Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. mars 2015 Prenta

FARÞEGASIGLINGAR FRÁ NORÐURFIRÐI Í SUMAR.

Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.
Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.

Kristján Már Unnarsson hjá Vísi sendi vefnum þessa frétt.

Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. Fyrirtækið GJÁ-útgerð er að láta smíða sérstakan farþegabát með rými fyrir 18 manns sem áformað er að sigli reglulega frá Norðurfirði á tímabilinu frá miðjum júní og fram undir lok ágústmánaðar.

Að fyrirtækinu standa Ásgeir Salómonsson og synir hans tveir, Gunnar Ásgeirsson og Jón Geir Ásgeirsson. Þeir eru búsettir í Hafnarfirði en ættaðir frá Ísafirði og hafa á sumrin stundað strandveiðar á Vestfjörðum, meðal annars frá Norðurfirði.

„Við vildum prófa eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í þessu í fyrra,“ segir Jón Geir í samtali við fréttastofu Vísis en ferðaþjónustan verður rekin í nafni Strandferða.

Stefnt er að föstum áætlunarferðum frá Norðurfirði á föstudögum og sunnudögum með viðkomu í eyðibyggðum í Drangavík, Skjaldabjarnarvík, Reykjarfirði, Furufirði, Smiðjuvík, Látravík og Hornvík. Þá verður föst ferð í Reykjarfjörð á laugardögum að morgni og til baka að kvöldi. Auk þess býðst hópum að leigja bátinn til siglinga á öðrum dögum ef farþegar eru ekki færri en fimm talsins.

Bolvíkingurinn Reimar Vilmundarson ruddi brautina þegar hann bauð upp á áætlunarsiglingar þessa leið á árunum 1996 til 2012 og rak gistingu í Bolungarvík á Ströndum.
VIÐBÓT kl. 17.40: Fyrirtækið Hornstrandaferðir, sem Arinbjörn Bernharðsson rekur, hefur undanfarin tvö sumur boðið upp á siglingar með ferðamenn á Hornstrandir frá Norðurfirði og áformar að halda þeim áfram í sumar. Það hafa þó ekki verið fastar áætlunarferðir.

Kristján Már Unnarsson skrifar á Vísi .is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
Vefumsjón