Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum,með skúrum eða rigningu og sæmilega hlýju veðri. En þann þriðja gerði norðvestan áhlaup með mikilli slyddu og sumstaðar snjókomu,snjó festi í byggð og varð alhvítt í sjó fram,eins og í Norðurfirði,en flekkótt að miklu leiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Þetta var fyrsti snjór í byggð á þessu hausti,og einnig sem fjöll urðu alhvít. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Frá sjötta voru nokkuð umhleypingasamt. Þann 20.gekk í norðan hvassviðri með ofankomu og frysti um tíma. Þá var umhleypingasamt aftur,með hægviðri á milli,en síðasta dag mánaðar gerði austan hvassviðri eða storm,með rigningu. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum,þótt sjö dagar væru úrkomulausir. Talsvert gosmistur var þann 6 og 7,sem talið var ættað frá gosinu í Holuhrauni,og einnig 15 og 16.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira