Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2014 Prenta

Viðvörun,fárviðri.

Vindaspá á miðnætti í kvöld.
Vindaspá á miðnætti í kvöld.

Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á að samkvæmt nýjustu spálíkönum er spáð norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25-35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi í dag.
Búist er við að veður versni mikið á milli kl. 14 og 15 á Hornströndum og við Ísafjarðardjúp, þar með talið á þéttbýliskjörnum í Djúpinu. Veðurhæðinni fylgir talsverð ofankoma.
Í kvöld og nótt gera spár ráð fyrir norðaustan 20-28 m/s og snjókomu eða éljum á öllum Vestfjörðum. Mikið dregur úr vindi fyrir hádegi á morgun.

Nánar:

Fyrir norðan land er ört vaxandi lægð sem verður 945 hPa við mynni Húnaflóa síðdegis í dag. Vestan lægðarinnar er umræddur vindstrengur í fárviðrisstyrk. Spár gærdagsins gerðu ráð fyrir að þessi vindstrengur næði ekki inn á Vestfirði en nýjustu spár með greiningartíma 06 UTC í dag (þriðjudag) benda eindregið til þess.

Ekki er reiknað með að þetta veður nái á Strandir fyrr en í kvöld en varað er við miklum sjógangi,ölduhæð yfir 12 metrum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Klætt þak 11-11-08.
Vefumsjón