Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2015

Tækjamótið í Trékyllisvík.

Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
1 af 2

Nú í dag eru björgunarsveitir víða af landinu að koma á Tækjamótið í Trékyllisvík,en einhverjar deildir komu í gær. Reiknað er með að komi hátt í þrjú hundruð manns á um 50 til 60 bílum,og með 70 snjósleða. Einnig koma 4 snjóbílar og sex fjórhjól eru skráð. Fólksfjöldi í Árneshreppi mun margfaldast um helgina. Ferðin norður á Strandir hefst á morgun á Eyrarhálsi og keyrt á bílum til Ófeigsfjarðar og eða á vélsleðum,farið verður á Drangajökul.

Á verkefnalista á tildæmis að fara norður í Furufjörð á Ströndum og setja skýlið sem fauk þar af grunni á dögunum,en er mikið til heilt,á grunninn aftur. Einnig verður farið í Bolungarvík á Ströndum og athuga þar með foktjón og loka ef eitthvað er opið,en vitað er um eitthvert foktjón þar. Og fara í Barðsvík


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. mars 2015

Byrjað að opna norður.

Frá snjómokstri í Kúvíkurdal.Mynd Oddný.
Frá snjómokstri í Kúvíkurdal.Mynd Oddný.

Vegagerðin á Hólmavík byrjaði að opna veginn norður í Árneshrepp í morgun. Mokað er frá Bjarnarfirði sunnanmegin frá og frá Kjörvogshlíð norðanmegin frá. Útilokað er að segja til um hvenær opnist norður segja vegagerðarmenn,en svona varla á fyrsta degi. Þetta er tveim dögum fyrr en reiknað var með,en hinn frægi


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. mars 2015

FARÞEGASIGLINGAR FRÁ NORÐURFIRÐI Í SUMAR.

Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.
Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.

Kristján Már Unnarsson hjá Vísi sendi vefnum þessa frétt.

Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. Fyrirtækið GJÁ-útgerð er að láta smíða sérstakan farþegabát með rými fyrir 18 manns sem áformað er að sigli reglulega frá Norðurfirði á tímabilinu frá miðjum júní og fram undir lok ágústmánaðar.

Að fyrirtækinu standa Ásgeir Salómonsson og synir hans tveir, Gunnar Ásgeirsson og Jón Geir Ásgeirsson. Þeir eru búsettir í Hafnarfirði en ættaðir frá Ísafirði og hafa á sumrin stundað strandveiðar á Vestfjörðum, meðal annars frá Norðurfirði.

„Við vildum prófa eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í þessu í fyrra,“ segir Jón Geir í samtali við fréttastofu Vísis en ferðaþjónustan verður rekin í nafni Strandferða.

Stefnt er að föstum áætlunarferðum frá Norðurfirði á föstudögum og sunnudögum með viðkomu í eyðibyggðum í Drangavík, Skjaldabjarnarvík, Reykjarfirði, Furufirði, Smiðjuvík, Látravík og Hornvík. Þá verður föst ferð í Reykjarfjörð á laugardögum


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. mars 2015

Rok- Ofsaveður.

Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu Ávík sem er við ljósastaurinn.
Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu Ávík sem er við ljósastaurinn.
1 af 2

Veður hefur verið þannig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum í morgun og sem af er degi. Klukkan sex var veðrið þannig:Suðsuðaustan 17 m/s upp í 22m/s í kviðum. Og kl:09:00 var það þannig SSA 18 m/s og í kviðum í 23 m/s. Og klukkan tólf á hádegi var það þannig: Sunnan 26 m/s og kviður í 43 m/s. Ekki hefur verið mikil úrkoma í þessu en stundum talsvert um skúrir. Hiti hefur verið sex til níu stig. Enn frá klukkan um 12:30 og fram til 14:00 var veðrið verst hér og var þá jafnvindum komin í 31 m/s  af suðri og kviður í 47 m/s. Veður fór síðan að ganga eitthvað niður nú fyrir og um klukkan tvö í dag. Eins og Veðurstofan spáði fyrir um. Veðurfræðingur á vakt Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands  segir þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2015

Ofsaveður á morgun.

Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.
Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun,víða um land,ekki síst hér á Ströndum þar sem vindkviður gætu farið allt upp í 40 m/s í mestu kviðunum. Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík bendir fólki á að gott gæti verið að líma límband á rúður í kross sem snúa á móti vindátt,það dregur úr þeirri hættu að þær brotni. Að sögn veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands gæti þetta orðið eitt mesta veðrið í vetur. Fólk er beðið að fylgjast vel með textaspá Veðurstofunnar,hún er oft uppfærð. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Vestan 5-10 og þurrt. Vaxandi suðaustanátt með rigningu eftir hádegi, 15-23 m/s undir kvöld, en hægari sunnanátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. mars 2015

Fundur hjá Strandasól.

Fundurinn er kl-13:00. í félagsheimilinu.
Fundurinn er kl-13:00. í félagsheimilinu.

Boðað er til fundar hjá björgunarsveitinni Strandasól sem haldinn verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík föstudaginn 13. mars klukkan 13:00.

Dagskráin er svohljóðandi:

Tækjamót SL 2015 sem verður haldið í Árneshreppi 20.til 22 mars.

Fyrirhuguð flugslysaæfing Isavia á Gjögurflugvelli 17 til 18 apríl næstkomandi.

Björgunarsveitin Strandasól


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. mars 2015

Stefnumótunarfundur á Hólmavík um ferðaþjónustu.

Fundurinn er á miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Fundurinn er á miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.
1 af 2

Fréttatilkynning:

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar,boða til fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu,miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.

 

Á fundinum verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu. Mikilvægt er að haghafar í ferðaþjónustu hafi aðkomu að verkefninu og geti komið á framfæri ábendingum og leiðum til að efla ferðaþjónustuna og gera hana alþjóðlega samkeppnishæfa.  


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2015

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Merki Félags Árneshreppsbú.
Merki Félags Árneshreppsbú.
1 af 2

Hin sígilda og sívinsæla árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldin í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðsbrekku 27 í Kópavogi á laugardaginn. Enn er mögulegt að fá miða í matinn og taka þátt í skemmtilegri kvöldstund í góðra vina hópi. Miðaverð í mat og á dansleik er 8.500. Okkar ástkæri formaður, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, flautar til leiks klukkan 19.

Ragnar og Guðbrandur Torfasynir sjá um veislustjórn og fjöldasöng.

Sólveig Samúelsdóttir ættuð frá Steinstúni syngur.

Hinn eini sanni Magnús Kjartansson leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Stefaníu Svavarsdóttur.

Glæsilegur matseðill sem m.a. inniheldur graflax, myntugrafinn ærvöðva, ferskt rækjusalta, hvítlaukslegna lambamjaðmasteik og innbakað lambalæri kitlar bragðlaukana.

Síðar um kvöldið verður salurinn opnaður fyrir dansleik. Miðaverð á hann er 2.500 kr og selst sá aðangur við dyrnar.

Áhugasamir geta nálgast aðgöngumiða á árshátíðina hjá stjórnamönnum Félags Árneshreppsbúa:

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2015

Tóku sýni úr Gjögurvatni.

Vísindamenn bora í Gjögurvatn.
Vísindamenn bora í Gjögurvatn.

Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gerðu sér ferð norður á Strandir á þriðjudaginn þann 3.mars. Vísindamennirnir komu með bát á Norðurfjörð og Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni keyrði fólkið út á Gjögurvatn sem var gaddfrosið.  Þar boruðu vísindamenn gegnum ísinn niðri botn og sérstök rör rekin niður til að ná sýnunum. Þar á meðal var aska sem talin var vera úr Grímsvatnagosi,um tíu þúsund ára gömul. Vísindamenn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2015

Slæm veðurspá.

Vindaspá klukkan sex í dag.
Vindaspá klukkan sex í dag.

Nokkuð slæm veðurspá er fyrir kvöldið og morgundaginn. Annars hljóðarveðurspáin svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Vaxandi suðaustanátt, 15-23 seint í dag og snjókoma eða slydda með köflum. Dregur úr vindi þegar líður á kvöldið og hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 15-23 og él í nótt og á morgun,


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Drangavík 18-04-2008.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Húsið fellt.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón