Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. október 2014

Flogið aftur tvisvar í viku.

Flugvél Mýflugs sem er í leiguflugi fyrir Ernir.
Flugvél Mýflugs sem er í leiguflugi fyrir Ernir.
1 af 2

Þann 2.október átti að byrja að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Enn það tókst nú ekki fyrr enn þann 8.vegna veðurs og vélabilana. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Flogið var á lítilli flugvél í sumar sem gat ekki flogið í blindflugi,og oft gekk það ílla þegar dimmviðri voru og lágskýjað var,eins og oft var í sumar. Nú er flogið á stærri flugvél sem getur flogið í blindflugi,en Ernir eru með leiguflugvél frá Mýflugi til að sinna áætlunarflugi til Gjögurs. Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar,þegar tókst að fljúga.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. október 2014

Par handtekið á Hólmavík.

Par var handtekið á Hólmavík með fíkniefni.
Par var handtekið á Hólmavík með fíkniefni.

Par var handtekið á Hólmavík í firradag, þá ný komið til þorpsins. Það var í annarlegu ástandi og hafði verið tilkynnt um undarlega hegðun þess. Hafði farið í leyfisleysi inn í húsnæði fyrirtækja á staðnum og gert sig líklegt til að taka þar verðmæti. Í fórum þess fundu lögreglumenn allnokkurt magn fíkniefna, eða um 50 gr. af efni sem talið er vera amfetamín og um 6 gr. af kannabisefnum.  Í ljósi efnismagnsins grunar lögreglu að það hafi verið ætlað til sölu. Auk þessa var parið með tvo hnífa á sér.

Lagt var hald á efnin og bitvopnin. Parið var yfirheyrt og því sleppt lausu seinni partinn í firradag.  Fólkið hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. október 2014

Rafmagn tekið af í Árneshreppi.

Frá Trékyllisheiði.Mynd OV.
Frá Trékyllisheiði.Mynd OV.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík tekur rafmagn af í Árneshreppi í dag klukkan eitt,(13:00) í um klukkutíma,vegna tengingar á Trékyllisheiði,eftir það má búast við blikki í stuttan tíma. Myndin er frá Trékyllisheiði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. október 2014

Klénsmiðurinn frá Kjörvogi.

Þorsteinn Þorleifsson. Klénsmiðurinn frá Kjörvogi.
Þorsteinn Þorleifsson. Klénsmiðurinn frá Kjörvogi.
1 af 2

Nýlega kom út bókin Klénsmiðurinn á Kjörvogi Þorsteinn Þorleifsson. 

Þorsteinn (1824-1882) fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík og síðar í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðn alla sína tíð. Samhliða smíðum starfaði hann við sjómennsku, búskap og tók á móti börnum. Einnig var hann liðtækur við llækningar og svona mætti lengi telja. 

Höfundur bókarinnar er Hallgrímur Gíslason frá Gröf í Bitrufirði, nú búsettur á Akureyri. Hann hefur unnið að bókinni í mörg ár og víða leitað fanga. 

 

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. október 2014

Friðbjörg Matthíasdóttir nýr formaður Fjórðungssambandsins.

Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri og Friðbjörg Matthíasdóttir formaður FV.
Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri og Friðbjörg Matthíasdóttir formaður FV.
Ný stjórn Fjórðungsambands Vestfirðinga var kjörin á fjórðungsþingi á Þingeyri á laugardaginn var. Formaður stjórnar er Friðbjörg Matthíasdóttir í Vesturbyggð, en aðrir stjórnarmenn eru Daníel Jakobsson Ísafjarðarbæ, Ingibjörg Emilsdóttir Strandabyggð, Sigurður Jón Hreinsson Ísafjarðarbæ og Baldur Smári Einarsson í Bolungarvíkurkaupstað.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. október 2014

Gosmistur.

Gosmistur.Séð frá Norðurfirði til austurs.
Gosmistur.Séð frá Norðurfirði til austurs.

Mikið mistur er nú í Árneshreppi og hefur verið frá í morgun. Þetta mistur er mjög sennilega gosmistur enda er ákveðin austanátt,og Árni Sigurðsson veðurfræðingur segir þetta gosmistur samkvæmt mynd sem veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík sendi á Veðurstofu Íslands. Í fyrstu töldu veðurfræðingar þetta  venjulegt mistur en eru nú komnir á þá skoðun að um gosmistur sé að ræða frá Holuhrauni,samkvæmt fréttatilkynningu frá VÍ. Myndin


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. október 2014

Fyrsti snjór á láglendi.

Flekkótt jörð á láglendi.
Flekkótt jörð á láglendi.
1 af 2

Í morgun var fyrsti snjór haustsins komin á láglendi. Mjög kólnaði í veðri í nótt og í morgun orðin mjög hvass af Norðvestri. Veðurlýsing frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík var þannig í morgun klukkan níu. Norðvestan 20 m/s og upp í 27 m/s í kviðum,mikil slydda,hiti 1,4 stig,flekkótt jörð og snjódýpt 2 cm og stórsjór,úrkoman mældist 31,4 mm og stórsjór.

Veður er en kólnandi og


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. október 2014

Veðrið í September 2014.

Fyrsta snjó í fjöll gerði aðfaranótt 26. Séð frá Litlu-Ávík í Árnesfjall í Trékyllisvík.
Fyrsta snjó í fjöll gerði aðfaranótt 26. Séð frá Litlu-Ávík í Árnesfjall í Trékyllisvík.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum eða breytilegum,talsverð rigning var þann 1 og 2. Þann fimmta gerði suðlægar vindáttir sem stóð til sextánda,með hlýju veðri. Þá gerði norðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 19 gekk í suðlægar vindáttir aftur með einhverri vætu fram til 23. Þann 24. var austlæg vindátt með hægum vindi en mikilli rigningu um tíma yfir miðjan daginn. 25.var suðvestan,allhvass um tíma með skúrum. Þann 26.gerði norðan hvassviðri um tíma með mikilli úrkomu um morguninn og mjög kólnandi veðri. Eftir það var norðaustan eða auslægar vindáttir og síðan suðlægar með vætu. Úrkomusamt var í mánuðinum. Fyrsti snjór í fjöllum var að morgni 26.flekkótt fjöll.

Mjög góð berjaspretta var í sumar,af krækiberum en lítið af bláberum. Mjög sennilega gosmengun,mistur þann 17.og mikið mistur þann 20.um tíma.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. september 2014

Merki (logo) fyrir Strandasól.

Nýtt hús Strandasólar.
Nýtt hús Strandasólar.

Á árinu 2014 eru 40 ár síðan Björgunarsveitin Strandasól var stofnuð af nokkrum bændum í Árneshreppi á Ströndum. Strandasól hefur verið ein af minnstu björgunarsveitum landsins í gegnum árin en þó gegnt mikilvægu hlutverki, enda víðtæk þekking heimamanna á svæðinu ómetanleg þegar neyð skapast.

Að gefnu tilefni vilja forsvarsmenn Strandasólar efna til samkeppni um merki (logo) fyrir Strandasól. Öllum er heimil þátttaka og skal skila tillögum til formanns sveitarinnar, Ingvars Bjarnasonar á netfangið ingvar.bjarna@gmail.com. Allar tillögur verða svo nafnlausar lagðar fyrir þriggja manna dómnefnd. Nýtt


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. september 2014

Fyrsti snjór í fjöllum.

Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrirr 200 metra.
Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrirr 200 metra.
1 af 2

Í morgun var komin fyrsti snjór í fjöll hér í Árneshreppi,og víðar sjálfsagt. Vindur gekk til norðlægrar vindáttar í gærkvöld og í nótt og orðin hvass í morgun 12 til 15 m/s og hitinn um 4 stig. Allmikil úrkoma var í nótt og í morgun,mikil rigning á stundum,enda var mesta úrkoman eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 14,5 mm,og næst mest var á Sauðanesvita 10,4 mm. Nú fyrir hádegið er farið að draga mikið úr úrkomunni. Úrkoman fellur sem rigning niður við sjó og á láglendi,en ofan við tvö hundruð metra sem slydda eða snjór. Í morgun náði snjór í fjallinu Örkinni,


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón