Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.
Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfjarða: Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:
12. jan (mánudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Patreksfirði
13. jan (þriðjudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík
14. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði
Nánar hér.