Fé dregið á snjóþotu.
Nokkrir bændur í Árneshreppi fóru á gamlársdag í leiðangur norður í Ófeigsfjörð til að fresta þess að ná kindum sem hafa verið þar síðan í haust og ekki náðst,og nú tókst það. Þeir sem voru í leiðangrinum voru Guðlaugur á Steinstúni,feðginin Björn og Árný á Melum og Ásgeir tengdasonur Björns,Ingólfur og Ingvar í Árnesi,Þorsteinn á Finnbogastöðum og Davíð á Krossnesi. Á rúv.is er viðtal við nokkra leiðangursmenn. Þar segir Guðlaugur meðal annars þetta í viðtali við Ásrúnu Brynju Ingvarsdóttur fréttamann.“Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Árneshreppi, segir að þeir hafi séð kindurnar daginn áður með kíki í Lambatungu, þar sem Hvalá og Rjúkandi mætast í norðanverðum Ófeigsfirði, og kannað aðstæður. „Við sáum að það var kannski möguleiki að fara hana á ís þarna. Þetta er leiðinda staður, þetta helvíti. Kindur geta orðið innlyksa þarna vikum saman á haustin og árnar geta verið ófærar bæði mönnum og skepnum. Við höfðum reyndar séð þær í haust og farið og athugað með þær en náðum þeim ekki þá.“ Guðlaugur segir að leiðinda tíð hafi verið í hreppnum frá því um miðjan desember. Hér má skoða fréttina í heild á RÚV.