Rok- Ofsaveður.
Veður hefur verið þannig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum í morgun og sem af er degi. Klukkan sex var veðrið þannig:Suðsuðaustan 17 m/s upp í 22m/s í kviðum. Og kl:09:00 var það þannig SSA 18 m/s og í kviðum í 23 m/s. Og klukkan tólf á hádegi var það þannig: Sunnan 26 m/s og kviður í 43 m/s. Ekki hefur verið mikil úrkoma í þessu en stundum talsvert um skúrir. Hiti hefur verið sex til níu stig. Enn frá klukkan um 12:30 og fram til 14:00 var veðrið verst hér og var þá jafnvindum komin í 31 m/s af suðri og kviður í 47 m/s. Veður fór síðan að ganga eitthvað niður nú fyrir og um klukkan tvö í dag. Eins og Veðurstofan spáði fyrir um. Veðurfræðingur á vakt Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir þetta
Meira