Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2014

Viðvörun,fárviðri.

Vindaspá á miðnætti í kvöld.
Vindaspá á miðnætti í kvöld.

Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á að samkvæmt nýjustu spálíkönum er spáð norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25-35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi í dag.
Búist er við að veður versni mikið á milli kl. 14 og 15 á Hornströndum og við Ísafjarðardjúp, þar með talið á þéttbýliskjörnum í Djúpinu. Veðurhæðinni fylgir talsverð ofankoma.
Í kvöld og nótt gera spár ráð fyrir norðaustan 20-28 m/s og snjókomu eða éljum á öllum Vestfjörðum. Mikið dregur úr vindi fyrir hádegi á morgun.

Nánar:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2014

Rafmagnstruflanir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Nokkrar rafmagntruflanir hafa verið í nótt og fram á morgun,enn hér í Árneshreppi hefur bara verið um útslátt að ræða,vegna rafmagnstruflana á Vestfjörðum. Rafmagn hefur víða farið alveg af á Vestfjörðum,eins og í Súðavík og víða við Ísafjarðardjúp. Ekkert er að línum norður í Árneshrepp,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2014

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tvö  umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.

Vikan 1. Desember til 8. Desember 2014: Tveir ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur, annar í Vestfjarðargöngunum og hinn í Bolungarvíkurgöngum, sá sem hraðast ók mældist á 97 km / klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km /klst.

Tvö  umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, öll sama daginn. Fyrra  óhappið var á Djúpvegi, innan við Hólmavík, þar varð bílvelta ökumaður og farþegi fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Hólmavík til skoðunar.  Um minniháttar meiðsl


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. desember 2014

Stormur í nótt.

Vindaspá á miðnætti.
Vindaspá á miðnætti.

Veðurstofa Íslands spáir hvassviðri eða stormi í kvöld og nótt. Annars er spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra þessi í kvöld og á morgun: Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 18-25 og snjókoma seint í kvöld og hiti um frostmark. Snýst í mun hægari suðvestan átt með éljum undir morgun og kólnar, en ört vaxandi norðan átt vestantil annað kvöld.
Á miðvikudag:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. desember 2014

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélagsins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 14. desember kl. 16.30. Stjórnandi: Ágota Joó. Einsöngur: Kristján Jóhannsson. Píanó: Vilberg Viggósson

Hugvekja: Hans Guðberg Alfreðsson. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn hátíðargesta, 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð innifalið. Miðaverð í forsölu er 3.500 kr.

Vinsamlega hafið samband við

Gíslínu (sími 699 8859),

Ragnheiði (sími 616 3148)


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2014

Umhleypingar um helgina.

Svolítið hefur snjóað í Árneshreppi undanfarna daga.
Svolítið hefur snjóað í Árneshreppi undanfarna daga.

Veðurstofa Íslands spáir umhleypingum um helgina,annars er spáin svona fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Norðan 3-8 m/s og stöku él. Frost 0 til 6 stig. Gengur í suðaustan 8-15 undir kvöld með snjókomu og hita um frostmark. Suðvestan 5-13 í nótt og á morgun, dálítil él og heldur kólnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á sunnudag: Norðan 5-15 m/s, hvassast austast. Snjókoma og síðar él á N- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Frost 2 til 10 stig.
Á mánudag:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2014

Skil á haustskírslum búfjár.

Eru bændur í Árneshreppi búnir að skila haustskírslum?
Eru bændur í Árneshreppi búnir að skila haustskírslum?

Frá Matvælastofnun í gær:

Skilafrestur á haustskírslum er nú útrunninn og vill Matvælastofnun upplýsa þá sem enn hafa ekki skilað skírslum að starfsmenn Matvælastofnunar munu frá og með 15. desember n.k. hefjast handa við heimsóknir til þeirra sem ekki hafa skilað skírslum.

Eins og kveðið er á um í lögum verða allar heimsóknir vegna vanskila á haustsskírslum á kostnað viðkomandi baúfjáreiganda. Því eru þeir sem enn hafa ekki lokið skilum hvattir til að gera slíkt nú þegar og forðast þannig óþarfa útgjöld.

Þeim sem þegar hafa gengið hafa frá skráningum á haustskírslum


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2014

Helstu framkvæmdir í Árneshreppi.

Hús Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
Hús Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
1 af 3

Hér verður reynt að fara yfir helstu framkvæmdir í Árneshreppi á árinu 2014. Ekki verður þetta tæmandi upplýsingar,eitthvað mun vanta. Fyrst skal nefna sem hlýtur að teljast ein stærsta framkvæmdin er þegar Björgunarsveitin Strandasól réðist í byggingu húss yfir starfssemi sína í haust. Húsið sem er stálgrindarhús 150 fermetrar og var gert fokhelt,en eftir er að leggja í gólf og öll innivinna er eftir.

Á Djúpavík var í sumar byrjað að leggja tjörudúk á þak gömlu síldarverksmiðunnar,sem bræddur er á þakið í lögum. Þessi dúkur kom í stað þess að áður fyrr var þakið bikað eða tjargað. Hluti þaksins var tekin í sumar en á næsta ári stendur til að taka þakið sem snýr til norðurs,en það er um 1200.fm. Á Hótel Djúpavík var eldhús tekið algerlega í gegn og tæki endurnýjuð að miklu leyti.

Í Litlu-Ávík voru fengnir smiðir frá Sparra ehf í Keflavík til að klæða gafl og hliðar á aðalfjárhúsunum með aluzink bárujárni,einnig var skipt um glugga í húsunum og hurðir endurnýjaðar. Einnig settu smiðir upp iðnaðarhurð í Sögunarskemmuna að norðanverðu,en hún er rafmagnsdrifin.

Á Krossnesi voru steypuskemmdir lagaðar á grunni á skemmu. Einnig var þar seint í haust skipt um hluta af þakjárni á fjárhúsum þar.

Sveitarfélagið Árneshreppur stóð að ýmsu viðhaldi á sínum eignum,til dæmis á félagsheimilinu þar sem var skipt um glugga og eða lagaðir og þar var skipt um útihurð. Í kennara íbúð  Finnbogastaðaskóla var baðherbergi alveg endurnýjað,og ýmislegt annað viðhald þar. Einnig lét sveitarfélagið setja upp tvær iðnaðarhurðir á sjávarhúsið í Norðurfirði,þær eru rafmagnsdrifnar. Ýmislegt annað lét sveitarfélagið gera í viðhaldi eins og á íbúðum í kaupfélagshúsinu eins og þau hús eru kölluð,en sveitarfélagið á þær eignir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2014

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur.

Vikan 24. Nóvember til 1. Desember 2014: Þrír ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur, einn ökumaður á Djúpvegi, þjóðvegi nr. 61 og tveir í nágrenni Ísafjarðar.  Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, fyrra óhappið varð miðvikudaginn 26. nóv., en þá var ekið á reiðhjólamann  á gangbrautinni við hringtorgið/ Pólgötu á Ísafirði, og slapp reiðhjólamaðurinn án meiðsla. Seinna óhappið varð daginn eftir á Bíldudalsvegi, þar hafnaði bifeið út fyrir veg í Tálknafirði, ekki slys á fólki, en einhverjar skemmdir á bifreiðinni.  Ástæða óhappsins var hálka.

Einn ökumaður var kærður vegna gruns um meinan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Talsverður viðbúnaður
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2014

Veðrið í Nóvember 2014.

Flotbryggja sleit sig lausa í Norðurfjarðarhöfn í NA óveðri þann 2,nokkurt tjón.
Flotbryggja sleit sig lausa í Norðurfjarðarhöfn í NA óveðri þann 2,nokkurt tjón.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustan hvassviðri og stormi,rigningu eða slyddu. Síðan var vindur hægari og veður fór kólnandi og var nokkurt frost frá áttunda til ellefta. Þann tólfta gerði norðaustan hvassviðri eða austan enn og aftur,og fór veður þá hlýnandi,síðan voru austlægar eða suðlægar vindáttir með hægviðri oftast,og mjög hlýju veðri frá 18.og fram til 24.,en þá fór heldur að kólna,en suðlægar vindáttir áfram. Þann þrítugasta gekk í SV hvassviðri og storm fyrir miðnætti.

Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild,og úrkomulítill.

Dálítið tjón varð þegar flotbryggja sleit sig lausa í smábátahöfninni á Norðurfirði í NA óveðrinu þann 2.nóvember.

 

 


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
Vefumsjón