Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Forsala miða á árshátíð.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 28.febrúar  í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi og hefst klukkan 14:00 og stendur yfir í tvær stundir. Að sjálfsögðu verður posi á staðnum. Árshátíðin verður haldin á sama stað laugardaginn 7. mars.

Miðaverð á árshátíðina er 8.500 kr. Félagar eru hvattir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Veðrið á áætlun,en flugi aflýst.

Norðanveðrið skall á um hádegið.
Norðanveðrið skall á um hádegið.

Nú er norðanáttin skollin á hér á Ströndum,alveg eftir spá Veðurstofunnar í morgun,að norðanáttin mundi skella á um hádegi,en seinna en spáin sagði til um í gær. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var komin norðan 17 til 20 m/s á hádegi með snjókomu. Flugi hefur að sjálfsögðu verið aflýst á Gjögur.

Veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2015

Spáð hvassviðri eða stormi.

Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti.
Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti.

Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan og austan 10-18 m/s, en 18-25 með skafrenningi eða snjókomu síðdegis, hvassast á annesjum. Snýst í sunnan 8-13 með éljum í nótt, en gengur í norðvestan 15-23 með snjókomu seint á morgun.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2015

Vindhraðamælir V.Í á Gjögurflugvelli bilaður.

Skipt var um vindhraðamæli í Litlu-Ávik þann 23.september 2014. og þá einnig um legu í sjálfvirkamælinum á Gjögurflugvelli.
Skipt var um vindhraðamæli í Litlu-Ávik þann 23.september 2014. og þá einnig um legu í sjálfvirkamælinum á Gjögurflugvelli.

Á fimmtudaginn var eða þann 19. febrúar var Vindhraðamælir,sjálfvirki mælirinn fyrir Veðurstofu Íslands á Gjögurflugvelli ekki farin að sýna réttan vindstyrk og núna í dag 23.var farið að heyrast mikið í honum,og greinilegt að lega er að fara í mælinum,vindstefna,hitastig,rakstig og loftvog virka rétt. Nú eru bæði flugvallarvörður á Gjögurflugvelli og veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík,búin að tilkynna þetta til Veðurstofu,því nú er búið að ganga úr skugga um það að vindhraði er ekki réttur þarna miðað við vindmæla á þeim stöðum þótt einhver munur sé yfirleitt. En lega sem er biluð í sambyggða mælinum dregur úr að vindmælirinn sýni réttan hraða. Sjófarendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2015

Frá þorrablótinu í Árneshreppi í gær.

Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
1 af 8

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi stóð fyrir þorrablóti í gær laugardaginn 21. febrúar með glæsibrag,enn fimm áru eru síðan þorrablót var haldið í Árneshreppi. Það má segja að þetta rétt kallist þorrablót en ekki góufagnaður,en góa byrjaði í dag 22.febrúar. Á þorrablótinu voru eingöngu hreppsbúar en ekkert aðkomufólk,nema nokkur skólabörn sem voru í heimsókn hjá sínum fjölskyldum,en mikið er um frí í skólum núna. Þorramaturinn frá SS þótti mjög góður,og látið vel að honum. Við erum svo heppin núna að hafa góðan harmonikkuleikara í hreppnum,sem er Linda Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum,sem lék undir fjöldasöng,enda mikið af góðu söngfólki í hreppnum. Börnin sungu líka fyrir


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. febrúar 2015

Flugi aflýst.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs eins og í gær,en þá var réttur áætlunardagur með flug þangað. Það er snjókoma og mikið dimmviðri. Athugað verður með flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015

Snjókoma og hvassviðri í dag.

Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.
Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.

Nú er slæmt veður á Ströndum,hvassviðri með talsverðri snjókomu og veður fer hratt kólnandi eftir því sem líður á vikuna. Flugi hefur verið aflýst til Gjögurs í dag,en athugað verður með flug þangað á morgun,og er þá mun betri veðurspá fyrir þetta svæði hér,og enn betra á laugadaginn þegar tilstendur að halda þorrablótið hér í Árneshreppi,enn á sunnudag á veður að versna mikið með hvassviðri eða stormi. Annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands:

Strandir og Norðurland vestra í dag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015

Ný þjónusta hjá Orkubúinu.

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is

Vegna landfræðilegra aðstæðna á Vestfjörðum er mjög erfitt að koma í veg fyrir að truflanir eigi sér stað í flutnings- og dreifikerfi Orkubúsins. Orkubúið hefur á undanförnum árum verið að bæta til muna miðlun upplýsinga þegar truflanir verða, sem snerta viðskiptavini þess.

Nú hefur verið settur upp póstlisti fyrir tilkynningar. Þeir sem skrá sig á póstlistann fá sendar tilkynningar í tölvupósti um leið og þær eru birtar á vefsvæði Orkubúsins.

Einnig hefur verið bætt ferlið við birtingu tilkynninga á vefsvæði og Facebook síðu Orkubúsins til að þær berist til sem flestra á sem skemmstum tíma.

Viðskiptavinir Orkubúsins geta nú valið með hvaða hætti þeir fá upplýsingar þegar truflanir


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2015

Mokað innansveitar.

Frá snjómokstri í Urðunum.
Frá snjómokstri í Urðunum.

Vegagerðin er að moka innansveitar núna,frá Gjögri til Norðurfjarðar,talsverður þæfingur er eftir talsverða snjókomu frá því í gærkvöldi og núna fram á morgun. Nú er hiti komin yfir frostmark í morgunsárið og skúrir,en mun kólna aftur á morgun. Frá Gjögri til Djúpavíkur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2015

Reynt í annað sinn að halda þorrablót.

Þorrablót var síðast haldið 2010.
Þorrablót var síðast haldið 2010.

Þorrablótið sem átti að halda fjórtánda verður nú haldið að öllu forfallalausu laugardaginn 21.febrúar. Þorramaturinn er kominn og veðurútlit sæmilegt. Þorrablótið mun hefjast klukkan átta (kl:20:00). Allir sem vilja geta troðið upp og verið með skemmtiatriði. Nærsveitungar og aðrir eru velkomnir. Fimm ár eru nú


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
Vefumsjón