Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2015

Veðrið í Desember 2014.

Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.
Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með kvelli,því frá miðnætti og aðfaranótt þann 1.og fram á morgun var suðvestan rok eða ofsaveður,síðan voru hvassar SV- áttir fram til fjórða. Eftir það voru umhleypingar með éljum eða snjókomu. Þann níunda um kvöldið gekk í Norðan storm og var fárviðri og ofsaveður aðfaranótt tíunda og um morguninn. Enn og aftur gerði Norðan hvassviðri eða storm tíunda og ellefta,með snjókomu eða éljum. Eftir það voru miklir umhleypingar út mánuðinn.

Spilliblota gerði dagana fyrir jól og seig snjór mikið,mest í slydduveðri,vegir urðu mjög svellaðir. Aftur gerði blota á milli jóla og nýárs í SV hvassviðri og fór snjór þá mikið og svellalög minkuðu og urðu vegir sumstaðar auðir. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum. Ágætt veður var um miðnætti á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags,gott veður til að skjóta upp flugeldum.

Í Suðvestan veðrinu þann 1.náði vindur að fara í 47 m/s í kviðum sem er langt yfir vindstigakvarðann gamla,sem sýnir aðeins tólf vindstig eða 35 m/s.

Í Norðan óveðrinu þann tíunda var meðalvindhraði 33 m/s eða fárviðri um tíma síðan ofsaveður,mesti vindhraði var 38 m/s. Í þessu veðri fór ölduhæð í 9 til 14 metra eða hafrót.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. janúar 2015

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár!
Gleðilegt ár!

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2014.!


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. desember 2014

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða.

Frá úthlutun samfélagsstyrkja 2013.Mynd OV.
Frá úthlutun samfélagsstyrkja 2013.Mynd OV.

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2014. Alls bárust 58 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 19 styrkir að fjárhæð 3,5 Mkr. Formleg afhending styrkjanna verður í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, að Eyrargötu Patreksfirði og að Skeiði 5 Hólmavík þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 14:00. Meðal styrkþega eru Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi, Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík, Félag um Snjáfjallasetur og Ungmennafélagið Afturelding á Reykhólum. Nánar um úthlutunina


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. desember 2014

Félagsvist var í gærkvöld.

Spilað var við sjö borð.
Spilað var við sjö borð.
1 af 2

Félagsvist var haldin í félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærkvöldi á vegum ungmannafélagsins  Leifs Heppna. Spilakvöldið var nokkuð vel sótt.  Sjoppa var í hléi,gos og annað. Spilað var á sjö borðum,voru því tuttugu og átta sem spiluðu. Tveir karlmenn spiluðu sem konur,Guðlaugur á Steinstúni og Davíð M Bjarnason,en hann fékk setuverðlaun sem kvenmaður,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2014

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátið.
Gleðilega jólahátið.
Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi góður Guð gefa okkur öllum Gleðilega jólahátíð. Jólakveðja
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2014

Él en hægur vindur um hátíðarnar.

Úrkomuspá klukkan 18:00 í dag. Frá VÍ.
Úrkomuspá klukkan 18:00 í dag. Frá VÍ.

Sæmilegasta veður verður um hátíðarnar,einhver él við ströndina en yfirleitt hægur vindur. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra,í dag og næstu daga: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en él á annesjum. Frost 3 til 11 stig. Suðlæg átt 5-10 m/s með éljum síðdegis á morgun og hlýnandi veðri.
Veðurhorfur næstu daga: Á föstudag (annar í jólum):
Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og él. Vaxandi norðaustanátt og fer að snjóa N-til um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast til landsins.
Á laugardag:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2014

Síðasta flug fyrir jól.

Tvær ferðir voru farnar á Gjögur í dag.
Tvær ferðir voru farnar á Gjögur í dag.

Flug tóks í dag um hádegið,en ekki tókst að fljúga í gær vegna veðurs. Það voru farnar tvær ferðir í dag,fyrri vélin með farþega um hádegið og seinni vélin kom með póst og restina af vörum. Þar með komst síðasti jólapósturinn í Árneshrepp fyrir jól. Einnig komust farþegar til síns heima sem verða hjá sínu fólki


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2014

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Vikan 15.desember til 22,desember 2014: Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Öll þessi óhöpp voru vegna færðar, en mjög slæm aksturskilyrði vour í vikunni m.a., höfnuðu tvö ruðningstæki Vegagerðarinnar út fyrir veg og var um verulegt tjón að ræða á öðru tækinu.  Óhöpp þessi áttu sér stað á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi. Önnu óhöpp skráð hjá lögreglu í vikunni teljast minni háttar og án teljandi meiðsla, en talsvert eignartjón.

Í vikunni þurfti í þó nokkrum tilvikum að kalla til aðstoðar björgunarsveita til að aðstoða


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. desember 2014

Rafmagn komið.

Svipaður spennir eins og þurfti að skipta um við Steinstún. Myndasafn.
Svipaður spennir eins og þurfti að skipta um við Steinstún. Myndasafn.

Rafmagn komst á alla bæji sem urðu rafmagnlausir í nótt undir kvöld. Það var bilaður spennir í Norðurfirði við Steinstún,og þurfti að koma með nýjan spenni frá Hólmavík. Rafmagn komst á Árnes og Mela fyrir tvö í dag. En á Norðurfjörð og Krossnes uppúr klukkan átján hundruð í kvöld,þá eru allir komnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. desember 2014

Rafmagnslaust í hluta Árneshrepps.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af hluta Árneshrepps í nótt. Það er allt rafmagnslaust fyrir norðan Bæ í Trékyllisvík. Starfmenn frá Orkubúi Vestfjarða eru að koma norður til að finna út hvað er að. Búið er að slá Munaðarnes línu út,þar er brotinn einn staur á Munaðarneshlíðinni,einnig er búið að slá Krossnes og


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón