Samgöngur ganga ílla við Árneshrepp.
Mikil ófærð er nú í Árneshreppi og veður válind. Ekkert hefur verið flogið síðan á föstudaginn 12. desember. Reynt hefur verið með flug til Gjögurs undanfarna daga,og eins er það í dag en flugi hefur verið aflýst í dag. Mikill snjór er á flugbrautinni eins og annarsstaðar,alltaf er verið að moka. Það snjóaði mikið í gær og en snjóar í dag. Flug verður reynt á morgun ef veður leifir og þarf að fara tvær ferðir. Talsvert af vörum eru fyrir sunnan í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Svo og einnig póstur sem er nú að aukast fyrir jólin.
Vegagerðin á Hólmavík ætlaði
Meira