Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. ágúst 2014

Fjallskil í Árneshreppi 2014.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2014 á eftirfarandi hátt: Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 13. September 2014 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  20. September 2014. Þar sem ekki er skipulögð leit á innsta afrétti hreppssins, þ.e. innan Kleifarár er því hér með komið á framfæri,að sjálfboðaliðar eru vel þegnir til smölunar dagana áður,en réttað er í Kjósarrétt. Um óskilafé


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. ágúst 2014

Sigurður dýralæknir – afmælisrit.

Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum.

Fréttatilkynning:
Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næstkomandi. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminningum Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans. Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmilegu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og er hann lipur vísnasmiður.

Í fyrrnefndu afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. ágúst 2014

Aðalfundur Æðarræktarfélagsins.

1 af 2

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn 23.ágúst næstkomandi í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum. Boðið verður léttan hádegisverð. Í eftirmiðdaginn verður skoðunarferð undir leiðsögn heimamanna. Sameiginlegur kvöldverður hefst kl:19:30.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða haldin erindi bæði til gagns og gamans fyrir félagsmenn. Fundurinn hefst


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. ágúst 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. ágúst 2014.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.

Umferð í liðinni viku gekk nokkuð vel fyrir sig í umdæminu þrátt fyrir að umferð hafi verið með meira móti,þó voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði.  Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu um var að ræða tvö minni háttar óhöpp og litlar skemmdir og síðan tvær bílveltur,önnur á Bíldudalsvegi í Fossfirði og hin á Örlygshafnarvegi í Patreksfirði. Í báðum þessum óhöppum var um erlenda ferðamenn að ræða,en sem betur fer ekki um slys á fólki,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. ágúst 2014

Djúpavíkurdagar 15.-17.ágúst 2014.

Hótel Djúpavík.Mynd Fanny Heidenreich.
Hótel Djúpavík.Mynd Fanny Heidenreich.
1 af 2

Á morgun byrja hinir rómuðu Djúpavíkurdagar á Hótel Djúpavík sem eru svona eins og uppbót á sumarið og töðugjöld sumarsins,þar sem hótel rekendur  og starfsfólk er að fagna góðu og miklu ferðamannasumri eins og undanfarin ár með miklum glæsibrag. Og þakka fyrir frábært sumar með gestum sínum sem voru ekki færri í sumar en undanfarin ár þrátt fyrir rigningarsumar. Á Hótel Djúpavík er boðið upp á allt það besta í mat og drykk að venju og ekki síður en venjulega. Einnig verður fundið upp á ýmsu fyrir alla aldurshópa og fjölskyldur,því þetta er hátíð fyrir alla aldurshópa,yngstu sem elstu. Annars er dagskráin þessi á Djúpavíkurdögum:

 

Föstudagur 15.ágúst.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. ágúst 2014

Gott sumar hjá Ferðafélaginu.

Varðeldur hjá Ferðafélagi barnanna.Mynd Olga Z.J.
Varðeldur hjá Ferðafélagi barnanna.Mynd Olga Z.J.
1 af 4

Talsvert hefur verið um að vera í húsi Ferðafélags Íslands Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar. „Að sögn Olgu Zoega Jóhannsdóttir skálavarðar á Valgeirsstöðum,en þetta er annað sumarið sem hún er skálavörður þar,hefur þetta bara verið ágætt í sumar og svipaður fólksfjöldi og síðastliðið sumar. Þetta er allavegana fólk sem kemur,göngufólk,fjölskyldur,tjaldbúar innlendir sem erlendir. Ferðafélag Íslands var fyrst til að bjóða uppá gistingu í Norðurfirði ásamt því,að vera eini ferðaþjónustuaðilinn á svæðinu með sérútbúnum rafmagnsstaurum fyrir fellihýsi og hjólhúsaeigendur,rafmagnstenglar voru settir upp sumarið 2010. Fólk notar rafmagnið til að kynda húsin,hlaða rafgeyma og farsíma,segir Olga.“ Hús FÍ í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamall bóndabær í góðu standi. Það stendur við botn Norðurfjarðar,rétt ofan við fallega sandfjöru.

Ferðafélag barnanna kemur árlega á Valgeirsstaði í gönguferðir,fjöruferðir og halda kvölvökur,og einnig kveikja varðeld og söng,veiði og glens og grín. Börnin fá að


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. ágúst 2014

Íslandsmót í hrútadómum laugardaginn 16. ágúst.

Kiristján Albertsson á Melum hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Kiristján Albertsson á Melum hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
1 af 2

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi í hópi vanra og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í fjórða skiptið. Hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein hafa vakið mikla athygli. Í öðru sæti varð Úlfar Sveinsson á Ingveldarstöðum í Skagafirði og þriðji varð Björn Torfason á Melum í Árneshreppi, en Björn hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í keppninni.

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Allt á kafi! þar sem sagt er frá snjóaveturinn 1995 á Ströndum og á listasviðinu er sýning um álagabletti á Ströndum. Ætlunin er að opna nýja tímabundna sögusýningu á hrútadómunum, þar sem sagt verður frá starfi héraðsráðunauta og verður Brynjólfur Sæmundsson  sem var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. ágúst 2014

Heyskapur gekk illa í sumar:Mikil heyföng.

Heyskapur byrjaði í júní.Frá Melum.
Heyskapur byrjaði í júní.Frá Melum.
1 af 3

Það gekk illa með heyskap hjá bændum í Árneshreppi í sumar,mest allt heyjað í vætutíð,röku lofti en hægviðri voru og lítill þurrkur þótt kæmi dagur og dagur þurr. Tveir bændur slógu dálitið uppúr 20.júní og þeyr náðu þeim heyjum vel þurrum. Bændur byrjuðu heyskap að fullu viku af júlí því gras var að verða úr sér sprottið og farið að falla. Flestir bændur náðu að klára að heyja fyrir verslunarmannahelgi,og þeyr sem áttu þá eftir að heyja náðu sæmilega þurru heyji í rúllur,því þurrt var um þá helgi og fyrstu fimm daga ágúst mánaðar. Þá slógu


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. ágúst 2014

Framkvæmdir á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar.

Síldarverksmiðjan í Djúpavík.Mynd Hótel Djúpavík.
Síldarverksmiðjan í Djúpavík.Mynd Hótel Djúpavík.
1 af 2

Allmiklar framkvæmdir hafa verið í sumar á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar í Djúpavík. Tjörudúkur  er bræddur á þakið í lögum. Og þegar upp er staðið verður um 6-8 mm þykkt lag af vatnsheldu efni komið á þakið. Í gamla daga var þakið bikað (eða tjargað) annað hvert ár, þannig það má segja að þetta er nútímaleg leið við að gera það sem þeir gerðu í gamla daga. Víða má sjá enn leifar af gamla tjörulaginu. Húsið verður 80 ára á næsta ári og ber það aldurinn ótrúlega vel.  Ef þessir 550 fermetrar klárast í ár er stærsti áfanginn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. ágúst 2014

Tennurnar komnar úr hvalnum.

Hvalurinn í Skarðsvík 04-08-2014.
Hvalurinn í Skarðsvík 04-08-2014.
1 af 3

Finnbogastaðabændur eru núna búnir að ná neðri kjálkanum úr hvalnum og þar með tönnunum. Þeir gátu snúið hvalnum með traktor á flóði og gátu svo komist til skera kjálkann af á fjöru. Tennurnar eru taldar nokkuð verðmætar í allskonar handverk,en sextíu tennur geta verið í búrhvalskjafti.  Reðasafnið í Reykjavík var að hugsa um að fá reðinn af hvalnum,en finnst hann of illa farin,þannig að ekkert verður úr því sennilega. Vísað er svo í frétt


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Náð í einn flotann.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
Vefumsjón