Flogið aftur tvisvar í viku.
Þann 2.október átti að byrja að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Enn það tókst nú ekki fyrr enn þann 8.vegna veðurs og vélabilana. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Flogið var á lítilli flugvél í sumar sem gat ekki flogið í blindflugi,og oft gekk það ílla þegar dimmviðri voru og lágskýjað var,eins og oft var í sumar. Nú er flogið á stærri flugvél sem getur flogið í blindflugi,en Ernir eru með leiguflugvél frá Mýflugi til að sinna áætlunarflugi til Gjögurs. Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar,þegar tókst að fljúga.
Meira