Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. janúar 2015
Prenta
Norðan stormur í nótt.
Veðurstofa Íslands spáir norðan stormi í nótt með talsverðri snjókomu. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra: Gengur í norðaustan 10-18 með snjókomu í dag, en talsvert hægari til landsins. Norðaustan 18-23 í nótt og snjókoma eða él, hvassast á annesjum, en heldur hægari og úrkomuminna seint á morgun. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjóinn.
Norðanáttin gengur hratt niður á föstudag.