Erfitt með samgöngur norður í Árneshrepp.
Frá áramótum hafa flugsamgöngur gengið erfiðlega norður í Árneshrepp á Ströndum og oft hefur þurft að fresta eða aflýsa flugi.
Í umfjöllun um samgöngumál Strandamanna í Morgunblaðinu í dag segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, markaðsstjóri Ernis, að frá áramótum hafi tíðarfarið verið einstaklega erfitt. Í gær þurfti að fresta flugi til dagsins í dag þar sem bremuskilyrði voru ófullnægjandi á flugvellinum á Gjögri.
Ásgeir segir að í vetur hafi þessu flugi verið sinnt með flugvél frá Mýflugi með sæti fyrir átta farþega. Í vikunni hafi komið upp millibilsástand og Mýflug
Meira