Veðrið í Mars 2015.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu þrjá daga mánaðar var norðlæg og vestlæg vindátt. Síðan voru miklir umhleypingar mest með suðlægum vindáttum fram til 22. Þann 23 gerði loks norðlæga vindátt í um tvo daga,sem ekki hefur sést í mánuðinum nema fyrstu tvo daga mánaðar. Einnig var norðlæg vindátt frá 28. til 30. Enn mánuðurinn endaði með vestlægri vindátt og síðan norðan með éljum. Nokkur bloti var frá því um og fyrir miðjan mánuð og til 22. Eftir það fór að kólna og nokkurt frost var síðustu daga mánaðar.
Suðvestan stormur var þann 5.vindur 23 m/s og í kviðum upp í 35 m/s sem eru tólf vindstig gömul. Stormur S -SV var um tíma um kvöldið þann 8.vindur fór í kviðum í 35 m/s. Enn og aftur var stormur um kvöldið þann 10. Sunnan 23 m/s í jafnavind og í kviðum upp í 36 m/s. Sunnan stormur eða rok var þann 14 og var jafnavindur oft um 23 til 26 m/s en versta veðrið var á milli 12:30 til að verða tvö,var þá jafnavindur 31m/s og fóru kviður í 47 m/s. Skóf jarðveg,skarna og möl upp í verstu kviðunum. Enn var sunnan hvassviðri eða stormur þann 16. Fóru þá kviður í 44 m/s um hádegið. Eftir það voru engin læti í veðrinu,þótt umhleypingar væru.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira





