Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

Þorrablóti frestað.

Þorrablótinu frestað um viku.
Þorrablótinu frestað um viku.

Það tilkynnist hér með að hinu fyrirhugaða þorrablóti sem átti að halda í félagsheimilinu í Árneshreppi laugardaginn næstkomandi hefur verið frestað um viku. Ástæðan er að sending á þorramat sem átti að koma frá fyrirtæki að sunnan klikkði og síðan er mjög  vond veðurspá fyrir helgina. Nánar verður tilkynnt um hér á vefnum ef reynt verður


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

Til stendur að halda þorrablót.

Hefðbundinn þorramatur verður á boðstólum.
Hefðbundinn þorramatur verður á boðstólum.

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi ætlar að standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu í Trékyllisvík næstkomandi laugardag 14 febrúar og hefst það klukkan 20:00. Hefðbundinn þorramatur verður á boðstólum. Öllum er frjálst að troða upp og vera með skemmtiatriði. Heyrst hefur að fólk ætli að koma utanað landi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2015

Tókst að fljúga á Gjögur í dag.

Flug tókst á Gjögur í dag,síðast var flogið 2. febrúar.
Flug tókst á Gjögur í dag,síðast var flogið 2. febrúar.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga á Gjögur í dag. Vörur og nauðsynjar komu í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Ekki hefur verið flogið á Gjögur síðan mánudaginn 2.febrúar,og var því ýmislegt farið að vanta í verslunina. Einnig kom níu daga póstur,en póstur kemur tvisvar í viku þegar flogið er. Næsta áætlunarflug er á morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2015

Ekkert flogið í viku.

Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugvél á Gjögurflugvelli.

Ekki hefur verið hægt að fljúga á Gjögur í viku,en síðast var flogið á mánudaginn 2 febrúar vegna veðurs,mikið hvassviðri hefur verið og eða stormur af suðvestri. Flugfélagið Ernir eru búnir að aflýsa flugi til Gjögurs í dag. Ekki lítur neitt út fyrir flugveður fyrr en á fimmtudag. Nú er að gæta mjólkurskorts í útibúi


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2015

Rok og miklar kviður.

Sjóinn skefur í storminum.
Sjóinn skefur í storminum.

Suðvestanáttin hefur verið þrálát nú síðustu daga. Í gærkvöld og í nótt og fram undir hádegið var hvassast,en nú um hádegið dróg úr vindi talsvert í bili,en áfram á að vera hvassviðri eða stormur. Klukkan sex í morgun voru 28 m/s og upp í 42 m/s í kviðum. En nú á hádegi var jafnavindur komin niður í 19 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Gífurleg hálka er á vegum og tún mjög svelluð,þótt talsvert hafi tekið upp. Ílla lítur út með flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2015

Veðrið í Janúar 2015.

Séð til Trékyllisvíkur og Mela.30-01-2015.
Séð til Trékyllisvíkur og Mela.30-01-2015.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til og með ellefta. Eftir það gekk til norðlægra vindátta,oft með allhvössum vindi,með nokkurri ofankomu. Frá átjánda voru mest suðlægar vindáttir,fram til tuttugusta og sjöunda. Enn þann 28. og til 30. voru ákveðnar norðaustanáttir eða norðlægar áttir með slyddu eða snjókomu og síðan éljum. Mánuðurinn endaði síðan með hægum vestlægum vindáttum með fallegu veðri en nokkru frosti. Þetta var mjög umhleypingasamt veðurfar í mánuðinum. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum.

Nokkra blota gerði í mánuðinum sem með réttu mega kallast spilliblotar,því þeir gerðu ekkert annað en auka svell á túnum og vegum.

Hvassviðri og stormur var þann 8.og náði vindur í kviðum í 68 hnúta eða 35 m/s,í kviðum sem eru 12 gömul vindstig.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. febrúar 2015

Fyrsti saumaklúbburinn í vetur.

Konur tóku sér pásu frá hannyrðum til myndatöku,og góður brandari sagður.
Konur tóku sér pásu frá hannyrðum til myndatöku,og góður brandari sagður.
1 af 4

Í gærkvöld var haldinn fyrsti saumaklúbbur vetrarins 2015. Nú riðu Krossneshjón á vaðið,þau Oddný S Þórðardóttir og Úlfar Eyjólfsson. Klúbburinn var vel sóttur í gærkvöldi,en það voru ekki allar konur sem eru vanar að vera,vegna þess að þær voru í burtu. Þannig að karlar voru í meirihluta.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og taka þátt sem eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. janúar 2015

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Áætlunarflugi hefur nú verið aflýst á Gjögur í dag. Bálhvasst er af norðaustri 14 til 22 m/s, og mjög dimm él eru alltaf. Það lítur vel út með flug á morgun,spáð er mun hægari vindi og bjartara veðri,en flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. janúar 2015

Norðan stormur í nótt.

Vindaspá frá VÍ á miðnætti.
Vindaspá frá VÍ á miðnætti.

Veðurstofa Íslands spáir norðan stormi í nótt með talsverðri snjókomu. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra: Gengur í norðaustan 10-18 með snjókomu í dag, en talsvert hægari til landsins. Norðaustan 18-23 í nótt og snjókoma eða él, hvassast á annesjum, en heldur hægari og úrkomuminna seint á morgun. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. janúar 2015

Svarar ekki neyðarkalli bænda.

Refur á Vestfjörðum.Mynd Rúnar Karlsson.
Refur á Vestfjörðum.Mynd Rúnar Karlsson.

Sauðfjár­rækt­ar­fé­lög­in í Stranda­sýslu sendu Sig­urði Inga Jó­hanns­syni,land­búnaðar- og um­hverf­is­ráðherra,neyðarkall í maí í fyrra.

Til­efnið var að þann 1. júlí 2014 voru liðin 20 ár frá því að rík­is­valdið alfriðaði refi á 580 fer­kíló­metra svæði á Horn­strönd­um í óþökk ná­granna­byggða og án und­an­geng­inna rann­sókna á líf­ríki svæðis­ins. Ekki hef­ur enn borist svar við neyðarkall­inu,að sögn Guðbrands Sverris­son­ar,for­manns Sauðfjár­rækt­ar­fé­lags Kaldr­ana­nes­hrepps.

Í  Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að meðal ann­ars  var skorað á ráðherr­ann


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Adolfshús-05-07-2004.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
Vefumsjón