Tækjamótið í Trékyllisvík.
Nú í dag eru björgunarsveitir víða af landinu að koma á Tækjamótið í Trékyllisvík,en einhverjar deildir komu í gær. Reiknað er með að komi hátt í þrjú hundruð manns á um 50 til 60 bílum,og með 70 snjósleða. Einnig koma 4 snjóbílar og sex fjórhjól eru skráð. Fólksfjöldi í Árneshreppi mun margfaldast um helgina. Ferðin norður á Strandir hefst á morgun á Eyrarhálsi og keyrt á bílum til Ófeigsfjarðar og eða á vélsleðum,farið verður á Drangajökul.
Á verkefnalista á tildæmis að fara norður í Furufjörð á Ströndum og setja skýlið sem fauk þar af grunni á dögunum,en er mikið til heilt,á grunninn aftur. Einnig verður farið í Bolungarvík á Ströndum og athuga þar með foktjón og loka ef eitthvað er opið,en vitað er um eitthvert foktjón þar. Og fara í Barðsvík
Meira