Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2014

Opnað norður seinni partinn í dag og kvöld.

Úr myndasafni,snjómokstur.
Úr myndasafni,snjómokstur.
1 af 2

Það endaði með að Vegagerðin á Hólmavík opnaði norður seinni partinn í dag og í kvöld. Vegagerðin hætti við í morgun að moka vegna veðurs en byrjuðu svo þegar veður lægði. Mokað var líka norðan megin frá,en sú vél bilaði,traktor með plóg,en það brotaði eitthvað í honum. Þannig að veghefillinn hélt áfram alveg norður og er núna verið að moka innansveitar í kvöld,en það klárast sennilega ekki fyrr enn í fyrramálið. Spáð er skárra veðri á morgun og verður þá flogið tvær ferðir á Gjögur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2014

Samgöngur ganga ílla við Árneshrepp.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Mikil ófærð er nú í Árneshreppi og veður válind. Ekkert hefur verið flogið síðan á föstudaginn 12. desember. Reynt hefur verið með flug til Gjögurs undanfarna daga,og eins er það í dag en flugi hefur verið aflýst í dag. Mikill snjór er á flugbrautinni eins og annarsstaðar,alltaf er verið að moka. Það snjóaði mikið í gær og en snjóar í dag. Flug verður reynt á morgun ef veður leifir og þarf að fara tvær ferðir. Talsvert af vörum eru fyrir sunnan í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Svo og einnig póstur sem er nú að aukast fyrir jólin.

Vegagerðin á Hólmavík ætlaði


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. desember 2014

Ljósmyndasamkeppni OV.

Takið myndir og sendið til OV.
Takið myndir og sendið til OV.

Orkubú Vestfjarða vill vekja athygli ykkar lesendur,á ljósmyndasamkeppni sem Orkubúið er að halda um Bestu jólamyndina. Víða á Ströndum eru margir sem taka myndir og myndefni er vafalítið ekki af skornum skammti þessa dagana.

Nánari upplýsingar um ljósmyndakeppnina er að finna á vef


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. desember 2014

Enn einn hvellurinn.

Vindaspá klukkan sex í fyrramálið.
Vindaspá klukkan sex í fyrramálið.

Veðurstofa Íslands spáir í dag og á morgun fyrir Strandir og Norðurland vestra: Sunnan 5-10 m/s og úrkomulítið, en austlægari síðdegis og snjókoma með köflum. Hvessir í kvöld, norðaustan og síðar norðan 15-23 um miðnætti. Skafrenningur og snjókoma, talsverð á annesjum. Norðan 13-20


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2014

Rafmagn kemst á í dag.

Vonandi kemst rafmagn á Gjögurflugvöll sem fyrst.
Vonandi kemst rafmagn á Gjögurflugvöll sem fyrst.

Línumenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík koma norður um leið og vegur opnast,til að koma rafmagni á Gjögurflugvöll,Gjögur,Víganes og Krossnes,Sundlaugarhúsið og Fell. Þá yrðu öll hús komin með rafmagn,en mestu máli skiptir að koma rafmagni á Krossnes,en það er eini bærinn í byggð sem hefur verið rafmagnslaus síðan í fyrra dag.  Mjög mikill klammi er á spennum og línum. Einnig skiptir miklu máli að rafmagn komist á Gjögurflugvöll


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2014

Vegir opnaðir.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.

Vegagerðin á Hólmavík er byrjuð að opna vegi eftir norðanóveðrið. Verið er að moka frá Norðurfirði til Gjögurs og til Djúpavíkur,einnig er verið að moka sunnanmegin frá-


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2014

Svavar Knútur á Mölinni- jólatónleikar.

Svavar Knútur við Djúpavík.
Svavar Knútur við Djúpavík.

Þrettándu tónleikarnir á Mölinni eru jólatónleikar Malarinnar sem verða haldnir í þriðja sinn þriðjudagskvöldið 16. desember á Malarkaffi. Að þessu sinni mun söngvaskáldið geðþekka Svavar Knútur heiðra Strandamenn og -konur með nærveru sinni og flytja jólalög, eigin og annarra í bland við annað efni.
Flateyringinn Svavar Knút Kristinsson þarf varla að kynna fyrir fólki. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna með einlægri og glaðhlakkalegri framkomu, einstakri söngrödd og vel smíðaðri tónlist. Á síðustu árum hefur hann sent frá sér þrjár sóló plötur auk jólaplötunnar "Eitthvað fallegt" sem hann gerði í félagið við Kristjönu Stefánsdóttur og Ragnheiði Gröndal. Svavar Knútur hefur vanið komur sínar á Strandir um nokkurt skeið
 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. desember 2014

Vindur í seglum II - Strandir og firðir 1931-1970.

Vindur í seglum.Forsíða bókar.
Vindur í seglum.Forsíða bókar.

Annað bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum er komin út. Vindur í seglum II Strandir og firðir 1931-1970. Höfundur Sigurður Pétursson sagnfræðingur. Barátta verkafólks fyrir bættum kjörum á fyrri hluta 20. aldar gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Hér koma við sögu átök við atvinnurekendur, innri deilur í verkalýðshreyfingunni og pólitískar væringar. Um leið er lýst þróun atvinnuhátta og samfélags í byggðum Vestfjarða á 20. öld.

Í öðru bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum, Vindur í seglum II, segir frá verkafólki við sjóinn, samtökum þess og samfélagi á Vestfjörðum. Sagt er frá tólf verkalýðsfélögum í jafnmörgum byggðarlögum þar sem verkalýðshreyfingin náði fótfestu og verkafólk og sjómenn fengu í fyrsta sinn tækifæri til að hafa áhrif á kjör sín og afkomu. Sögusviðið liggur um Vestfirði, frá Súgandafirði vestur til Patreksfjarðar, suður í Flatey á Breiðafirði og frá Borðeyri og norður um Strandasýslu til Djúpavíkur.

Úr formála höfundar:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2014

Rafmagn komið.

Rafmagn er nú á öllum bæjum sem eru í byggð nema á Krossnesi.
Rafmagn er nú á öllum bæjum sem eru í byggð nema á Krossnesi.

Rafmagn komst á í Litlu-Ávík og Kjörvogi eftir að loftlínunni til Gjögurs var slegið út um ellefuleitið í morgun. Þá var allt rafmagn farið fyrir norðan Trékyllisvík til Norðurfjarðar,en hægt var að slá loftlínunni út sem liggur til Krossness,og komst þá rafmagn á aftur í Norðurfirði. Enn um hádegið sló öryggi út við Selá og allt rafmagn af Árneshreppi. Orkubúsmönnum á Hólmavík tókst að komast þangað og skipta um rofa,og komst rafmagn á í Árneshreppi aftur rétt fyrir hálf tvö. Nú eru allir bæir sem búið er á komnir með rafmagn nema Krossnes.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2014

Rafmagnslaust er í hluta Árneshrepps.

Rafmagnslaust er í Litlu-Ávík- Kjörvogi og Gjögursvæðinu.
Rafmagnslaust er í Litlu-Ávík- Kjörvogi og Gjögursvæðinu.

Rafmagni var alltaf að slá út í nótt,veðri og mikilli sjáfarseltu er ástæðan. Rafmagn fór af hluta Árneshrepps í morgun um sexleitið,það er rafmagnslaust fyrir austan Trékyllisvík,það er í Ávíkunum og Kjörvogi og Gjögursvæðinu. Reynt verður að slá út rofa við Víganesafleggjar þegar hægt verður að komast þangað,þá fer Gjögur út


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Kort Árneshreppur.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón