Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. nóvember 2014

40 ára afmælisfagnaður Strandasólar

Hið nýja hús Strandasólar.
Hið nýja hús Strandasólar.

Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi á Ströndum fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður haldinn afmælisfagnaður og reisugildi á morgun laugardaginn 15. nóvember í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Nýtt merki Strandasólar verður einnig afhjúpað.

Afmælisfagnaðurinn og reisugildið hefst í nýja húsinu kl. 14:00 og er öllum velunnurum Strandasólar boðið að koma og fagna með okkur þessum merka áfanga og skoða nýja húsnæðið. Að því loknu


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. nóvember 2014

Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa.

Gestir á aðalfundi.
Gestir á aðalfundi.
1 af 3

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa fór fram í Akógessalnum við Lágmúla laugardaginn 8. nóvember. Nærri  50 gestir mættu og áttu saman ágæta stund.  Kristmundur Kristmundsson var einróma endurkjörinn formaður félagsins með lófaklappi. Sömu sögu var að segja af öðrum stjórnarmönnum félagsins, Böðvari Guðmundssyni, Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, Ívari Benediktssyni , Sigríði Höllu Lýðsdóttur og Unni Pálínu Guðmundsdóttur. Varmennirnir Guðbrandur Torfason og Jensína Hjaltadóttir voru ennfremur valin til áframhaldandi starfa eins og skoðunnarmenn reikninga, Arnar H. Ágústsson og Gíslína Vilborg Gunnsteinsdóttir.

Funarstjóri var að vanda Guðmundur Þ. Jónsson.

Félagið var rekið með rúmlega einnar milljónar króna tapi á síðasta starfsári. Meginhluti tapsins er vegna afskrifta á myndasafni félagsins upp á tæplega 997.000 krónur en afskriftin var samþykkt á aðafundi fyrir ári síðan. Að tillögu Hilmars F. Thorarensen var samþykkt nú að bókfæra myndasafni á nýjan leik í reikningum félagsins fyrir 990 kr.

Annars var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á síðasta ári. Félagið hélt árshátíð að vanda í mars sem tókst afar vel og var örlítill afgangur af samkomunni að þessu sinni. Þá var haldinn jóladansleikur sem tókst afar vel og sprengdi utan af sér húsnæðið. Næsti jóladansleikur verður haldinn í sal Vídalínskirkju sunnudaginn 29. nóvember. Þar ætti að verða nægt rými fyrir alla gesti.

Þá gaf félagið að vanda út tvö fréttabréf sem prentuð eru í 1.000 eintökum hvort en félagsmenn eru rúmlega 900.

Kristmundur þakkaði öllum þeim sem stutt hafa við bakið á félagið á undanförnum árum með því að greiða valgreiðslu í heimabanka og eins þeim sem lagt hafa til vinninga í happdrætti félagsins á árshátíðinni.

Formaður óskaði ennfremur eftir að bókað væri að fundurinn óskaði Evu Sigurbjörnsdóttur velfarnaðar í embætti oddvita Árneshrepps en hún tók við embættinu eftir sveitarstjórnarkosningar í vor sem leið. Um leið þakkaði Kristmundur formaður, 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. nóvember 2014

Linda útibústjóri Kaupfélagsins.

Linda Guðmundsdóttir útibústjóri Norðurfirði.
Linda Guðmundsdóttir útibústjóri Norðurfirði.

Nýr verslunarstjóri Linda Guðmundsdóttir,tók við útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði mánudaginn 21.september. Linda Guðmundsdóttir er frá Finnbogastöðum hér í sveit,en hefur verið á Akureyri síðastliðin tíu ár,og hefur stundað vinnu þar. Eftir að Birna Melsted hætti í lok sumars kom aðili sem ætlaði að taka við og vera í vetur,en hann fór eftir viku. Enn í millitíðinni bjargaði Margrét Jónsdóttir versluninni þar til Linda tók við,eins og hún hefur svo oft gert. Nú eru


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. nóvember 2014

Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna 2014.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur í þriðja sinn ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 3.500.000.- krónur.

Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 25. nóvember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember.

Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur" eða

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2014

Fjöldi dýra á landinu?

Er í lagi með skráningu búfjár og annarra dýra í Árneshreppi?
Er í lagi með skráningu búfjár og annarra dýra í Árneshreppi?

Frétt frá Matvælastofnun til bænda á landinu.
Nýjustu tölur yfir fjölda búfjár á landinu sýna almenna fækkun búfjár. Þó er ljóst að ekki eru um fækkun á fjölda dýra á Íslandi að ræða heldur má rekja þetta til ófullnægjandi skila á haustskýrslum og eftirfylgni í kjölfar gildistöku nýrra laga um búfjárhald. Sérstaklega á þetta við um fjölda hrossa og þarf að skoða betur hvernig unnt er að bæta upplýsingar um fjölda hrossa í landinu.

Skil á haustskýrslum 2013 voru ófullnægjandi og bera hagtölur vott um það. Frá árinu 2010 hefur Matvælastofnun safnað upplýsingum um fjölda búfjár á landsvísu og birt á vef og í starfsskýrslum stofnunarinnar. Til ársins 2014 hafði skilum á haustskýrslum verið fylgt eftir af búfjáreftirlitsmönnum sveitarfélaga í desember fram í febrúar ár hvert. Með gildistöku nýrra laga um búfjárhald 1. janúar 2014 fluttist búfjáreftirlitið frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Sex dýraeftirlitsmenn hófu störf í stað u.þ.b. 40 búfjáreftirlistmanna (10 - 12 stöðugildi) sem áður höfðu sinnt því starfi. Í lok ársins 2013 var eftirfylgni haustskýrslna ólokið. Fækkun stöðugilda og innleiðing nýs verklags, sem setti eftirlit með velferð dýra í forgang fram yfir eftirfylgni með öflun hagtalna, varð til þess að ekki náðist að fylgja gagnasöfnun eftir með sama hætti og áður.

Matvælastofnun vill ítreka mikilvægi þess að bændur skili upplýsingum um búfjáreign til stofnunarinnar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. nóvember 2014

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Merki Félags Árneshreppsbú.
Merki Félags Árneshreppsbú.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík fer fram á laugardaginn 8. nóvember 2014 kl:14:00 í Akoges salnum, Lágmúla 4, Reykjavík.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundastörf
2. Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða glæsilegar kaffiveitingar,verð 2.000 kr. Þá verður sýnd stutt mynd frá heimsókn forseta


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. nóvember 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 27.okt til 3.nóv.2014.

Tilkynnt var um tvö minniháttar óhöpp í vikunni.
Tilkynnt var um tvö minniháttar óhöpp í vikunni.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðakstur í liðinni viku, á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi. Föstudaginn 31.okt,var tilkynnt um tvö minni háttar óhöpp,annað innanbæjar á Ísafirði og hitt,erlendir ferðamenn á Steingrímsfjarðarheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,ekki skemmdir eða slys á fólki.

Þá varð minni háttar umferðarslys á  Skutulsfjarðarbraut laugardaginn 1. nóv., þar hafnaði bifreið á ljósastaur,bifreiðin talsvert skemmd og ökumaður fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Skráningarnúmer tekin


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. nóvember 2014

Flotbryggja slitnaði upp.

Flotbryggjan við steyptu smábátabryggjuna og landgangurinn í sjónum.
Flotbryggjan við steyptu smábátabryggjuna og landgangurinn í sjónum.
1 af 2

Flotbryggja sem er í smábátahöfninni í Norðurfirði losnaði í norðaustanóveðrinu í gær. Flotbryggjan slitnaði frá landganginum og sleit upp keðjufestingar sem hún er fest í botninn í höfninni. Menn fóru í dag að festa flotbryggjunni til bráðabrigða og koma landganginum upp,en það þarf kafara til að ganga frá keðjufestingum í sjávarbotninn. Flotbryggjan rak


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. nóvember 2014

Veðrið í Október 2014.

Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.
Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum,með skúrum eða rigningu og sæmilega hlýju veðri. En þann þriðja gerði norðvestan áhlaup með mikilli slyddu og sumstaðar snjókomu,snjó festi í byggð og varð alhvítt í sjó fram,eins og í Norðurfirði,en flekkótt að miklu leiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Þetta var fyrsti snjór í byggð á þessu hausti,og einnig sem fjöll urðu alhvít. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Frá sjötta voru nokkuð umhleypingasamt. Þann 20.gekk í norðan hvassviðri með ofankomu og frysti um tíma. Þá var umhleypingasamt aftur,með hægviðri á milli,en síðasta dag mánaðar gerði austan hvassviðri eða storm,með rigningu. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum,þótt sjö dagar væru úrkomulausir. Talsvert gosmistur var þann 6 og 7,sem talið var ættað frá gosinu í Holuhrauni,og einnig 15 og 16.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. október 2014

Árneshreppsbúar geta orðið horft á stafrænt sjónvarp.

Sendarnir eru á fjarskiptamastrinu við Reykjaneshyrnu.
Sendarnir eru á fjarskiptamastrinu við Reykjaneshyrnu.

Nú geta Árneshreppsbúar horft á stafrænt sjónvarp eftir að Vodafone  dreifingarfyrirtæki RÚV setti upp móttökusenda á fjarskiptamastrið í Reykjaneshyrnu við svonefnt Reiðholt ,í septemberlok. Nú er gamla og nýja kerfið bæði í notkun,en gamla kerfinu fyrir túbusjónvörpin verða lokað um mánaðarmótin janúar- febrúar 2015. Áður var móttökumastur á Krossnesi fyrir eldra kerfið,VHV sem dettur út í byrjun næsta árs eins og áður sagði. Fyrir nýja stafrænakerfið þarf loftnet sem er UHF. Nú eru margir hreppsbúar að skipta yfir úr gömlu tækjunum í hið nýja stafrænakerfi með flatskjátækjum,margir voru reindar búnir að fá sér slík tæki,þótt bara gamla kerfið væri. Margir geta


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
Vefumsjón