Veðrið í Desember 2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með kvelli,því frá miðnætti og aðfaranótt þann 1.og fram á morgun var suðvestan rok eða ofsaveður,síðan voru hvassar SV- áttir fram til fjórða. Eftir það voru umhleypingar með éljum eða snjókomu. Þann níunda um kvöldið gekk í Norðan storm og var fárviðri og ofsaveður aðfaranótt tíunda og um morguninn. Enn og aftur gerði Norðan hvassviðri eða storm tíunda og ellefta,með snjókomu eða éljum. Eftir það voru miklir umhleypingar út mánuðinn.
Spilliblota gerði dagana fyrir jól og seig snjór mikið,mest í slydduveðri,vegir urðu mjög svellaðir. Aftur gerði blota á milli jóla og nýárs í SV hvassviðri og fór snjór þá mikið og svellalög minkuðu og urðu vegir sumstaðar auðir. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum. Ágætt veður var um miðnætti á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags,gott veður til að skjóta upp flugeldum.
Í Suðvestan veðrinu þann 1.náði vindur að fara í 47 m/s í kviðum sem er langt yfir vindstigakvarðann gamla,sem sýnir aðeins tólf vindstig eða 35 m/s.
Í Norðan óveðrinu þann tíunda var meðalvindhraði 33 m/s eða fárviðri um tíma síðan ofsaveður,mesti vindhraði var 38 m/s. Í þessu veðri fór ölduhæð í 9 til 14 metra eða hafrót.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira





