiri en 6.200 tonn. Ætla má að það svari til um 11.272 tunna af hrognum. 

Í reglugerð nr. 177/2015 um hrognkelsi sem kom út 23. febrúar 2015 voru grásleppuveiðileyfi hvers báts gefin út til 20 samfelldra daga til bráðabirgða. Mikil óvissa er ævinlega um heildarafla við grásleppuveiðar þar sem að fyrir utan hina líffræðilegu óvissu  er óljóst um fjölda virkra grásleppuleyfa hverju sinni. Fjöldi þeirra fer líkast til eftir veiðivon, þá ekki hvað síst verði og afsetningarmöguleikum á markaði hverju sinni, en grásleppuvertíðin í ár fer afar vel af stað.

Með hliðsjón af framansögðu hefur Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið ákveðið að fjölga dögum við grásleppuveiðar úr 20 í 32 með


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. apríl 2015

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl.

Nú hefur verið stofnaður nýr Uppbyggingarsjóður Vestfjarða sem rekinn er innan vébanda Sóknaráætlunar landshlutans og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sjóðurinn tekur við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar- og nýsköpunar. 

 

Uppbyggingarsjóður er hluti af samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Í vor verður í fyrsta skipti úthlutað úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til og með 30. apríl. Til ráðstöfunar í úthlutun eru um það bil 60 milljónir að þessu sinni, sem er svipuð upphæð og úthlutað var á grundvelli menningar- og vaxtarsamninga á síðasta ári.

Veittir verða stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana, verkefnastyrkir til menningarmála og verkefnastyrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna.

Nýbreytni er að hægt er að sækja um stærri styrki til lengri tíma en áður,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. apríl 2015

Auknar niðurgreiðslur á raforku.

Orkubú Vestfjarða.
Orkubú Vestfjarða.

Fréttatilkynning frá Orkubúi Vestfjarða:
Nú um mánaðarmótin (mars-apríl) hækkar jöfnunargjald ríkissjóðs á dreifingu raforku í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarða úr 1,55 kr/kWh í 2,17 kr/kWh.

Þá verður einnig innheimt „jöfnunargjald“ sem nemur 0,20 kr/kWh frá og með sama tíma. Jöfnunargjaldið er innheimt bæði í þéttbýli og dreifbýli og rennur í ríkissjóð til að mæta kostnaði við jöfnun milli dreifbýlis og þéttbýlis.

Af þessum sökum lækkar hver kWh í dreifbýli um um 0,42 kr..  Að teknu tilliti til virðisaukaskatts lækkar hver kWh til almennra nota um 0,52 kr.  og  til húshitunar um 0,47 kr..

Að ári liðnu verður síðan lokaskrefið stigið og verð fyrir dreifingu raforku í dreifbýli jafnað til fulls við það verð sem hæst er í þéttbýli.

Niðurgreiðslur  ríkissjóðs til hitunar íbúðarhúsnæðis eru einnig auknar.

Í dreifbýli hækkar rafhitaniðurgreiðslan frá ársbyrjun úr 4,95 kr/kWh í 5,40 kr/kWh.

Í þéttbýli hækkar rafhitaniðurgreiðslan frá ársbyrjun úr 3,61 kr/kWh í 4,02 kr/kWh.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2015

Veðrið í Mars 2015.

Álftirnar eru mættar með sinn vorboða,en er allt hvítt frá sjó til efstu tinda og kalt.
Álftirnar eru mættar með sinn vorboða,en er allt hvítt frá sjó til efstu tinda og kalt.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu þrjá daga mánaðar var norðlæg og vestlæg vindátt. Síðan voru miklir umhleypingar mest með suðlægum vindáttum fram til 22. Þann 23 gerði loks norðlæga vindátt í um tvo daga,sem ekki hefur sést í mánuðinum nema fyrstu tvo daga mánaðar. Einnig var norðlæg vindátt frá 28. til 30. Enn mánuðurinn endaði með vestlægri vindátt og síðan norðan með éljum. Nokkur bloti var frá því um og fyrir miðjan mánuð og til 22. Eftir það fór að kólna og nokkurt frost var síðustu daga mánaðar.

 

Suðvestan stormur var þann 5.vindur 23 m/s og í kviðum upp í 35 m/s sem eru tólf vindstig gömul. Stormur S -SV var um tíma um kvöldið þann 8.vindur fór í kviðum í 35 m/s. Enn og aftur var stormur um kvöldið þann 10. Sunnan 23 m/s í jafnavind og í kviðum upp í 36 m/s. Sunnan stormur eða rok var þann 14 og var jafnavindur oft um 23 til 26 m/s en versta veðrið var á milli 12:30 til að verða tvö,var þá jafnavindur 31m/s og fóru kviður í 47 m/s. Skóf jarðveg,skarna og möl upp í verstu kviðunum. Enn var sunnan hvassviðri eða stormur þann 16. Fóru þá kviður í 44 m/s um hádegið. Eftir það voru engin læti í veðrinu,þótt umhleypingar væru.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2015

Viðhraðamælirinn kominn í lag á Gjögurflugvelli.

Sjálfvirkaveðurstöð Veðurstofu Íslands er á þaki flugstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkaveðurstöð Veðurstofu Íslands er á þaki flugstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Í dag kom Jón Bjarni Friðriksson tæknimaður í mælum frá Veðurstofu Íslands,með áætlunarvél Ernis á Gjögur til að skipta um vindhraðamæli sjálfvirku veðurstöðvarinnar sem er á flugstöðvabyggingunni. Hann var talinn ekki farinn að sýna réttan vindhraða frá 19. febrúar síðastliðinn,en síðan lognaðist hann alveg útaf. Nú í dag um miðjan dag var skipt um mælinn og fyrsta veðurskeyti barst klukkan 17:00.og þá sýndi mælirinn réttan vindhraða og vindstefnu,reyndar var vindstefnan í lagi áður en mælirinn datt alveg út. Nú sendir sjálfvirka stöð Veðurstofu Íslands á Gjögurflugvelli allt rétt. Mannaða stöð


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón