Gleðileg jól.
Meira
Sæmilegasta veður verður um hátíðarnar,einhver él við ströndina en yfirleitt hægur vindur. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra,í dag og næstu daga: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en él á annesjum. Frost 3 til 11 stig. Suðlæg átt 5-10 m/s með éljum síðdegis á morgun og hlýnandi veðri.
Veðurhorfur næstu daga: Á föstudag (annar í jólum):
Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og él. Vaxandi norðaustanátt og fer að snjóa N-til um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast til landsins.
Á laugardag:
Flug tóks í dag um hádegið,en ekki tókst að fljúga í gær vegna veðurs. Það voru farnar tvær ferðir í dag,fyrri vélin með farþega um hádegið og seinni vélin kom með póst og restina af vörum. Þar með komst síðasti jólapósturinn í Árneshrepp fyrir jól. Einnig komust farþegar til síns heima sem verða hjá sínu fólki
Vikan 15.desember til 22,desember 2014: Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Öll þessi óhöpp voru vegna færðar, en mjög slæm aksturskilyrði vour í vikunni m.a., höfnuðu tvö ruðningstæki Vegagerðarinnar út fyrir veg og var um verulegt tjón að ræða á öðru tækinu. Óhöpp þessi áttu sér stað á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi. Önnu óhöpp skráð hjá lögreglu í vikunni teljast minni háttar og án teljandi meiðsla, en talsvert eignartjón.
Í vikunni þurfti í þó nokkrum tilvikum að kalla til aðstoðar björgunarsveita til að aðstoða
Rafmagn komst á alla bæji sem urðu rafmagnlausir í nótt undir kvöld. Það var bilaður spennir í Norðurfirði við Steinstún,og þurfti að koma með nýjan spenni frá Hólmavík. Rafmagn komst á Árnes og Mela fyrir tvö í dag. En á Norðurfjörð og Krossnes uppúr klukkan átján hundruð í kvöld,þá eru allir komnir
Rafmagn fór af hluta Árneshrepps í nótt. Það er allt rafmagnslaust fyrir norðan Bæ í Trékyllisvík. Starfmenn frá Orkubúi Vestfjarða eru að koma norður til að finna út hvað er að. Búið er að slá Munaðarnes línu út,þar er brotinn einn staur á Munaðarneshlíðinni,einnig er búið að slá Krossnes og
Vegagerðin á Hólmavík er að opna norður í Árneshrepp í dag. Opnað er beggja megin frá,sunnan og norðanmegin. Traktorinn með snjóplóginn sem Vegagerðin hefur fyrir norðan,er komin í lag.
Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,verður þetta sennilega síðasti mokstur norður fyrir jól,miðað við veðurspár,og fólk
Veðurhorfur fyrir Strandir og Norðurland vestra í nótt og á morgun:
Norðan 5-13 m/s og él. Norðaustan 15-23 með morgninum og snjókoma, fyrst vestantil en mun hægari og dálítil él um kvöldið. Frost 1
Það endaði með að Vegagerðin á Hólmavík opnaði norður seinni partinn í dag og í kvöld. Vegagerðin hætti við í morgun að moka vegna veðurs en byrjuðu svo þegar veður lægði. Mokað var líka norðan megin frá,en sú vél bilaði,traktor með plóg,en það brotaði eitthvað í honum. Þannig að veghefillinn hélt áfram alveg norður og er núna verið að moka innansveitar í kvöld,en það klárast sennilega ekki fyrr enn í fyrramálið. Spáð er skárra veðri á morgun og verður þá flogið tvær ferðir á Gjögur
Mikil ófærð er nú í Árneshreppi og veður válind. Ekkert hefur verið flogið síðan á föstudaginn 12. desember. Reynt hefur verið með flug til Gjögurs undanfarna daga,og eins er það í dag en flugi hefur verið aflýst í dag. Mikill snjór er á flugbrautinni eins og annarsstaðar,alltaf er verið að moka. Það snjóaði mikið í gær og en snjóar í dag. Flug verður reynt á morgun ef veður leifir og þarf að fara tvær ferðir. Talsvert af vörum eru fyrir sunnan í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Svo og einnig póstur sem er nú að aukast fyrir jólin.
Vegagerðin á Hólmavík ætlaði