Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. mars 2015

Tækjamót í Trékyllisvík:Gistimöguleikar.

Gistimöguleikar.Kort.
Gistimöguleikar.Kort.

Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldið í Trékyllisvík 20.-22. mars og hafa sveitir í Strandasýslu veg og vanda af skipulagningu þetta árið. Tækjamótið verður með hefðbundnu sniði þar sem einingar koma saman á föstudagskvöldi víðast að af landinu og láta síðan á laugadeginum reyna á tækin í stórbrotinni náttúrunni á Ströndum. Eins og alltaf á tækjamótum ræður veður og færð endanlegri dagskrá en lang líklegast er að lagt verði í leiðangur á Drangajökul. Einingar eru hvattar til að tryggja sér gistingu með góðum fyrirvara.

Gistimöguleikar eru eftirfarandi :


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2015

Veðrið í Febrúar 2015.

Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.
Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan og þann annan norðan,með hægum vindi,en snjómuggu eða éljum. Þann þriðja gekk í ákveðnar suðvestanáttir með hvassviðri eða stormi og eða roki með miklum kviðum (byljótt),sem stóð fram til og með tíunda. Eftir það var frekar hægur vindur fram til fjórtánda að fór að hvessa af suðaustri um kvöldið og hlýnaði í veðri. Síðan umhleypingar áfram. Enn þann 19.gekk í norðaustan og norðan hvassviðri með talsverði ofankomu,og voru mest norðlægar eða austlægar vindáttir ríkjandi fram til 25. Síðustu daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með snjókomu og éljum,og stundum ísingarveðri. Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og undanfarnir mánuðir.

 

Í hlákunni og hvassviðrinu fjórða til áttunda fóru svell af vegum og túnum að mestu. En þann 25 og 26 slaknaði aðeins og fóru að myndast svellalög aftur.

Í suðvestanáttunum 3. til 10. var jafnavindur oft um og yfir 20 m/s. Enn þann 5. var  hvassast um morguninn kl:06:00,þá var jafnavindur 28 m/s en mesta kviða fór í 42 m/s eða 152 km/klst. Einnig þann 8. Kl:18:00 var jafnavindur 26 m/s en í kviðum fór vindur í 44 m/s eða 159 km/klst. Og eins var þetta kl:21:00 ,nema að jafnavindur var þá 27 m/s.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015

Ernir komu á 19 sæta vél á Gjögur í dag í fyrsta sinn.

Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu í dag fyrir hádegið á Gjögur og komu í fyrsta skipti á 19 sæta vél sinni sem er Jetstream 32. og ber einkennisstafina TF-ORC. Flugmennirnir létu mjög vel af því að lenda á Gjögurflugvelli enda flugbrautin freðin og væri sem malbikuð. Þeir reikna ekki með að hægt væri að lenda þessari vél á Gjögri á meðan frost væri að fara úr brautinni og brautin þíð.

Ekki er vitað annað en að átta sæta flugvélin frá Mýflugi byrji aftur að fljúga fyrir Erni á Gjögur eftir um tíu daga til hálfan mánuð,en Mýflug hefur séð um flug fyrir Erni marga undanfarna vetra. Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015

Erfitt með sam­göng­ur norður í Árnes­hrepp.

Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.
Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.

Frá áramótum hafa flug­sam­göng­ur gengið erfiðlega norður í Árnes­hrepp á Ströndum og oft hefur þurft að fresta eða aflýsa flugi.

Í umfjöllun um sam­göngu­mál Stranda­manna í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, markaðsstjóri Ern­is, að frá ára­mót­um hafi tíðarfarið verið ein­stak­lega erfitt. Í gær þurfti að fresta flugi til dags­ins í dag þar sem brem­u­skil­yrði voru ófull­nægj­andi á flug­vell­in­um á Gjögri.

Ásgeir seg­ir að í vet­ur hafi þessu flugi verið sinnt með flug­vél frá Mý­flugi með sæti fyr­ir átta farþega. Í vik­unni hafi komið upp milli­bils­ástand og Mý­flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Forsala miða á árshátíð.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 28.febrúar  í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi og hefst klukkan 14:00 og stendur yfir í tvær stundir. Að sjálfsögðu verður posi á staðnum. Árshátíðin verður haldin á sama stað laugardaginn 7. mars.

Miðaverð á árshátíðina er 8.500 kr. Félagar eru hvattir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Veðrið á áætlun,en flugi aflýst.

Norðanveðrið skall á um hádegið.
Norðanveðrið skall á um hádegið.

Nú er norðanáttin skollin á hér á Ströndum,alveg eftir spá Veðurstofunnar í morgun,að norðanáttin mundi skella á um hádegi,en seinna en spáin sagði til um í gær. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var komin norðan 17 til 20 m/s á hádegi með snjókomu. Flugi hefur að sjálfsögðu verið aflýst á Gjögur.

Veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2015

Spáð hvassviðri eða stormi.

Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti.
Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti.

Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan og austan 10-18 m/s, en 18-25 með skafrenningi eða snjókomu síðdegis, hvassast á annesjum. Snýst í sunnan 8-13 með éljum í nótt, en gengur í norðvestan 15-23 með snjókomu seint á morgun.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2015

Vindhraðamælir V.Í á Gjögurflugvelli bilaður.

Skipt var um vindhraðamæli í Litlu-Ávik þann 23.september 2014. og þá einnig um legu í sjálfvirkamælinum á Gjögurflugvelli.
Skipt var um vindhraðamæli í Litlu-Ávik þann 23.september 2014. og þá einnig um legu í sjálfvirkamælinum á Gjögurflugvelli.

Á fimmtudaginn var eða þann 19. febrúar var Vindhraðamælir,sjálfvirki mælirinn fyrir Veðurstofu Íslands á Gjögurflugvelli ekki farin að sýna réttan vindstyrk og núna í dag 23.var farið að heyrast mikið í honum,og greinilegt að lega er að fara í mælinum,vindstefna,hitastig,rakstig og loftvog virka rétt. Nú eru bæði flugvallarvörður á Gjögurflugvelli og veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík,búin að tilkynna þetta til Veðurstofu,því nú er búið að ganga úr skugga um það að vindhraði er ekki réttur þarna miðað við vindmæla á þeim stöðum þótt einhver munur sé yfirleitt. En lega sem er biluð í sambyggða mælinum dregur úr að vindmælirinn sýni réttan hraða. Sjófarendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2015

Frá þorrablótinu í Árneshreppi í gær.

Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
1 af 8

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi stóð fyrir þorrablóti í gær laugardaginn 21. febrúar með glæsibrag,enn fimm áru eru síðan þorrablót var haldið í Árneshreppi. Það má segja að þetta rétt kallist þorrablót en ekki góufagnaður,en góa byrjaði í dag 22.febrúar. Á þorrablótinu voru eingöngu hreppsbúar en ekkert aðkomufólk,nema nokkur skólabörn sem voru í heimsókn hjá sínum fjölskyldum,en mikið er um frí í skólum núna. Þorramaturinn frá SS þótti mjög góður,og látið vel að honum. Við erum svo heppin núna að hafa góðan harmonikkuleikara í hreppnum,sem er Linda Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum,sem lék undir fjöldasöng,enda mikið af góðu söngfólki í hreppnum. Börnin sungu líka fyrir


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. febrúar 2015

Flugi aflýst.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs eins og í gær,en þá var réttur áætlunardagur með flug þangað. Það er snjókoma og mikið dimmviðri. Athugað verður með flug


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Kristín í eldhúsinu.
Vefumsjón