Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2015

Stefnumótunarfundur á Hólmavík miðvikudag kl. 15:00.

Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Nú stendur yfir vinna að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Búið er að halda tvo fundi, á Patreksfirði og Ísafirði, og framundan er fundur á Hólmavík sem fresta þurfti í síðustu viku. Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Um er að ræða opinn fund sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að Sóknaráætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Fundurinn stendur að hámarki í þrjá tíma og kaffi verður á boðstólum í hléi.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. janúar 2015

Úrkoman var 836,7 mm árið 2014.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 836,7 mm á liðnu ári 2014. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Þrívegis fór úrkoman 2014 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í júlí (124,6 mm) í október (134,2 mm) og í desember (117,2 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2014 var í maí (24,9 mm). Úrkoman var því 128,7 mm meiri en árið 2013.

Hér fara á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2014:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. janúar 2015

Skírsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá.
Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá.

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skírslu sinni. Ítarleg umfjöllun er um styrkingu flutnings- og dreifikerfisins á Vestfjörðum ásamt möguleikum á uppbyggingu virkjanakosta í héraði. Fram kemur í skírslunni að almennt hafi bilunum á línum á Vestfjörðum farið fækkandi síðan 2009.

Á síðustu misserum hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis raforku á Vestfjörðum. Endurbætur voru gerðar á


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. janúar 2015

Útsvarsprósentur 2015.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2015. Meðalútsvarið verður óbreytt þ.e. 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 57 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar.

Þess ber að geta að hluti útsvarsins rennur beint til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem síðan útdeilir því aftur til sveitarfélaga eftir sérstökum reglum sem sjóðurinn setur. Það sem jöfnunarsjóðurinn fær er annars vegar 0,77%


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. janúar 2015

Flugvöllurinn á Gjögri.

Haraldur Benediktsson 4. þingmaður NV kjördæmis.
Haraldur Benediktsson 4. þingmaður NV kjördæmis.

Aðsend grein frá Haraldi Benediktssyni 4. Þingmanni NV kjördæmis og nefndarmanni í fjárlaganefnd.

Undanfarin ár hefur viðhaldi á innanlandsflugvöllum ekki verið sinnt sem skyldi.  Það er mikilvægt að brjótast úr þessari kyrrstöðu og ráðast í að bæta ástand mannvirkja er tengjast innanlandsfluginu.  Það gerði meirihlutinn á Alþingi með afgreiðslu fjárlaga, fyrir jól.

Að frumkvæði fjárlaganefndar er nú ákveðið að arður af rekstri ÍSAVIA, komi í ríkissjóð.  Ætlunin er að verja þeim fjármunum til endurbóta á innanlandsflugvöllum. Vegna regluverks er þetta aðferð til að færa til hagnað af millilandaflugi til nauðsynlegra framkvæmda innanlands.  

Of lengi hefur verið dregið að ráðast í nauðsynlegar endurnýjun á flugvellinum á Gjögri.   Núverandi ástand hans veldur því að ekki virðist mögulegt að nota besta mögulega flugvélakost sem hæfir flugleiðinni. Ástæðan er að klæðningu vantar á flugbrautina en efni til klæðningar bíður tilbúið.  

Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur fram vilji meirihluta hennar til að bregðast við ályktun Fjórðungsþings Vestfjarða og ítrekaða


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. janúar 2015

Þakkir til veðurathugunarmanns og vitavarðar.

Flutningaskip á Norðurfirði.Ekki viðkomandi þessari frétt.
Flutningaskip á Norðurfirði.Ekki viðkomandi þessari frétt.

Það er oft gaman að vera veðurathugunarmaður og lýsa veðrinu á þessum og þessum tíma,og gefa upp sjólag veðurhæð og vindstryk fyrir sjómennina okkar. Sjaldan fær maður þakkir fyrir þessa vinnu,en það kemur fyrir hjá nokkrum aðlinum. Eftir að vitinn Gjögurviti komst í lag aftur í firradag,fékk vefurinn litlihjalli og jonvedur fullt af tölvupóstum þar sem spurt var um ýmislegt og einnig um hvað væri gott að fá Gjögurvita inn aftur. Einn stóri tölvupósturinn  hljóðaði á þennan veg og sem ég ætla að birta hér,en má ekki segja skipsnafn.

Við á þessu skipi viljum þakka þér Jón fyrir frábærar veðurathuganir


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. janúar 2015

Bilunin í Gjögurvita var vegna eldinga.

Gjögurviti.Mynd Siglingastofnun.
Gjögurviti.Mynd Siglingastofnun.
1 af 2

Gjögurviti hefur verið alveg úti frá 15,desember,en frá 11. til 15. desember hefur hann verið á varakerfinu,þar til vararafmagnið var búið á rafgeymum. Rafmagn fór af þann 10. um morguninn en rafmagn komst á allt nema vitann þann 12.desember,og það var tilkynnt til Siglingastofnunar. Svo þann 18. desember fór vitavörður niðri vita og athuga hvað væri að þá sást  að stofnöryggi væri farið og jafnvel annað bilað. Það var svo ekki fyrr enn daginn fyrir gamlársdag þann 30. desember að menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík komust norður og komu þá rafmagni inn á töflu vitans,eftir að skipt var um stofnöryggi í töflu,en það var ekki nóg því engin stjórntæki vitas virkuðu. Það skal tekið fram að vitlaust veður var mest allan þennan tíma og erfitt var að komast í vitann vegna veðurs. Svo nú loks í dag tókst mönnum frá Siglingastofnun (afsakið nú er það víst Vegagerðin) jæja Vegagerðinni að komast með leiguflugi til Gjögurs morgun og gera við stjórnbúnaðinn sem var allur úti. Sem dæmi má nefna var rafmagnskapall í tengla brunnin í sundur,sem var fyrir hleðslutæki rafgeyma fyrir varakerfið,24 voltin. Rafvirkjar stofnunarinnar hafa aldrei séð annað eins,eins og tildæmis stofnöryggið sem var bráðnað og hulstrið utan um það,og fleira og fleira sem fréttamaður kann ekki að nefna. Rafvirkjar Siglingastofnuar eins og


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. janúar 2015

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Orkubúsins um Bestu jólamyndina.

Jólamyndin var tekin af Þórdísi Björt Sigþórsdóttur og hlýtur hún í verðlaun iPhone 6 snjallsíma.
Jólamyndin var tekin af Þórdísi Björt Sigþórsdóttur og hlýtur hún í verðlaun iPhone 6 snjallsíma.

Orkubúið hefur í desember staðið fyrir ljósmyndasamkeppni um bestu jólamyndina. Móttökur hafa verið mjög góðar og frábærar ljósmyndir hafa borist í keppnina hvaðanæva af landinu.

Val dómnefndar eftir vandlega yfirferð var þessi fallega jólamynd tekin af Þórdísi Björt Sigþórsdóttur og hlýtur hún í verðlaun iPhone 6 snjallsíma.

Dómnefnd taldi myndina vera glaðlega, skýra og jólalega.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2015

Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.

Sóknaráætlun Vestfjarða heldur áfram.
Sóknaráætlun Vestfjarða heldur áfram.

Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfjarða: Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. janúar 2015

Orkubúið hækkar verð á dreifingu á raforku.

Orkubú Vestfjarða skrifstofur Ísafirði.Mynd OV.
Orkubú Vestfjarða skrifstofur Ísafirði.Mynd OV.

Nú um áramót voru verðskrár Orkubús Vestfjarða fyrir dreifingu raforku hækkaðar en þær höfðu ekki  verið hækkað á undangengnum 2 árum.

Orkustofnun er eftirlitsaðili með verðlagningu dreifiveitna og setur þeim árlega tekjumörk. ( Árleg tekjumörk eru þær tekjur sem dreifiveita þarf árlega til að standa undir rekstri sínum að mati Orkustofnunar). Orkustofnun hefur farið yfir og staðfest neðanskráðar hækkanir á verðskrám OV fyrir dreifingu raforku.

Verðskrá fyrir dreifingu raforku í þéttbýli hækkaði um 4%

Hækkun þessi er rökstudd með vísan til þess að verð hafa ekki breyst síðan í upphafi árs 2013 þrátt fyrir verðlagshækkanir (ca 6%). Skv uppgjöri tekjumarka fyrir árið 2013 voru tekjur OV af raforkudreifingu í þéttbýli 97% af tekjumörkunum. Bent  er á að dreifigjaldskrár OV hafa alla tíð verið undir leyfilegum tekjumörkum og eru uppsafnaðar tekjuheimildir OV í lok árs 2013 um 472 Mkr. vanteknar í þéttbýli.

Verðskrá fyrir dreifingu raforku í dreifbýli hækkaði um 10%


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Fell-06-07-2004.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
Vefumsjón