Bilunin í Gjögurvita var vegna eldinga.
Gjögurviti hefur verið alveg úti frá 15,desember,en frá 11. til 15. desember hefur hann verið á varakerfinu,þar til vararafmagnið var búið á rafgeymum. Rafmagn fór af þann 10. um morguninn en rafmagn komst á allt nema vitann þann 12.desember,og það var tilkynnt til Siglingastofnunar. Svo þann 18. desember fór vitavörður niðri vita og athuga hvað væri að þá sást að stofnöryggi væri farið og jafnvel annað bilað. Það var svo ekki fyrr enn daginn fyrir gamlársdag þann 30. desember að menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík komust norður og komu þá rafmagni inn á töflu vitans,eftir að skipt var um stofnöryggi í töflu,en það var ekki nóg því engin stjórntæki vitas virkuðu. Það skal tekið fram að vitlaust veður var mest allan þennan tíma og erfitt var að komast í vitann vegna veðurs. Svo nú loks í dag tókst mönnum frá Siglingastofnun (afsakið nú er það víst Vegagerðin) jæja Vegagerðinni að komast með leiguflugi til Gjögurs morgun og gera við stjórnbúnaðinn sem var allur úti. Sem dæmi má nefna var rafmagnskapall í tengla brunnin í sundur,sem var fyrir hleðslutæki rafgeyma fyrir varakerfið,24 voltin. Rafvirkjar stofnunarinnar hafa aldrei séð annað eins,eins og tildæmis stofnöryggið sem var bráðnað og hulstrið utan um það,og fleira og fleira sem fréttamaður kann ekki að nefna. Rafvirkjar Siglingastofnuar eins og
Meira