Tækjamót í Trékyllisvík:Gistimöguleikar.
Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldið í Trékyllisvík 20.-22. mars og hafa sveitir í Strandasýslu veg og vanda af skipulagningu þetta árið. Tækjamótið verður með hefðbundnu sniði þar sem einingar koma saman á föstudagskvöldi víðast að af landinu og láta síðan á laugadeginum reyna á tækin í stórbrotinni náttúrunni á Ströndum. Eins og alltaf á tækjamótum ræður veður og færð endanlegri dagskrá en lang líklegast er að lagt verði í leiðangur á Drangajökul. Einingar eru hvattar til að tryggja sér gistingu með góðum fyrirvara.
Gistimöguleikar eru eftirfarandi :
Bergistangi (http://www.bergistangi.is/)
Ferðafélag Íslands (http://fi.is/skalar/nordurfjordur/)
Urðartindur. www.urdartindur.is (Sigrún Sverrisdóttir 8638008)
Svefnpokapláss í samkomuhúsinu í Trékyllisvík (Ingvar Bjarnason 8916780)
Hótel Djúpavík (http://www.djupavik.com/)